Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Qupperneq 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Qupperneq 5
Þessi verknaður vekur almennan hlátur, ég get ekki gert að mér annað en hlægja líka. Þetta var bezta skemmtunin , sem við höfðum haft í ferðinni, og jók ánægju okkar, ásamt þeim tveim góðviðrisdögum sem við höfum fengið“. Tólfti dagur ferðarinnar byrjaði með S.A. kalda. Vindurinn var þvert á stjórnborða, skyggni gott, en hrönnuð ský, slampandi sjór og S.V. undiralda. Báturinn hjó, og ágjöfin gegnvætti okkur aftur. Munntóbakið okkar leyst- ist smátt og smátt í sundur, tóbaksblöðin flutu í austrinum og skoluðust innan um kjölfestuna. Þau fóru í dæluna, ásamt hreindýrahári, og þræltepptu hana. Sumir af áhöfninni hirtu sjó- blaut blöðin, lögðu þau á primusristina og þurrkuðu þau, þar til þau skrælnuðu. Þegar við höfðum matazt, voru blöðin, sem náðst höfðu, mulin sundur og vafin í vindlinga, en salernis- pappír notaður utanum. Það voru Macarty og Vincent, sem fyrstir reyndu þennan undarlega vindling, og þegar þeim hafði tekizt að kveikja í honum, réttu þeir hann eins og dýrgrip til Sir Ernest, en Sir Ernest vildi engan móðga og reykti um stund, en þegar gefandinn snéri sér við, rétti hann vindlinginn laumulega til Creans, sem tottaði hann hraustlega um stund. Vindlingurinn var alltof sterkur, jafnvel fyrir Crean, en hann var nú látinn ganga mann frá manni og lenti að lokum hjá vindlagerðarmann- inum, sem lauk honum með dýpstu nautn. Af hinum endalausa kulda og vosbúð þjáð- umst við mjög af líkamlegum óþægindum. Af stöðugum núningi við gegnblaut fötin bólgnuðu og sárnuðu lærin. Eitt vorum við þó lausir við, það var lúsin; fyrir hana var of kalt og blautt. V í K I N □ U R I 251

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.