Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 13
Svo frjálsir og glaðir og fjarri sorg, þeir finna að lokum sitt meyjartorg. Burt þaðan leiðast þau arm í arm, þar ástin hún brennur í taug og hvarm. Því gaman er stundum að ganga’ út á kvöldin og geta þá farið á kenderí. En brátt verður mærin við drenginn dús. Þau draga sig fljótt inn í sæluhús og eiga þar nóttina saman sjálf, syngja og dansa víst meira en hálf. Því gaman er stundum að ganga’ út á kvöldin og geta þá farið á kenderí. Og Guð veit hve sæl er sú gleðistund, að gæla og kyssa og faðma sprund, og lifa þar saman við líkams yl, og leggjast í hviluna af og til. Því gaman er stundum að ganga’ út á kvöldin og geta þá farið á kenderí. B. A. E. Eftirfarandi botnar hafa blaðinu borizt, við þær tvær hendingar, er birtust á Frívaktinni í 2. tbl. og voru þannig: Hvað er skálda hugsjón hrein? Hvað er slíkur andi? En botninn frá höfundarins hendi var þannig: Það er ljós af lífsins grein, lífinu tilsvarandi. Og höfundurinn er Magnús Hjaltason frá Súganda- firði. BOTNAR: 1. Lýsa stjórn er stýrir heim og' stefna að friðarlandi. 2. Græða sumra sorgarmein, svo að stillist vandi. 3. Auðga þjóð að sálarseim, svo að heimska ei grandi. Guðjón S. Magnússon, Gerðum. Orðsnilld er það alveg bein og ekki nokkur vandi. Þórmundur. Hamona skýtur upp kryppunni. UPPSÖGN STÝRIMANNASKÓLANS. Hinn 30. apríl þ. á. var Stýrimannaskólanum í Reykja- vík sagt upp, að afloknu farmannaprófi og hinu meira fiskimannaprófi. Aðalprófdómendur voru þeir Hafsteinn Bergþórsson útgerðarmaður og Sigurður Pétursson skip- stjóri. — Þeir sem stóðust prófin voru þessir: FARMANNAPRÓF: Guðmundur Sivertsen .. meðaleink. 5.71 2. einkunn Hlöðver Ásbjörnsson ............ 6.39 1. ---- V. Stefán Guðmundsson .......... 6.71 1. ---- HIÐ MEIRA FISKIMANNAPRÓF: Eggert Sigurmundsson .....-.....6.87 1. ---- Einar Karl Magnússon ........... 5.38 2. ---- Friðþjófur Valdimarsson ........ 5.73 2. ---- Garðar Ágústsson ............... 5.08 2. ---- Gísli G. Ólafsson .............. 6.71 1. ---- Guðmundur Á. Guðmundsson ....... 5.84 2. ---- Halldór I. Halldórsson ......... 6.52 1. ---- Ingi Þór Jóhannsson ............ 4.76 3. ---- Jens Ivonráðsson ............... 5.68 2. ---- Jóhannes Brynjólfsson .......... 6.02 1. ---- Jón M. Jónsson ................. 7.22 ág. ---- Jón J. Ólafsson ................ 5.10 2. ---- Markús Guðmundsson ............. 7.41 ág. ---- Ólafur Erlendsson .............. 5.44 2. ---- Ólafur Kristjánsson ............ 5.13 2. ---- Pálmi Sigurðsson ............... 5.71 2. ---- Sigurður Þórðarson ............. 7.22 ág. ---- Sigurður Þorgrímsson ........... 6.54 1. ---- Svavar Tryggvason .............. 6.56 1. ---- Tómas Jóhannesson .............. 5.52 2. ---- Þorfinnur Isaksson ............. 6.76 1. ---- Þorsteinn Bárðarson ............ 6.43 1. ---- Skólauppsögn þessi var hin merkilegasta, þar eð þetta var í 50. sinn, sem burtfararpróf er haldið við Stýri- mannaskólann, og mun hennar verða ýtarlega getið í næsta blaði „Víkings". Innilegt hjartans þakklæti færum við öllum þeim mörgu, sem sýnt hafa okkur vináttu og samúð við frá- fall uppeldissonar okkar, Guðmundar J. Óskarssonar loft- skeytamanns, sem fórst með b.v. Jóni Ólafssyni. Anna Jónsdóttir. Daníel Eggertsson. Hvallátrum. VÍKINGUR 10»

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.