Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 5
Steindór Árnason: Stórskipahöfn á Skagaströnd er nauðsynieg Hafnarnefndarmaður Skagstrendinga, Gunn- ar Grímsson, þeysir með miklum þjósti fram á ritvöllinn í 22. tbl. „Tímans“ þ. á., og er sjáan- lega stórlega móðgaður yfir greinarkorni er ég ritaði í jafnúar-hefti „Víkings“ síðastl., þar sem ég tók lítilsháttar til athugunar hafnarbótamál Skagstrendinga, á því stigi sem það er nú. Enn- fremur gagnrýndi ég meðferð hafnarnefndar- innar á fé því, er hún á síðastliðnu ári fékk að láni, með ríkisábyrgð, ásamt beinum styrk. Á- •leit að hún hefði átt að verja því á annan hátt. Það er erfitt að svara þessum þvættingi hafn- arnefndarmannsins í sömu röð sem hann er framreiddur; maðurinn veður elginn úr einu og í annað og ritar um allt þetta mál af mikilli vanþekkingu og óvitaskap. G. G. byrj ar á því að rannsaka í mér blóðið; ég læt þær rannsóknir liggja á milli hluta, álít að þær komi ekki þessu máli við. Ég leyfi mér að taka orðrétt upp næstu grein- arskil hjá G. G. og bið ykkur, lesendur, að bera það saman við grein mína. Hann segir: „Eigi verður annað ráðið af ritsmíð þessari, en hafnarnefnd Skagastrandar hafi með fram- kvæmdum á síðastliðnu sumri vísað algerlega á bug öllum fyrri ákvörðunum og áætlunum vita- málastjórnarinnar um gerð hafnarbótanna á Skagaströnd, að lenging hafnargarðsins væri að fullu lögð á hilluna, og jafnvel miklum fjár- munum varið til að fylla upp áður byggða höfn. Að sjálfsögðu er allt þetta út í bláinn sagt og hefir ekki við neitt að styðjast". Eins og þið munuð fljótt sjá, hefi ég aldrei talað um að „vísa algerlega á bug“ eða „leggja að fullu á hilluna“, eins og G. G. ber mér á brýn. Nei, ég gerði hafnarnefndinni engar get- sakir, lét aðeins staðreyndirnar tala, sagði sem satt er, að hún hefði sniðgengið áætlunina í fyrrasumar og að þessi dokku-hugmynd væri víxlspor; og hver getur neitað því? Það lýsir slæmum málstað, að þurfa að teygja lygalopann, eins og þarna er gert. Þá kemur G. G. að sandburðinum að Eynni. Um hann er þetta að segja: Strax eftir að garðurinn út í Eyjuna var byggður og sundið milli Eyjar og lands lokaðist, kom í ljós, að lausasandurinn fyrir botni víkurinnar fór að berast í buginn hjá Einbúanum, og áfram út með garðinum og Eynni, en minnkaði að sama skapi inni í króknum. Fyrir 30 árum var hægt að afgreiða 12 tonna mótorbát, með hásjávuðu, við litlu trébryggjuna sem var austan við Ein- búann. Þar er nú þurrt um flóð. Þessi breyting á sandburðinum hlýtur að orsakast af því, að hringstraumurinn í Víkinni hefir vaxið þegar sundinu var lokað. Að líkindum hefir líka alltaf eitthvað af sandinum borizt með straumnum gegn um sundið til sjávar. Margir Skagstrend- ingar, sem ég hefi talað við, álíta, og ég er einnig á þeirri skoðun, að þenna sandburð út að Eynni hefði mátt stöðva með því að hafa hæfilega víða flóðgátt á landgarðinum. Um þetta er auðvitað ekkert hægt að fullyrða, nema að fenginni reynslu. Eftir því sem aðal-garð- urinn suðaustur frá Eynni væri lengdur, myndi straumþunginn að hliðinu aukast, og trúað gæti ég því, að hann yrði allharður með útfallinu, þegar stórstreymt er og sunnanátt. Tilraun í þessa átt ætti ekki að kosta mikið. G. G. heldur því fram, að þessi nýi grandi eigi að verða sandvarnargarður, með meiru. Þarna tókst honum upp. Ég held að hann hefði þá átt að hlaða alveg fyrir víkina. Það getur enginn um það sagt, hvað árlegur sandburður inn á víkina er mikill, að líkindum er hann ekki mjög mikill jafnaðarlega. Þessi sandur, sem nú er þar, er margra alda samsafn, og þegar einu sinni væri búið að fjarlægja hann, myndi vera tiltölulega auðvelt að halda í horfinu. — „Miklar óhappahöndur eru á þér Sveinn“, sagði gamall sægarpur, húnvetnskur, við háseta sinn, er honum fataðist að kasta út færinu en öng- ullinn lenti á slæmum stað. Mikill væri sá mun- ur, ef hafnarnefndin hefði borið gæfu til að leggja til hliðar það fé sem hún hafði yfir að ráða í fyrravor, með það fyrir augum, að festa kaup á hæfilegu dýpkunarskipi með tilheyrandi sandferjum, þegar ástæður leyfðu, heldur en ráðast í þetta dæmalausasta fyrirtæki sem í hefir verið ráðist, hér á landi, af slíku tagi, og er þó langt til jafnað — úr því nefndin gat ekki hugsað til þess að halda áfram með aðal-garð- inn, sem var hið allra nauðsynlegasta, og henni bar líka siðferðileg skylda til að gera. Þegar lögin um hafnargerð á Skagaströnd voru gefin út, lá ekkert fyrir um það, að þenna granda ætti að byggja út í hina væntanlegu höfn, eða um byggingu bátakvíar, og enginn trúir því, þótt G. G. haldi því fram, að þessi frumsmíði tefji ekki fyrir hafnargerðinni sjálfri, og það all- verulega. VlKINGUR 101

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.