Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 24
Herra ritstjóri!
Það er nokkuð um liðið, að ég lofaði að senda
þér linu. Nú ætla ég að láta verða af því, þó seint
sé. Þetta verður bara rabb um daginn og veginn
eins og þeir kalla það í útvarpinu.
Það fór eins og margan grunaði, að Alþingi
myndi verða óstarfhæft, þegar það kom saman eft-
ir tvennar kosningar frá í fyrra. Flokkapólitíkin
í landinu er orðin svo hatrömm og áróðurinn svo
skefjalaus, að kjósendurnir vita ekki sitt rjúkandi
ráð. Stefnuskrá flokkanna er þrýst með illu eða
góðu að háttvirtum kjósendum og þeim talin trú
um að það sé eina sáluhjálpar atriði þessa heims
og annars að kjósa þennan eða hinn flokkinn, ef út
af er brugðið á kjördag eða sá rétti flokkur sé kos-
inn þá sé ógæfan vís. Sá maður, sem ekki er blind-
ur flokksmaður, eða fylgir engum flokki, kemst að
þeirri niðurstöðu eftir lestur flokksblaðanna og
pólitískar umræður í útvarpinu í kosningarhríðinni,
að fjöldi þeirra manna sem skrifa og tala um þær
mundir séu stór athyglisverðir menn ef ekki var-
menni eftir lýsingu þessarra manna hver á öðrum.
Þessi mannavíg í ræðum og riti þegar kosningar
standa fyrir dyrum er þjóðarsmán, sem þjóðarfull-
trúarnir verandi og væntanlegir ættu sóma síns og
þjóðarinnar vegna að leggja niður. Allt þetta er
látið þrífast í skjóli málfrelsis, ritfrelsis, mannrétt-
inda og mannúðar og svo er hausinn bitinn af
skömminni, að fullyrða að þetta sé í anda lýðræð-
isins og hið eina sanna lýðræði. — Fyrr má nú
rota en dauð rota.
Lýðræðisstjórnar fyrirkomulagið krefst viturra,
óeigingjarnra og góðgjarnra leiðtoga, sem seta
þjóðarhagsmuni ofar sérhagsmunum sínum eða
flokkanna. Sökum skorts á þegnskap leiðtoganna
hefir lýðræðinu á íslandi stórlega hrakað á síðari
árum, þess vegna er komið sem koma varð, að
Alþingi Islendinga er óstarfhæft og ekki hægt að
mynda þingræðisstjórn í landinu. Ríkisstjóri varð
að skipa utanflokka stjórn til að bjarga við al-
gjöru stjórnleysi í landinu, allt vegna sérhags-
munastreytu flokkanna eða manndómsleysis þjóð-
arfulltrúanna eða þá hvorutveggja.
En allt þetta mega stjórnmálamennirnir þakka
sér, því þeir hafa lagt línurnar, starfað eftir þeim
og sigrað? Þeir voru kosnir af „háttvirtum kjós-
endum“ til að leiða og stjórn þjóðinni, á einum
þeim örlagaríkustu og viðburðamestu tímum, sem
yfir hana hefir komið, en þeir hlupu frá skyldum
sínum, þegar mest reið á. Hver trúir þeim framar
til drengskaps og dáðar? — Eg hygg að það verði
ekki margir. Menn gera sér miklar vonir um utan-
flokka stjórnina. Ef Alþingi sníður henni ekki of
þröngan stakk, eða setur henni stólinn fyrir dyrn-
ar í þeim málum sem hún telur nauðsynlegt til
úrbóta til stöðvunar dýrtíðarinnar í landinu, tryggja
rekstur atvinnuvega landsmanna og stöðvun óþarfa-
innflutnings. Allt eru þetta þjóðþrifa ráðstafanir og
það eina nauðsynlega eins og á stendur. En það
skal meira til ef gagnlegur árangur á að nást, því
flóðaldan hefir risið svo hátt í allslags kröfum.
Útvarpsumræðurnar frá Alþingi 3. febr. sýndu
landsmönnum framan í ásjónu stjórnmálalífsins.
Þær myndir voru ekki frábrugðnar því, sem al-
menningur er vanur frá kosninga undirbúningnum.
Hver flokkur reyndi fyrir sig, að réttlæta sig fyrir
sínum kjósendum, þakka sér það sem betur fór og
kenna hinum um það, sem miður tókst. Þetta fyrir-
bæri frá hinu háa Alþingi, lýkist einna mest hortug-
um götustrákum, sem skifta sér í fylkingar og
senda svo hvorir öðrum óþvegin orð, með því milli
bili að hvorugir nái til annara. Þetta útvarpskvöld
virtust allir vera í vígahug, að gera nógu hreint
fyrir sínum flokksdyrum, að enginn óþefur frá
góðum málum hinna flokkanna kæmist þar inn
fyrir veggi. Sameiginlegt átak allra flokka til við-
reisnar landi og lýð var ekki að heilsa, flokkshags-
munirnir réðu þar öllu. Þetta skeður á þrengingar
timum þjóðarinnar. Eini maðurinn, sem þarna tal-
aði virtist þekkja og viðurkenna köllun sína, það
var fjármálaráðherrann Björn Ólafsson, enda tal-
aði hann ekki fyrir munn neins stjórnmálaflokks,
hann talaði í nafni þjóðarinnar allrar. Hann hvatti
til sparnaðar og hagsýni á þjóðarbúinu, að safna
nú í sjóði til erfiðari ára, að spara við sig allt fram
yfir brýnustu nauðsynjar, að landsmenn færu vel
með peninga sína, því að þeir mundu vaxa í gildi
ef þjóðin vildi gera átak til viðreisnar þeim og öðr-
um hagsmunum hennar andlegum og efnalegum.
Framh.
120
VlKlNGUR