Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 16
Hetjan mín er íallin LJÓÐ til minningar um Jón Þ. Björnsson, skipstjóra, sem drukknaði ásamt 2 mönnum öðrum þ. 22. marz 1942. — Gert í nafni konu hans. Horfinn, horfinn, hafs í djúpið bláa, hjartkær vinur hrifinn var á braut. Aldan reið me8 afli á bátinn smáa, alla þrjá hún færði í hafsins skaut. Haf, ó haf, hve þungan dóm þú flytur, Harmi veldur þessi dómur þinn. Hjörtun kvelur sorgin sár og bitur, sakna þín nú margir, vinur minn. Syrtir, syrtir, sár er hjartans undin, Slokkna björtust vona minna Ijós. Liðin er mín Ijúfust sælustundin, líf mitt styrkir olckar ástar-rós. Fallinn, fallinn, fölna óskalöndin, fegurð lífsins er nú skuggi einn. Burtu er nú hrausta og styrka höndin, horfin blíðan sem þú áttir einn. er þetta loftskeyta-senditæki, stemmt við hita- mæli og rakamæli. Tækið er hengt á fallhlíf, sem bundin er við loftbelg. Loftbelgurinn er ef til vill kl.tíma á leiðinni upp í háloftin, en allan tímann sendir áhaldið merki um éigin mælingar með kynlegum gaggandi tón, sem líkist að nokkru leyti fuglamáli, en að nokkru rödd úr undirheimum. Loks þagnar það, en það þýðir, að belgurinn hefir sprungið. Fallhlífin svífur svo hægt til jarðar með áhaldið. Næsta morgun finnur sveitadrengur smáhlut, sem glampar úti á akrinum. Við hlutinn er fest tilkynning, sem heitir verðlaunum fyrir að senda hann í pósti til veðurstofunnar. Þennan sama morgun gengur maður einn um gólf í skrifstofu sinni í Los Angeles, reykir digran vindil og athugar vegginn, þar sem mæl- ingar efri loftslaganna eru hengdar upp. Sam- tímis segir hann fyrir um veðurspá á megin- landsflugleiðinni austur til Saltvatnsborgar, án þess að líta út um gluggann. Veðurspáin er svo nákvæm, að yður dettur í hug, að hann sé í og með að leika listir sínar. Jón Þ. Björnsson. Græt ég, græt ég, Guði gef ég tárin, glóa þau sem perlur himni frá. Ég ber í hjarta sorgarþungu sárin, sál mín stynur þessum dögum á. Vinur, vinur, vonir ungar deyja, vaki ég um nótt sem bjartan dag. Brostinn strengur verður sig að beygja, ég blunda þreytt við óm þinn sorgarlag. Friðlaus, friðlaus, fallin er mín hetja, farinn sá er unnað hef ég mest. Eigi þýðir afl við dauða að etja, allt fer eins og Guði sýnist bezt. Guð, ó, Guð, ég græt svo oft í hljóði, góða, hrausta, unga vininn minn. Enginn getur lýst í litlu Ijóði, lífi þess er missir ástvin sinn. Líf, ó, líf, hve leiðir þínar liggja, leynt og djúpt í hulu jarðarglaums. Borgir, sem oft búið er að byggja, brotna og verða fórn hins þunga straums. Minning, minning, mér er lcært að dreyma, mild og björt mér verður minning þín. Aldrei mun ég gæfustundum gleyma, gegn um tárin fögur fortíð skín. Huggun, huggun, herrann Jesúm gefur, hjálpin stærsta honum verður frá. Með sínum dauð’ ’ann frelsað mannkyn hefur og mönnum gefið lífið himnum á. Þorvaldur Þorsteinsson, Ólafsfirði. 112 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.