Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 17
sem var mjög skemmtilegt og fjölbreytt. Það reyndi samt sem áður heil-
mikið á líkamann. Nú seinni 2 mánuðina hef ég fótbolta. Það kemur til
með að verða kalt því að við æfum aðeins úti fram að jólum.
Alls konar námskeið eru haldin hér í Ollerup um helgar og mörg fim-
leikafélög eru með fimleikasalinn okkar á leigu um kvöldin og helgar.
Tveir af fimleikakennunum mínum eru að þjálfa lið hérna nálægt og þau
æfa ca. einu sinni í viku hér. Þá hjálpa ég þeim að taka á móti krökkunum
og leiðrétti þau. Það er mjög skemmtilegt og þau eru á öllum aldri og eru
auðvitað misjafnlega góð.
I síðustu vikunni fyrir haustfríið vorum við með svokallaða menningar-
viku. Vikan gekk þannig fyrir sig að okkur var skipt upp í hópa eftir því sem
við vildum gera. Ég var í búninganefnd. Á mánudagsmorgni fengu allir
hóparnir ákveðið verkefni eða sögu sem þeir áttu að vinna út frá. Við höfð-
um tíma þangað til á fimmtudagskvöldi til að gera heila sýningu með bún-
ingum á risasviði og gera allt klárt. Þetta gekk rosalega vel og allir foreldr-
flestum íþróttagreinunum sem kenndar eru í mínum skóla, þ.e. handbolta,
fótbolta, blaki, ævintýrakeppni, þríþraut (18 km hjólreiðar, 4,2 km hlaup
og 400 m sund) o.fl. íþróttastefnan er sem sagt keppni á milli skólanna hér
í Danmörku. Þar sem skólinn minn leggur ekki áherslu á neina af þessum
iþróttum unnum við nú ekki mikið en sigurinn var okkar í blaki. Fyrir þá
sem ekki vildu keppa í þessum íþróttagreinum voru stutt námskeið sem
við gátum valið á milli. Ég valdi frekar að taka 3 námskeið yfir daginn. Það
var mjög skemmtilegt. Ég valdi mér funkdans og á þriðja námskeiðinu var
ég í vatnsíþróttum og ég get ekki annað sagt en það hafi verið erfitt. Alls
konar þrek, leikir, sveiflur og sundfimleikar.
Fyrstu vikuna í september fórum við til Austurríkis. Það var löng rútu-
ferð sem beið okkar, rúmir 20 tímar hvora leið. Við lifðum það af þrátt fyrir
mikla óþolinmæði. í Austurríki var planið að klifra fjöll, löng ganga upp
fjall sem tekur um 8 tima upp og niður og svo river rafting á stórri á. Það
var bara fyrsta daginn sem við gátum farið eftir áætlun, næstu daga fór að
snjóa og við vorum hálfpartinn uppi í fjöllum svo að við urðum að hætta
við planið. En á sama tíma í fýrra var um 30°C hiti og sól allan daginn. Þrátt
fyrir snjó og kalt veður í Austurríki var mjög gaman. Það var mikið spilað
og farið í alls konar innileiki. Einn daginn fórum við inn í Salzburg og
skoðuðum kastalann þar, risastór og mjög auðvelt að villast.
Svo er það danskan, danskan gengur bara mjög vel. Ég taia bara
dönsku núna og segi nánast ekkert á ensku lengur. Og hvað suma kennara
varðar þá fæ ég ekki leyfi til að tala ensku lengur.
Fyrstu 2 mánuðina hér í Ollerup hafði ég sund sem aðra íþróttagrein
arnir og skólarnir sem komu og horfðu á sýningarnar voru mjög ánægð.
Það eru komnar myndir inn á heimasíðuna www.ollerup.dk undir dálknum
galleri. (þeim dálk má finna fullt af myndum en aðeins myndirnar sem
stendur E 2007 eru frá þessari önn.
'Íl'í /j/)st>l/tlYJ/<'
S7&
■/ /il/t/tyc
t/
it/fj/£lt'
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags Islands 17