Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.2007, Side 28

Skinfaxi - 01.12.2007, Side 28
Forvarnadagurinn var haldinn 21. nóvember um land allt: Tími með fjölskyldunni hefur mikið forvarnagildi Forvarnadagurinn var haldinn í öllum grunnskól- um landsins 21. nóvember sl. Þá voru kynnt nokkur heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Athygli foreldra ungl- inganna var einnig vakin á þessum ráðum sem og allra fjölskyldna í landinu. Árla morguns hófu fulltrúar tengdir verkefn- inu að heimsækja skóla landsins. í Klébergsskóla á Kjalarnesi sýndu unglingarnir í 9. bekk verk- efninu mikinn áhuga og spurðu spurninga. Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi UMFI og verk- efnisstjóri Flott án fíknar, kynnti verkefnið eftir ávarp forseta Islands, Ólafs Ragnars Grímssonar, á myndbandi. Það kom fram í máli unglinganna að stór hluti þeirra stundar íþróttir eða er í tón- listarnámi. Umsjónarkennari 9. bekkjar í Klébergs- skóla er Unnur Sigfúsdóttir. Forvarnadagurinn er haldinn að frumkvæði forseta (slands, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, (þrótta- og Ólympíusamband íslands, Ungmennafélag (slands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla (slands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu www.actavis.is. íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir ungl- ingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niður- stöður að mun ólíklegra sé að ungmenni, sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðs- starf, falli fyrirfíkniefnum. í þriðja lagi sýna rann- sóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra erað þau neyti síðarfíkniefna. Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum vís- indamanna við Háskóla (slands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil rannsakað áhættu- hegðun ungmenna og hafa þær vakið alþjóð- lega eftirtekt. Vinnum saman 1907 - 2007 Iandgræösla i 100 ár Græðum ísland Londgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður. Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is 28 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags Islands

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.