Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 22
1. /3. Fyrstu tvo mánuði ársins
fór útflutningur okkar aðeins til
tveggja landa, til Bandaríkjanna og
Bretlands. Megnið af útflutningn-
um var, eins og venjulega, ísfisk-
ur. I janúar í fyrra voru einnig ír-
iand, Brazilía og Kúba, sem keyptu
af okkur, en að þessu sinni hafa
þau heltst úr lestinni.
2. /3. Fregnir berast af því, að
ofviðri hafi valdið miklu tjóni á
Seyðisfirði. Brotnuðu bæði möstur
loftskeytastöðvarinnar og eyðilögðu
þau girðingar, trjágarða og síma-
línur. Línur rafmagnsveitunnar
stórskemmdust einnig svo raf-
magnslaust varð um tíma. Víða
urðu skemmdir á húsaþökum, t. d.
fauk mikill hluti af þak mótor-
smiðjunnar og skemmdist mjög
mikið. Gluggarúður brotnuðu víða.
Og nokkrar aðrar skemmdir urðu.
4. /3. Skipaútgerð ríkisins dæmd
500 þús. kr. fyrir björgun Persier,
er strandaði á Kötlutanga á Mýr-
dalssandi 28. ebr. 1941. Laun fyrir
björgun farmsins er þar ekki með
talin. En í skipinu voru um 100
bifreiðar og 6000 smál. af hrájárni.
*
5. /3. Minningarathöfn vegna
Þormóðsslyssins fór fram í Dóm-
kirkjunni í Rvík. Fimm kistur voru
bornar í kirkju, þeirra er rekið
hafði. /Lthöfnin öll var hin virðu-
legasta.
*
Morgunblaðinu hafa nú alls bor-
izt til Þormóðssöfnunarinnar kr.
82.823.00.
Erlendan togara rak upp í fjöru
í Hafnarfirði, var hann að leggja
frá bryggjunni er vír festist í
skrúfu hans. Tilraunir voru strax
gerðar til að ná honum út og heppn-
aðist það.
*
6. /3. Fregn berst um að Guð-
björn Guðmundsson frá ísafirði
hafi orðið úti á leið frá Búðum í
Sléttuhreppi að Höfn í Hornvík í
sama hreppi. Lík Guðbjarnar
fannst eftir stutta leit.
7. /3. Merkjasprengja frá brezk-
um togara, er lá skammt fyrir ut-
an Gróttu, varð manni að bana, Ás-
mundi Elíassyni kyndara á Detti-
fossi, þar sem hann var á gangi í
Austurstræti, en sprengjan kom
niður á öxl honum og féll hann
strax örendur, en mann, sem gekk
við hið hans, sakaði ekki.
*
8./3. Amerískur setuliðsmaður
bjargar barni úr eldi er kviknaði
í húsinu „Brúarfoss" á Siglufirði,
er brann til kaldra kola. Móðir
barnsins slapp með naumindum úr
brunanum.
'fi
12./3. Nýútkomin Hagtíðindi
birta lista yfir skpastól Islendinga
í árslok 1943. Samkvæmt þeirri
skýrslu hefir skipastóll íslendinga
minnkað um 3000 smál. á tveimur
síðastliðnum árum. 1940 var skipa-
stóllinn 43.476 smál., 1941 41.233
smál og 1942 40.575 smál.
*
17./3. M.s. Arctic, skip Fiski-
málanefndar, strandar á Snæfells-
nesi nálægt Melhömrum. Mann-
björg varð.
Í-C
29./3. V.s. Ægir kom með brezk-
an togara, er hafði sýnt varðskip-
unum íslenzku mótþróa og ekki
gegnt fyrirmælum þeirra. Hafði
Sæbjörg staðið togarann að land-
helgisveiðum á Hafnarleirum. Setti
Sæbjörg stýrimann sinn, Guðna
Thorlacius, um borð í togarann, en
skömmu síðar setti togarinn á fulla
ferð til hafs. Var þá Ægir gert
aðvart og daginn eftir fann hann
togarann við Vestmannaeyjar. Varð
Ægir að skjóta 31 skoti á togar-
ann áður en hann hlýddi og- þá
vegna þess að kúla hafði hitt gufu-
rör frá katli.
2./4. Christian Agerskov skip-
stjóri dæmdur í 2 mánaða varð-
hald, 40 þús. kr. sekt og afli og
veiðarfæri skips hans gerð upptæk.
*
4./4. Dagblöð Rvíkur skýra frá,
að upp hafi komizt um stórfellda
fölsun á skömmtunarseðlum. Þrír
menn teknir fastir, grunaðir um að
hafa átt þátt í eða staðið fyrir
fölsun seðlanna.
’ 8./4. Laugarnesspítalinn brennur
til kaldra kola. Nær engu af inn-
búi hússins varð bjargað. Eldsins
mun hafa orðið vart um kl. 20 um
kvöldið, en kl. 21.15 hrundu síð-
ustu þekjur og gaflar hússins. Eld-
urinn var svo magnaður að engum
vörnum varð við komið. Eldhafið
var stórkostlegt og safnaðist mikill
hópur fólks að, til þess að horfa á
brunann. Slökkvilið Reykjavíkur
og hjálparsveitir setuliðsins börð-
ust gegn eldinum, en árangurslaust,
nema að þau gátu forðað nær-
liggjandi byggingum. Laugarnes-
spítali var reistur 1898 og rekinn
sem holdsveikraspítali. Ekkert
manntjón varð af eldinum.
4./4. Fjárhagsáætlun Vestmanna-
eyja 1943 afgreidd. Helzta tekju-
liðir eru niðurjöfnun útsvara kr.
1.499.000.00 og stríðsgróðaskattur
120 þús. kr. Helztu útgjaldaliðir
eru, til verklegra framkvæmda 600
þús. kr., til menntamála 257 þús.
*
14./4. Aukaþingi slitið. Hafði
setið 152 daga frá 14. nóv. til 14.
apríl Alls voru haldnir 243 þing-
fundir, 101 í Nd., 99 í Ed. og 43 í
Sþ. Lögð voru alls fyrir þingið 111
frv., þar af 200 stjórnarfrv. Af-
greidd voru 59 lög, af þeim voru
13 stjórnarfrv. Felld voru 4 þing-
mannafrv., 11 afgr. með rökstuddri
dagskrá, tveim vísað til stjórnar-
innar, en 35 döguðu uppi.
Fram voru bornar 67 þingsálykt-
unartillögur og voru 38 afgr. til
stjórnarinnar, en 21 dagaði uppi.
Þrjár fyrirspurnir komu fram og
var einni svarað.
Alls hafði þingið 181 mál til
meðferðar.
118
V ÍKINGUR