Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 15
aruppkomu. Þokan varir um tvo til þrjá tíma.
Á leiðinni suður með ströndum Kyrrahafsins
veldur Kyrrahafs-heimskautaloftið þokuskýjum
hátt í lofti. Canada-loft, nýkomið til Colarado
og Nebraska, verður oft að moldroki. Samskon-
ar loft getur valdið mismunandi veðri yfir mis-
munandi landslagi, þótt aðeins fáar mílur séu á
milli.
T. d. veldur hitabeltis Atlantshafsloft heitu
sumarveðri með dálitlu mistri yfir Nýja-Eng-
landi. Oft fylgir því þrumuveður síðdegis.
Nokkrum mílum út frá ströndinni veldur þetta
sama loft lágum þokubökkum. Þetta er vegna
þess að forngrýtið og skógarnir verða dálítið
hlýrri en heita loftið sjálft, að minnsta kosti á
daginn, en hafið er miklu kaldara en loftið og
kælir það.
Sama landslag getur haft gerólík áhrif á tvo
ólíka loftstrauma. T. d. er hin kalda jörð sveit-
anna í Miðvesturíkjunum, sem frostið er ný-
þiðnað úr, köld viðkomu Mexicoflóalofti, sem
hefir flætt upp eftir Missisippidalnum.
Neðstu lög þessa raka og heita lofts kælast og
allt loftið kemst í jafnvægi. Skýin verða lárétt
þykkni, reykurinn dreyfir hægt og rólega úr
sér og líkist slæðu. En þetta landslag er Canada-
lofti heitt viðkomu. Loftið næst yfirborði jarð-
ar hitnar og verður léttara en loftslögin yfir
því. Jafnvægið raskast og loftstraumurinn verð-
ur óstöðugur.
Þetta gerir það að verkum að loftið kemst á
hreyfingu líkt og vatn sem er hitað í gríðar-
stóru keri. Hið upphitaða loft streymir upp á
við til heitari loftslaga. Uppstreymið myndar
loftbólur hundruðum metra að þvermáli. Þetta
eru belgir af heitu lofti, þótt belginn sjálfan
vanti. Flugmaðurinn verður var við hnykk, þeg-
ar hann lendir í slíkurn loftbólum. Þegar flug-
vélin mætir þeim, kastast hún upp á við, en hún
dettur niður á við um leið og hún losnar við þær.
Þetta er það sem gerir svifflug mögulegt, jafn-
vel yfir sléttu landi. Það, sem útheimtist, er að
finna hið uppstreymandi loft og láta það svo
bera sig upp á við. Hið tæra loft og frábæra
skyggni í slíku veðurlagi stafar í raun og veru
af uppstreymi loftsins. Loftbólurnar taka með
sér upp á við rykið, móðuna, og reykinn. Þá er
loftið alltaf óstöðugast á sólheitum heiðum sum-
ar dögum. Ef hið uppstreymandi loft kemst
nógu hátt, myndast hinir alkunnu og sérkenni-
legu góðviðrisbólstrar. Þessi skýtegund er ekk-
ert annað en uppstígandi vindblær, sem hefir
orðið sýnilegur. Við það að komast hærra, hefir
loftið kólnað og raki þess orðið sýnilegur. Svif-
flugmenn, sem ætla hátt, leitast við að komast
upp undir góðviðrisbólstrana, því að þar er upp-
VÍKINGUR
Radio-loftmælir, sendur upp frá veðurathugunarslöð.
streymið víst. Stundum þegar loftið er mjög ó-
jafnt, streymir loftið upp á við með ofsa hraða.
Það köllum við þrumuveður, en þruman og eld-
ingin eru aðeins aukageta. Fyrirbrigðið er æð-
andi brotsjór af lofti á uppleið. Hinir djörf-
ustu flugmenn hafa stundum flogið inn í þrumu-
bólstra og sogast nærri upp í háloftin með þeim.
Veðurfræðingurinn þarf ekki að gizka á, eins
og flugmaðurinn. Hann getur reiknað út og
byggt á þekktum lögmálum, svo sem lögmáli
Charles, Boyles, Boys Ballots o. s. frv. Hann
hefir lært orkulögmál hitans og ræður yfir nýju
verkfæri, sem er hið mikilvægasta fyrir veður-
fræðina síðan Torelli fann upp lofvogina. Þetta
verkfæri er sjálfvirkur útvarpsmælir (Radio-
sonda), og með honum getur hann athugað há-
loftin, mælt raka, hitastig, jafnvægi, hverskon-
ar ský muni myndast og í hvaða hæð.
Radió-loftmælar eru sendir upp í loftið um
miðja nótt frá mörgum flugstöðvum víðs vegar
á meginlandinu. Þeir eru á stærð við súkkulaði-
öskju, en eru klæddir tinþynnu. í raun og veru
lll