Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 35
Félagsmálanámskeið UMFÍ og Bændasamtaka íslands:
Félagsmálanámskeið vítt og breitt um landið
Mynd hér að ofan sýnir félaga úr Umf. Islending fylgjast með að miklum áhuga.
Á myndin tilhægri sýnir þátttakendur ásamt leiðbeinendunum Birgitog Petreu sem sitja fremstar.
Ungmennafélag íslands og Bændasamtök
íslands hafa staðið fyrir félagsmálanámskeiðum
um allt land þetta ár. Dagana 28. og 29. nóvem-
ber var haldið félagsmálanámskeið á Hvanneyri
í umsjón UMSB. Farið var í fundarstjómun, fund-
arsköp og framkomu í ræðustól. Námskeiðið var
líflegt og fræðandi og var ekki annað að sjá en
þátttakendur á námskeiðinu skemmtu sér hið
besta. Leiðbeinendur voru Birgit Raschhofer,
Petrea Kr. Friðriksdóttir og Ingimundur K. Guð-
mundsson öll frá JC hreyfingunni.
TM býður
landsmönn-
umuppá
skautasvell
í tilefni 50 ára afmælis TM
þann 7. desember býður
TM landsmönnum upp á
skautasvell á Ingólfstorgi
til 29. desember næst-
komandi. Öllum er frjálst
að koma með eigin skauta
en jafnframt verður boðið upp á leigu á skautum og til
öryggis lánarTM öllum hjálma. Skautasvellið verður opið frá
klukkan 10 á morgnanatil 22 á kvöldin.Ýmsir viðburðir hafa
verið skipulagðir í desember. Þar má nefna söng, tónlist og
jafnvel íþróttaviðburði.
Leiga fyrir skauta er 300 krónur og er hjálmur innifalinn. Fólk
er hvatt til að koma með eigin skauta og hjálma. Skylt verður
að nota hjálma á skautasvellinu
íþróttamaður ársins 2006
útnefndur 28. desember
Iþróttamaður ársins verður útnefndur í hófi á Grand Hótel
Reykjavík 28. desember nk. Kjörið, sem fram fer í 51. skipti,
verður með hefðbundnu sniði en nýr verðlaunagripur fylgir
sæmdarheitinu íþróttamaður ársins að þessu sinni. Gripinn
hannaði Sigurður Ingi Bjarnason gullsmiður.
Nöfn tíu efstu í kjörinu verða birt í dagblöðunum viku fyrir
hófið. Sýn og Sjónvarpið sýna beintfrá kjöri (þróttamanns
ársins. Að vera valinn íþróttamaður ársins er mesta viður-
kenning sem íslenskur íþróttamaður getur fengið.
SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags Islands 35