Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 3
He'LjA Cfuðnítt Quðjónsd/fttir, jómuiSuv UMBÍ: UMFÍersíungt Öld er liðin og ný er hafin í starfi ungmennafélagshreyfingarinnar. Það er ekki einfalt að gera sér í hugarlund allt það mikla sjálfboða- liðastarfsem hefurverið unniðfrá stofnun hreyfingarinnar, á Þingvöllum þann 2. ágúst 1907. Starfið hefur ekki alltaf verið dans á rósum og hreyfingin lifað sín þrengingatímaþil en náð að aðlagast örum breytingum sem hafa orðið á þjóðfélagi tuttugustu aldarinnar. Hvað framtíðin ber í skauti sér er óskrifað blað en það er okkar sem erum í forsvari í dag og á hverjum tíma, að skapa þann texta sem verður grunntónn í því sem verður skráð um hreyfinguna í lok tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Það er ögrandi en um leið heillandi verkefni að vera formaður Ung- mennafélags fslands á þessum tímamótum. Ég vil þakka það traust sem ungmennafélagar hafa sýnt með því að kjósa mig í þetta virðingarmikla embætti og ég vona svo sannarlega að við eigum eftir að eiga gott sam- starf næstu tvö árin. Mig langar, lesandi góður, til að greina hér í nokkrum orðum hvernig ég sé fyrir mér starf hreyfingarinnar þessi fyrstu skref á nýrri öld. Leiðarljós framtíðarinnar verður áfram ræktun lýðs og lands, þar sem áherslan verður á mannrækt í tengslum við menningu, íþróttir og umhverfið. Þau gildi sem starfið mun áfram einkennast af eru heiðarleiki, heilbrigði, traust, umburðarlyndi og virðing. í nútímasamfélagi er nauð- synlegt að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi heilbrigðs lífsstíls, fjöl- breytileika þjóðfélagsins og virðingu fyrir umhverfinu. Samvera fjölskyld- unnar, ungs fólks og eldri kynslóða er þýðingarmikil til að nýta fortíðina sem veganesti inn í framtíðina. Okkur er það mikils virði að skapa vettvang til að efla félagsþroska, samskiptahæfileika og læra gildi þess að starfa með öðru fólki að sam- eiginlegum markmiðum. Þannig byggjum við uppfrumkvæði og for- ystuhæfileika einstaklinga. Til framtíðar litið sé ég ungmennafélaga stuðla að því að auka vitund fólks um að við búum í síbreytilegu samfélagi' þar sem m.a. mikil fjölgun fólks af erlendum uppruna hefur orðið hin síðari ár, mikil þróun hefur verið varðandi tækninýjungar og aukinn þrýstingur er á um að íþrótta- félög, æskulýðsfélög, félagsmiðstöðvar og skólar séu í samstarfi um að skipuleggja tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Þessar breytingar kalla á að við höldum áfram að virkja fólk til þátttöku í félagsstarfi og sjálfboðaliðastarfi ásamt því að mennta fólktil forystustarfa innan hreyf- ingarinnar. Við þurfum einnig að halda á lofti gildum hreyfingarinnar og sögu með því að skipuleggja kynningar í anda útbreiðsluferðanna hér áður fyrr. Einnig er nauðsynlegt að vinna að því að brúa kynslóðabilið og þannig auka líkurnar á því að við varðveitum menningararfinn. íþróttir hafa ætíð skipað stóran sess í starfi hreyfingarinnar enda hafa þær mikið forvarnagildi.Við viljum auka meðvitund um mikilvægi heil- brigðs lífsstíls sem m.a. felst í hollu mataræði og hreyfingu og því að láta vímuefni eiga sig. Framtíðarverkefni er að auka þátttöku fólks í almenn- ings- og jaðaríþróttum, efla þjóðlegar íþróttir s.s. glfmu og þjóðdansa og fjölga íþróttamótum þar sem þátttaka er aðalatriðið. Einn er sá þáttur sem nauðsynlegt er að efla en það er foreldrasam- starfið. (foreldrahópnum er falinn mikill mannauður sem okkur ber að styðja, efla og virkja. Við munum taka virkan þátt í umhverfismálum og láta að okkur kveða í þeim málaflokki með því að auka vitund fólks um mikilvægi góðrar umgengni og að fólk tileinki sér umhverfisvænan Iffsstíl. Höldum áfram með útivistartengd verkefni til að sem flestir geti notið íslenskrar náttúru og um leið að auka þátttöku almennings í ræktun og verndun náttúr- unnar. Að vera ungmennafélagi er í mínum huga það að vera manneskja. Þú sem persóna skiptir öllu máli. Ungmennafélagsandinn er fólginn í því að gefa af tíma sínum og þjóna öðrum eins og einn góðurfélagi sagði í mín eyru fyrir stuttu. Ég er honum svo innilega sammála. Þegar við vinnum í sjálfboðavinnu erum við að gefa af þeim tíma okkar sem við annars myndum nýta í eigin þágu.Við erum að þjóna öðrum með því að taka að okkur störf sem lúta að skipulagningu og framkvæmd í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Hver vegferð hefst á einu skrefi. Saman tökum við mörg skref og sam- an munum við halda við og styrkja ungmennafélagshreyfinguna eins og hún og við öll eigum skilið. Islandiallt! SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.