Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 16
Bréf frá íþróttalýðháskólanum í Ollerup: Héðan frá Danmörku er allt gott að frétta og alltaf nóg að gera. Ég hef það mjög gott hérna í Ollerup, ég gæti ekki haft það betra. Krakkarnir hérna eru alveg yndislegir og kennararnir gera allt fyrir mann. Venjuleg vika hér í Ollerup er mjög skipulögð og manni leiðist aldrei. Við byrjum á að vakna ki. 7 á morgnana og morgunmatur byrjar kl. 7:25. Eftir morgunmat höldum við í svokallaða morgunstund þar sem er alltaf sungið minnst eitt lag eða tvö og fleira sniðugt. Hver tími hér varir 80 mín. en fimleikatímarnir eru 90 mín. Við erum með 2 tíma fyrir hádegi og 2 tíma eftir hádegi, stundum 3. Á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi eru kaffi, te og kaka í stofunni á kvöldin, mjög huggulegt. Við erum í kringum 100 krakkar í skólanum og þar af eru um 20 lög- reglumenn eða fólk sem er að æfa sig fyrir inntökupróf í lögregluna í Dan- mörku. Ég er búin að kynnast alveg hellingi af fólki sem ég kem til með að halda sambandi við í framtíðinni. Þriðjudaginn 2. október var svokölluð íþróttastefna hérna í skólanum. Við vorum í kringum 700 nemendur hérna á þessum degi og í kringum 40 Islendingar! Allir íþróttalýðháskólar á landinu komu til okkar til að keppa í 16 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.