Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 12
- A FRÍVAKTINNI ÖFUGMÆLAVÍSUR Sízt vildi eg satt eiga að geipa, sandur er beztur til reipa, vatnið er bezt að binda, vindur er hafður til grinda. Selhár hafa sauðir, svín eru bezt til ullar, köttur hefur klaufir fattar, kýr situr við róður og stýrir, féð étur þangið af skerjum, þorskurinn leitar að berjum. Sykur er salt, síróp er ramt, saltið er börnum heilsusamt, smjörið er merglaus matur. Laxin er léttur, en lúsin þung, bezt þóknazt bændum latur. Hrafninn skilur málið manns, músin flýgur víða, kettlingurinn kvað við dans, kappar skýin smíða. Rauðmagarnir ráku upp hljóð, svo rumdi í fjöllum víða; marhnúturinn áfram óð, við illhvelið að stríða. Hland og ösku er helt í graut, hreint er slíkt hjá drósum, innst í kirkju oft eru naut, en altarið sjálft í fjósum. Allra bezt er ull af sel, æðardúnn í þvöru, maðkur syngur mikið vel, mýsnar éta tjöru. Séð hef ég páska setta um jól, sveinbarn fætt í elli, myrkur bjart en svarta sól, synda á hörðum velli. Séð hef ég kapalinn eiga egg, álftina folaldssjúka, úr reiknum hlaðinn vænan vegg, vatnið yzt var kjúka. Séð hef ég hænu vefa vef, valinn smíða öldujó; hávelluna hefta sel, Himbrimann sitja innst í kór. Séð hef ég köttinn syngja á bók, selinn spinna hör á rokk. skötuna elta skinn í brók, skúminn prjóna smábandssokk. Séð hef ég hundinn herlega slá, háfin skrifa lítið bréf, hákarl láta skæni á skjá, skollatóuna festa upp vef. Séð hef ég flóna flóa mjólk, fallega músin heyið bar, kýrnar bræddu kertatólg, kjötið suðu rjúpurnar. Séð hef ég skötuna skrýdda kjól, skrifandi ýsuna henni hjá, hámerina stíga í stól, steinbítinn syngja gloríá. Eins og menn vita er loftslagið í Englandi vætusamt. Þokur eru tíðar og þar rignir kannske dögunum saman. En þetta hefir gefið Englendingum tækifæri til að hæð- ast að sumum landshlutum, sem mesta úrkomu hafa. Þannig segja þeir t. d. „að Plymouth hafi sex mánuði rigningu og sex mánuði vont veður“, og „að íbúarnir hafi sundfit“, og „að björgunarbelti séu á öllum spor- vögnum“. Útlendingar hæðast líka að loftslaginu. Hér koma nokkrar sögur um það. Útlendingur, sem kom til Liver- pool í annað sinn, í vondu veðri, skrifaði vini sínum og kvartaði um hið hræðilega loftslag. Hann sagði m. a.: „Fyrir sjö árum dvaldi ég hér í viku, og það rigndi allan þann tíma. Nú er ég hér aftur og ennþá rignir“. Annar ferðamaður, sem kom til Manchester á rign- ingatíma, spurði borgarbúa: „Er aldrei sumar hér?“ „Auðvitað er sumar hérna, í fyrra var það á þriðjudegi“, var svarið. Og að Iokum er hér ein enn. Einn af „crocket“-leikur- um Ástralíumanna kom heim eftir heimsókn til Eng- lands. Hánn var spurður, hvernig honum líkaði Eng- land. „Oh það er allt í Iagi með það, en það vantar regnskýli á það“, svaraði hann. „En skemmtir þú þér ekki vel um sumarið?“ Hann brosti og sagði: „Nei, því miður, þann eftirmiðdag svaf ég“. G. Þ. ÞVÍ GAMAN ER STUNDUM Að karlmenn oft haldi á kvennafar, er kunnugt í heiminum allsstaðar. Sjómenn, er brosandi sigla á knör, þeir setja í bæina líf og fjör. Því gaman er stundum að ganga’ út á kvöldin og geta þá farið á kenderí. 108 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.