Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 19
keppni um hugmynda uppdrætti, en húsameistara
ríkisins yrði falið, að gjöra updrættina af húsinu,
lagði nefndin það til vegna þess, að hún áleit í
fyrsta lagi, að það yrði til þess, að flýta hinu lang-
þráða máli, og svo einnig vegna þess, að hún vildi
tryggja sér hans ágætu krafta, taldi nefndin að
þar með væri málinu best borgið, frá fleiru en einu
sjónarmiði, í þessari tillögu nefndarinnar fólst hins-
vegar ekkert vantraust á öðrum húsameisturum.
Þeir gátu verið jafn góðir og jafnvel ágætir fyrir
því. I landi þar sem hvert mál er gjört pólitískt
er vandi að lifa. Ráðherrann sá sér eigi fært að
láta að óskum nefndarinnar í þessu, og þá var eigi
annað að gjöra en beygja sig til þess að málinu yrði
eigi siglt í strand. Síðan fór samkeppni fram og
var þá bætt í nefndina 2 húsameisturum, þeim Ein-
ari Sveinssyni og Einari Erlendssyni, skyldu þeir
vera fulltrúar húsameistarafélagsins, auk þess var
Friðrik Halldórsson loftskeytam. tekin í nefndina,
sem fulltrúi fyrir loftskeytamenn og sem 7. maður
hinnar eiginlegu nefndar, þar eð húsameistari rík-
isins vék nú úr nefndinni.
Eftir að samkeppnin hafði farið fram, ákvað ráð-
herrann, að þeir húsameistarar er hæðst verðlaun
hlutu, skyldu gjöra fullnaðaruppdrætti, en eins og
áður hefir verið frá skýrt hlaut enginn uppdráttur
fyrstu verðlaun. Það sem hér hefir verið sagt er
aðeins til að skýra frá nokkrum staðreyndum. Eftir
að þetta gerðist hafa margsinnis orðið stjórnar-
skipti og er nú við nýja menn að eiga um allt er
að þessum málum lítur. Nú veltur mjög á því að
Alþingi og ríkisstjórn sýni þessu áhugamáli sjó-
manna,, sína beztu hlið og verður að treysta því.
Fjárveitinganefnd þingsins hefir nú þegar sýnt því
mikla vinsemd, sem skylt er að þakka, með því að
mæla með fjárveitingu til byggingarinnar, sem
gjört er ráð fyrir að nægji til þess að hún komizt
undir þak fyrir haustið eiga þeir heiður og þökk
fyrir, en betur má ef duga skal, þessi skóli er svo
langþráður, og hans er svo mikil þörf, að hann
verður að komast í full not hið fyrsta. Þau áhöld
sem þarf til þess að fullkomin kennsla geti farið
fram í sjómannafræði, vélfræði, eða loftskeytafræði,
svo nokkuð sé nefnt, er ófært að geyma undir ber-
um himni. Það er því ekki hægt að byggja slíkar
byggingar í áföngum, slíkt er fyrirkomulagsspurs-
mál. En hins vegar er hægt að byggja kirkjur í
áföngum, til þess að dýrka Guð, þarf ekki endilega
stórhýsi, það er jafnvel hægt að gjöra það undir
berum himni.
A. S.
Sveinn Þorsteinsson:
Frá Siglufirði
Siglufjörð þekkja víst flestir landsmenn, ef
ekki af eigin sjón og reynd þá af afspurn. Til
skamms tíma gengu þær sögur um Siglufjörð,
að af þeim var ekki hægt að hugsa annað en
að á Siglufirði byggi eitthvert annars flokks
fólk, sem hvað siðgæði snerti ætti ekki samleið
með öðrum þegnum þjóðfélagsins. Þessi ýmu-
gustur á Siglufirði og Siglfirðingum er nú að
mestu horfinn. Fólk er yfirleitt farið að átta
sig á því, að Siglfirðingar eru alveg eins og
aðrir íslendingar, kannske lítið eitt frjálslynd-
ari en almennt gerist.
Eins og allir vita er Siglufjörður miðstöð síld-
veiðanna á Islandi. Þaðan stundar síldveiðar
meirihluti skipastóls landsmanna á hverju
sumri. Bærinn skiftir þá algerlega um útlit.
Bæjarlífið mótast þá meira eftir þeim nýju inn-
flytjendum sem hann byggja á þessum tímum,
og sem þá eru vanalega í meirihluta í bænum.
Atvinnurekendur spretta þá upp allstaðar að
af landinu til þess að auðgast á þessum mikla
atvinnurekstri. Verkamenn og aðrar stéttir
þjóðfélagsins þyrpast þangað í atvinnuleit og
það oft svo að heita má að Siglfirðingar margir
hverjir verði frekar áhorfendur en þátttakend-
ur í þessu kapphlaupi um atvinnuna.
Undanfarið stríðstímabil hefir þó orðið breyt-
ing á þessu. Bæði er minni síldarútgerð. Síldar-
söltun svo að segja engin. Saltsíldarmarkaður
að mestu lokaður og alt athafnalíf þarafleið-
andi stórum minna. Stríðsgróði þekkist yfirleitt
ekki á Siglufirði, en afleiðingar hans ásamt
hinu stjórnarfarslega öngþveiti hefir hinsvegar
mætt á Siglfirðingum eins og öðrum þegnum
þjóðfélagsins. Þótt atvinnureksturinn í bænum
sé að meirihluta í höndum aðkomumanna, sem
héðan stunda útgerð, síldarsöltun og verzlun, þá
skeður það einkennilega, að þessir atvinnurek-
endur sleppa við það að greiða nokkuð til bæj-
arfélagsins í útsvar, heldur eru þeir lögvei’nd-
aðir frá því. Þarfir bæj arfélagsins verða að
berast uppi af þeim einu sem heimilisfastir eru
í bænum, og sem að langmestu leyti eru tekju-
rýrir verkamenn. Aðal-atvinnurekendurnir
hverfa bara héðan, að dæmi farfuglanna, með
allt sitt óskert. Þetta er nú sjónarmið okkar háa
Alþingis á réttlætinu í garð Siglfirðinga.
VÍKINGUR
115