Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 20
Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum fóru fram í Laugardalshöll 17. nóvember sl. Keppendur voru 469 og var það metþátttaka. Mótið var fyrst haldið haustið 1996 og hefur verið hald- ið árlega síðan undir nafninu Haustleikar ÍR. í fyrra var nafni mótsins breytt í Silfurleikar ÍR til að minnast silfurverðlauna Vilhjálms Einarssonar sem hann vann á Ólympíuleik- unum í Melbourne í nóvember 1956. Keppt var í flokkum 16 ára og yngri. Hófst keppni í yngstu aldursflokkum snemma á laugardagsmorguninn og lauk keppni ekki fyrr en um kvöldmatarleytið. Þetta er næstfjölmennasta innanhússfrjáls- íþróttamót sem haldið hefur verið á íslandi, aðeins í Stórmóti ÍR á þessu ári hafa fleiri keppendurtekið þátt. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum en það sem skipti mestu máli var einstök keppnisgleði og ánægjan sem skein úrandlitum keppenda. Þrjú aldursflokkametféllu á mótinu og eitt var jafnað. Hekla Rún Ámundadóttir fR bætti tvö met í flokki 12 ára og yngri stelpna. Hekla varpaði 2 kg kúlu 14,28 m og bætti gamla metið um 1,58 m, en það var 12,70 m frá árinu 2003. Þá stökk Hekla 10,66 m í þrístökki, sem einnig er nýtt stelpnamet, en gamla metið var 10,48 m frá fyrra ári. Aníta Hinriksdóttir bætti metið í flokki 12 ára og yngri stelpna í 800 m hlaupi um rúmlega tvær sek., þegar hún hljóp á 2:32,63 mín. og Mekkín Daníels- dóttir ÍR jafnaði stelpnamet Heklu Rúnar í hástökki, þegar hún stökk 1,55 m. Yngstu aldursflokkar, sem skráð eru met í, eru flokkar stráka og stelpna 12 ára og yngri. Kjartan Lárusson verðlaunaður fyrir störf sín í þágu glímunnar Alþjóðlegu fangbragðasamtökin The Eastern U.S.A. International Martial Arts Association héldu ársþing sitt á dögunum í Bandaríkjunum. Þingið sóttu nokkrir íslendingar og hlutu þeir viðurkenningu fyrir ötul störf að glímumálum og fang- brögðum. Þeirra á meðal var Kjartan Lárusson, glímufrömuður á Laugarvatni, en hann hlaut viðurkenninguna„Silver Anniversary Achievement" fyrir mikil og farsæl störf að glímu og sem glímudómari í áraraðir. Þá var haldin áhrifamikil kynning og fyrirlestur um islenska glímu fyrir fullu húsi fagfólks á sviði fangbragða sem lýsti aðdáun á tækni og fegurð íþróttarinnar en jafnframt áhuga á frekari vitneskju um sögulega þróun hennar. 20 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.