Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Blaðsíða 21
Guöm. H. Oddsson: Mæturvakfir skipa Notkun talstöðva í skipum er nú takmörkuð, og það svo mjög að vart mun hlustað á þær utan skipin þurfi þess sjálf með. Félagi voru hafa borizt fjölda áskorana um að nauðsyn bæri til að reglu- iegur vörður væri haldinn við talstöðvar í skipum þeim er hafa hlustunar og taltæki uppi og eiga því hægt með að koma því við, þeim og öllum skipastóli landins til aukins öryggis. Um miðjan janúar s. 1. hófst stjórn félags vors handa um að semja lista um skip, er skyldu halda vörð tvær klukkustundir á sólarhring hverjum, svo sem meðfylgjandi listi sýnir. samvinnu Póst -og símamálastjóra um þessi mál og í bréfi sínu 21. jan. segir hann m. a.: „Vill Póst- og símamálastjórinn láta í ljósi á- nægju sína yfir tillögum yðar og telur þær heppi- legt spor í áttina til aukins öryggis og nánari sam- vinnu milli skipa á sjó og strandstöðvanna". Einnig mun hann gefa fyrirmæli um að strandar- stöðvarnar geri sér far um að fylgjast með hlust- unartíma skipanna í samræmi við stundatöfluna. Eins og að líkum lætur má ætla að þetta greiði fyrir skeytasendingum og annari afgreiðslu. Ennfremur segir hann: „Póst- og símamálastjóri vill jafnframt mælast til þess, að Skipstjóra og stýrimannafélag Reykja- víkur brýndi alvarlega fyrir meðlimum sínum nauð- synina á því að öll skilríki varðandi rekstur tal- stöðva í skipum, svo sem leyfisbréf fyrir rekstri stöðvarinnar, talstöðvarskírteini og gildandi reglur um notkun talstöðva, sé ávallt um borð í skipun- um á vísum stað“. Kl. Suðurland: 12—1 Alden—Capitana 1— 2 Ármann—Dóra 2— 3. Bjarki—Eldborg 3— 4 Bjarnarey—Skeljungur 4— 5 Freyja—Akurey 5— 6 Elsa S. H. — Fiskaklettur 6— 7 Jökull — Jón Þorláksson 7— 8 Ól. Bjarnas.—Keflvíkingur 8— 9 Itifsnes—Iíeilir 9— 10 Sigríður—Síldin 10— 11 Sverrir—Þorsteinn 11— 12 Búðarklettur—íslendingur Vesturland: Norðurland: Grótta Dagný Richard Gunnvör Iluginn I Andey Huginn 11 Grótta Iluginn III Hringur Ásbjörn Særún Auðbjörn Narfi Gunnbjörn Erna Sæbjörn Rafn Vébjörn Rúna Valbjörn Kristján Fjölnir Súlan Suðausturland: Sæfell Olaf Helgi Þormóður Sæfinnur Már Birkir Guðný Garðar Guðný Sjöstjarnan Hamóna Skaftfellingur Kolbrún Leó Sigurfari Magnús Helga Stella Helga Málmey Sigurgeir Sleipnir Elsa Skipin hlusti þannig tvisvar á sólarhring- utan hafna. Það má segja að hver sú tilraun sem miðar til öryggis fyrir sjófarendur sé virðingarverð. En þessi tilraun getur því aðeins komið að raunhæfum not- um að skipstjórar hér tilgreindra skipa geri sér far um að gæta hver síns tíma. Fyrirhöfnin er ekki önnur en sú að skrúfa frá rnóttakaranum og stilla á hlustbylgjuna. Þegar menn eru búnir að setja sér þetta, kemur það nteð tímanum upp í vana og menn reikna það sem hvert annað skyldustarf. Það skýtur ef til vill upp í hug sumra manna er fram líða stundir, er með trúmennsku hafa rækt þessa tíma, en einskis orðið varir, að þetta sé einskis virði og komi ekki að neinum notum. En eins og við vitum, hafa aldrei verið sem nú, jafnmiklar hættur bæði úr lofti og legi, þó ekki sé tekið með hamfarir náttúruaflanna sem við svo vel þekkjum hér á íslandi. Og fyrir því megum vér ekki daufheyrast eða láta neitt ógert er aftrað getur óvæntum slysum. Þess skal getið að félag vort leitaði umsagnar og VÍKINGUR Einhver undanbrögð munu hafa verið með þettað, og er leitt til þess að vita, því að það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir skipstjóra og eigendur skipanna, þar sem hernaðaryfirvöldin hér gefa strangar fyrirskipanir um að þessu sé hlýtt. Eftir því sem ég þekki til, hafa menn tekið nætur- vörzlunni vel, en það má vera að hana megi bæta frá því sem er á einn eða annan hátt, t. d. með því að skip sem lýkur hlustunartíma sínum kalli upp eitt- hvert af þeim skipum sem næsta tíma á, og taki þar á móti nokkurs konar kvittun fyrir sínum aflokna tíma. Félag vort vill því eindregið mælast til að skip- stjórar hér til greindra skipa láti álit sitt í ljós með þetta og sendi oss það skriflega við fyrsta tækifæri. Einnig væri æskilegt að þér sendið okkur greinargóðar tillögur til farnaðar fyrir félag vort og skipstjórastéttina. F. h. Skipstjóra og stýrimannafélags Reykjavíkur G. H. O. 117

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.