Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 6
G. G. er að tala um, að það sé „ekkert keppi- kefli að byggja hafnir fram til sjávar í kappi við sandburð og uppfyllingu". Hver hefir verið að tala um það? Enginn svo ég viti. En þetta kalla ég að löðrunga sjálfan sig. Er það ekki hann sjálfur sem er á góðum vegi með að eyði- leggja dýpkunarskilyrði hafnarinnar. Hann lét í allt sumar keyra grjóti og möl ofan í hafnar- stæðið, og ekkert væri réttara heldur en láta nefndina taka allan þenna ofaníburð burt, á sinn eigin kostnað. Ég tók það skýrt fram í fyrri grein minni, að betra myndi vera, að garð- urinn stefndi meira til austurs, en ekki til sjáv- ar. Mjög langur garður í þá stefnu sem hann hefir nú, er varasamur, bæði vegna ágangs sjáv- ar og hafíss. Það eru ægilegar hamfarir, þegar straumskrúfa kemur í hafís, og hrannirnar verða kannske 20—30 metra háar, eins og mað- ur sá ísaveturinn 1918. Ennfremur tók ég fram, svo ekki varð misskilið, að það þyrfti að dýpka höfnina. Framhald hafnargerðarinnar, og öll framtíð staðarins, byggist á því, að hægt verði með sandgröfu að gera nægilega djúpa höfn, sem er í skjóli af Eynni og höfðanum, það of- arlega á víkinni. Höfðinn og Eyjan eru „norð- urstranda stuðlaberg" og standa fast á gömlum merg. G. G. heldur því fram, að það skapist lægi fyrir stór skip við bryggju, þegar garðurinn verði lengdur. Ég álít að allar bryggjur verði að koma frá Eynni og fastalandinu. Það verður enginn friður við þær bryggjur sem byggðar verða út frá garðinum, nema þegar bezt og blíðast er. G. G. minnist á fundarsamþykktina, og hamp- ar henni sér og nefndinni til málsbóta. Mér var kunnugt um þenna fund, og ég get frætt G. G. á því, að þar ríkti ekki neinn einhugur, og nú er svo komið, að sá maðurinn í nefndinni, sem eitthvert skyn ber á þessi mál, vill helzt ekkert nálægt fyrirtækinu koma. G. G. kvartar um vöntun á útlendu efni. Þá var ekki annað ráð betra, en bíða þar til úr bættist, og það hefði orðið happadrýgra í þessu tilfelli. Vöntun á efni réttlætir ekki það flan, að eyða hundruðum þúsunda í það að keyra grjóti og möl niður í höfn, sem stendur til að dýpka. Það er broslegt að heyra nefndarmanninn tala um að „útgerð sú, sem þegar var komin á fót, myndi leggjast niður á tveim til þrem ár- um, sökum öryggisleysis bátanna“, eins og hann orðar það. Því er nú fyrst til að svara, að það hefir eng- in útgerð risið upp á Skagaströnd í tíð G. G. þar. Það hafa verið stundaðir róðrar frá Skaga- strönd í nokkur hundruð ár. 2. janúar 1887 102 fóru 7 bátar í róður þaðan, 5 þeirra komu ekki aftur að landi. Um það oi'ti Indriði Jónsson bóndi á Ytri-Ey: Mastra jóar fórust fimm, fleins með Þóra valda. Tuttugu og' fjóra gleypti grimm, gjálpin stór og hríðin dimm. Þetta var mikið áfall jafn fámennri sveit. — Minnkaði því útgerð um skeið, en síðan laust eftir aldamót hefir útgerð verið svipuð frá ári til árs, einna mest 1927—1930, en minni fyrstu árin þar á eftir, vegna fiskileysis og verðfalls. Lítil lagfæring á bryggjunni, og smávegis dýpkun við planið, ásamt einum krana, hefði getað dugað sem bátadokk handa Skagstrendingum í nokkur ár, eða á meðan ver- ið var að fullgera skjólgarðinn. Þeir hefðu látið sér það nægja; eru ekki svo góðu vanir, hafa búið við slæm lendingarskilyrði áratugum sam- an. Það er ekki. þarna sem skórinn kreppir,- hafnarnefndarmaður góður. Ekkert hefir verið Skagstrendingum jafn erfitt og fiskileysið, stundum mörg ár í röð; dokkan bætir ekki úr því, eða staðbundnu fleyturnar, sem G. G. ætlar að láta bera uppi miljóna-fyrirtækið. Einnig má benda á það, að öll aðstaða fyrir smærri báta hefir verið bætt að mun, með þeirri byrjun á hafnargerð sem hafin var 1934, enda mætti furðu gegna ef svo væri ekki, þar sem búið var að verja til þessa allt að hálfri milljón króna. Ég held, að G. G. ætti að hætta alveg við dokkuna, en snúa sér fremur að því að stækka frystihúsið. Það gefur víst gull í mund að hrað- frysta fiskinn sjómannanna, og þá væri ekki óhugsandi að hægt væri að frysta kjötið þeirra bændanna fyrir hreint ekki neitt og kæla gær- urnar gegn vægu gjaldi, eftir stækkunina. Þá kem ég nú að því atriðinu, sem sannar, svo að ekki verður um deilt, að hafnarnefndin er algerlega á rangri leið. Þarna er verið að eyða hundruðum þúsunda til þess að byggja mannvirki handa þeirri tegund skipa, sem eiga í rauninni mjög takmarkaðan tilverurétt og ættu hvergi að fyrirfinnast nema þar sem óum- flýjanlegt er, að nausta að kvöldi, eða þá sem dundur-fleytur innfjarða handa gömlum sjó- mönnum, sem seztir eru að mestu í helgan stein. Við verðum að framleiða mikið til sjávar og sveita. Það kostar mikið rekstur þjóðarbúsins. Dreifbýlið, fólksfæðin og vegalengdirnar á voru landi, hafa mikil útgjöld í för með sér, og ef við ekki ætlum að hverfa aftur til nítjándu ald- ar lifnaðarhátta, verðum við að geta erjað hafið hvar sem afla er að fá við þenna hólma okkar. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.