Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 4
slysavarnir eiga að vero í lagi, framhjá því er ómögulegt að komast. Þetta er þó ekki nóg, því að þau þurfa líka að vera hœf til að rœkja það hlutverk, sem þeim er cetl- að, hvert á sínu sviði. Ef þau eru ekki þessum kostum búin, þá verður þjóðin að bera afleiðingarnar, en þœr eru og verða: Skipatapar, manntjón, sleifaralag og botnlaus hít viðhalds og reksturskostnaðar. Það er hlutverk ráðandi manna í siglingamálunum, að vaka yfir velferð þjóðarinnar í þessum efnum. Hvernig hefur þetta hlutverk verið rcekt. Fullncegjandi upplýsingar eru ekki fyrir hendi í svipinn, til þess að svara þeirri spurningu til hlýtar, en í fljótu bragði verður svarið á þessa leið: Stundum hefir vel tekizt, en allt of oft illa með kaup til landsins á skipum, sem voru aflóga og óheppileg eða ófullnœgjandi, miðað við það, sem þeim var cetlað að vinna, með því að kaupa skip, sem ekki voru fœr í allan sjó, en var þó cetlað það að bjarga öðrum skipum. Með því að byggja skip, sem ekki komust lengd sína og draga hlass, en er þó cetlað að elta uppi veiðiþjófa. Og með því að kaupa skip, sem cetlað var til fiskflutninga, en sem skömm var að (Arctic). Þetta skip gat aldrei náð tilgangi sínum, því að það var eftirlegukind löngu liðinna tíma, gamalt móðurskip og uppgjafa doríufiskari frá Grœn- landsmiðum, reglulegt nátttröll, sem þar að auki var maurétið og af mörgum talið kjölsprengt. í fyrstu ferð þess hingað til lands undir íslenzkum fána varð að hleypa því inn til Fœreyja, flóðleku og með eyðilagðan farm. — Þar fór fram fyrsta viðgerðin. Síðan hefir hver viðgerðin og slipplegan rekið aðra, en kostnaðinn greiðir almenn- ingur. Það er eftirtektarvert og hörmulegt, að um það leyti sem aldahvörf eru að verða í skipasmíðum þjóðanna, þegar lögð er meiri og meiri áherzla á hraða og af- köst skipanna, vegna breyttra atvinnuhátta og aukinnar þróunnar, þá hugkvœmist ís- lenzkum mönnum það snjallrœði að útvega þjóðinni annað eins farartœki til flutnings á hraðfrystum fiski á erlendan markað, vitandi það að fátœkur almenningur, sem því aðeins hefir til hnífs og skeiðar, að hann vinni myrkranna á milli, verður að bera afleiðingarnar. Hér að framan hefir verið drepið á hina ráðandi stefnu í slysavarnamálum þjóð- arinnar, aðeins hefir verið stiklað á stóru, en þó ekki með neinni tœpitungu. Stefnan í þessum málum virðist víða vera býsna fálmkennd og þeirrar tilhneygingar gœta um of, að forðast sem mest að horfast í augu við staðreyndir. Samtvinnað fálminu og óvitaskapnum, er líka harðsvírað afturhald, sem óhjákvœmilega hlýtur að leiða til ófarnaðar, mest áherzla virðist lögð á það, að taka vel í málin, þegar ekki verður hjá því komizt. Tala fagurlega, en halda samt áfram að dansa kringum gullkálfinn og láta allt ramba á helvítis barmi. En við hverju er líka að búast? Þess eru dœmi að menn sem eytt hafa kröftum sínum árum saman í þrotlausri baráttu fyrir málefnum sjó- mannanna, ceðri sem lœgri, eru flœmdir af Alþingi hvað eftir annað við almennar kosningar. En menn, sem eru kunnir að því að velja stefnumálum sjómanna hin hœði- legustu orð, sigla beggja skauta byr inn í þingsalina. Og hvers er að vœnta, meðan samtök sjómanna eru ekki samstilltari og sterkari en svo, að flokkarnir telja sér óhœtt að ganga framhjá eða ýta til baka mönnum, sem helzt er treystandi til þess að vaka yfir málefnum sjómannastéttarinnar. 100 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.