Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 11
yður það aldrei fullkomlega. Það er aðeins hægt
með því að nafngreina þann loftstraum, sem
ríkir. Flugmaður, sem hefir tamið sér að hugsa
um veðrið með nýja laginu, missir alveg þolin-
mæðina við að lesa sögur, þar sem söguritarinn
er t. d. að bögglast við að lýsa veðrinu. Hann
segir sem svo: „Segið þér að það sé canadiskt
heimskautaveður og haldið svo áfram með sög-
una“.
Ef þé.r eruð veðurathugari, þá er eitt hið
fyrsta, sem þér takið eftir á morgnana, hvers-
konar loftstraumur sé ráðandi, t. d. Cariba loft.
Og séuð þér reglulega veðurglöggur, getið þér
tiltekið þetta nánara, svo sem Saskatchewan-
veður, ögn blandað með lofti frá vatnabyggðun-
um, því að veðrið dregur nafn sitt af heims-
hlutum og landssvæðum þeim, sem það myndast
í, líkt og víntegundir. Af hinum sjö tegundum
lofts, sem skapa veðurfar í Ameríku, er eitt
mjög sjaldgæft og eitthvað leyndardómsfullt við
það. Það gengur undir hinu einkennilega nafni
„Sec Superior", rétt eins og það væri vínteg-
und. Talið er að það eigi upptök sín í hitabelt-
inu, en til meginlands Ameríku kemur það eftir
margra vikna dvöl uppi í háloftunum einhvers-
staðar yfir Galapagoseyjunum (Skjaldbökueyj-
um). Venjulega verður þess vart aðeins hátt
uppi í loftinu, og flugmenn hafa meiri áhuga
fyrir því en bændur. En einstöku sinnum teygir
það tunguna niður að yfirborði jarðar, og þá er
heitt, ákaflega þurrt og heiðríkt veður, en hvar
sem slíkt skeður er brakandi þurrkur. Allar
aðrar tegundir loftstrauma koma frá algerlega
jarðneskum stöðum, þótt í mikilli fjarlægð séu.
Sú auðþekktasta er canadiska heimskautaloftið
í Ameríku. Mótsetning þess er loftið frá Mexico-
flóa, eða heita Atlantshafsloftið, hið raka
molluloft í austur- og mið-vestur-fylkjunum á
sumrin, þá er suðvestan átt, og fólk fer að
kvarta um hita og raka. Andrúmsloftið er þá
stundum svo rakaþrúngið að fólk efast um
hvort himininn sé svona myrkblár eða hvort
hann sé að bera í sig vætu. Þetta loft er orðið
til af sólarhita og heitum sjó á Caríba-svæðinu.
En kraftar þeir, sem mest framleiða af þessu
lofti, eru hin tíðu, þvínær daglegu eftirmiðdags-
þrumuveður, sem flytja með sér raka og hita
langt upp í geiminn.
Uppruni hins raka og silfurtæra lofts, sem
ræður veðrinu í Seattle og er svalt bæði sumar
og vetur, er ekki eins auðsær. Það er kallað
Kyrrahafs-heimskautciloft. Og á sér æfintýra-
lega sögu. Höfuðeinkenni sín hefir það fengið
yfir Síberíu, þaðan kemur það bæði þurrt og
kalt. Neðsta lag þess um 1500 til 3000 metrar
að þykkt, hefir hlýnað og orðið rakt á leið sinni
VÍKINGU R
yfir Kyrrahafið. Stundum kemur þetta loft
þvert yfir hafið til meginlands Ameríku á fáum
dögum, stundum hangir það yfir hafinu í viku,
og þá þarf góða veðurathugara til þess að spá
fyrir hvaða veðri það muni valda. Andstæða
þess er loft það, sem kallast suðrænt Kyrrahafs-
loft, og það er loftið sem þeir selja skemmti-
ferðamönnum í Suður-Kaliforníu. í raun og
veru er þetta rétt og slétt Sudurhafsloft, þótt
saga þess sé ekki þar með öll sögð.
Atlantshafs-heimskautaloftið er hreint og ó-
blandað. Stundum blæs það suður eftir strönd-
um Nýja-Englands-fylkjanna með norðaustan
kalsa, regni og lágum skýjaflókum. Það er blátt
áfram veðrið á Nýfundnalandsgrunninu, sem
hefir farið í ferðalag, og þér getið nærri því
fundið lyktina af því. Sú tegund lofts, sem hver
einasti skemmtiferðamaður verður var við í
suðvesturríkjunum, er Hitabeltis-meginlands-
loft. Æskustöðvar þess eru eyðimerkur Arizona
og Mexico, það er þurrt og heitt og sogar í sig
raka með slíkri áfergju, að vott hörund verður
ískalt eins og undan benzíni. Þetta loft hefir
ekki mikið að segja fyrir Ameríku, þótt hlið-
stæða þess, Saharaloftið, sé þýðingarmikið fyr-
ir Evrópu. Það kemst ekki lengra en til Okla-
hama, Colarado og Kansas, samt sem áður ger-
ir það öðru hverju slík áhlaup að allt ætlar að
kæfa í rykmekki. Eins og oft á sér stað um
mikilvægar hugmyndir, er loftsvæðahugmyndin
einföld. Yður finnst sem þér hafið vitað þetta
áður, og á vissan hátt er það svo. Ef vér at-
hugum hina vígabarðalegu, en þó í a.ðra rönd-
ina kvörtunarkenndu staðhæfingu Texasmanna,
að engar varnir séu á milli Texas og Norður-
skautsins gegn norðangarðinum nema gadda-
vírsgirðing, þá höfum vér óbeinlínis kjarna hug-
myndarinnar um loftstrauminn, sem gerir inn-
rás og æðir yfir landið. Sama gildir, ef vér at-
hugum á hvern hátt þjóðirnar við Miðjarðar-
hafið skýra sérstökum nöfnum hina ýmsu
storma sem næða um gáttir hjá þeim (Bona =
norðanátt, Sirrocco = Libýuvindur og Mistral
= norðannæðingur).
1 fræðilegum bókmenntum hefir takmarka-
línu kalda loftsins verið lýst allt of nákvæmlega,
en allt af í þrengri merkingu. Hina sönnu
grundvallarhugmynd hefir vantað. Það þurfti
snilling til að koma auga á hana, því að loftið
er breytilegt efni, fullt af duldum kröftum eins
og tundur. Það getur tekið á sig margar myndir.
Stundum ber það með sér uppruna sinn, en
stundum kemur útlit þess allt mjög á óvart.
Tökum sem dæmi hina undursamlegu breyt-
ingu, sem verður á Mexicoflóalofti um leið og
Framh. á bls. 110.
107