Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Qupperneq 8
I stormi og brimi.
á Cape Demidow. Ég sagði Sir Ernest hvernig
landið lá. Vilson Harbour að norðanverðu og
King Haakon Sound beint framundan. Það lá
opið fyrir vestri og hefði verið ofdirfska að
reyna landtöku þar í myrkri og stórsjó, þar
sem svæðið hafði heldur aldrei verið kortlagt
með nákvæmni. Sir Ernest áleit alltof hættu-
legt að halda áfram.
Það hefði verið góð landtaka í Vilson Har-
bour, en þangað var að sækja á móti sjó og
vindi, og það gátum við ekki.
Sólin hvarf niður í dólgsleg stormskýin. Dag-
urinn var liðinn og myrkrið skall á. Vindurinn
gekk í VNV, það var skollinn á stormur með
regni, slyddu og hagléljum á víxl. Broddur von-
brigðanna ógnaði okkur. Við ventum og létum
slaga út ums þar til um miðnætti, þá lögðum
við til. Við vorum 18 sjómílur undan. Vestan
aldan fór vaxandi, Jame Caird lá undir áföll-
um og tók sjóa á bæði borð samtímis, bár-
an var orðin kröpp og kom úr öllum áttum.
Útlitið var allt annað en upplífgandi. Alla nótt-
ina, meðan við lágum til, höfðum við rifað stór-
seglið. Við stóðum í stampaustri og dældum með
mjög stuttu millibili, og þó að ágjöf væri mikil
fannst mér austurinn ótrúlega mikill, ég óttaðist
að fleytan væri orðin hriplek.
Níundi maí rann upp. Um dögunina velt-
umst við í illúðlegu missævi og fjallhárri vestan
undiröldu, sem ásamt vindinum hrakti okkur
að landinu. Við vorum ekki ánægðir með út-
litið, því við vissum að straumurinn hjálpaði
vindi og sjó til þess að hrekja okkur nær glöt-
uninni.
Allan daginn hrökktumst við undan stormi og
illviðri. Helminginn af tímanum sáum við ekk-
ert fyrir sorta'og roki. Sjólöðrið freyddi stöð-
ugt og ólgaði.
Um hádegi var komið fárviðri á suðvestan,
okkur hrakti með meiri hraða en áður að strönd-
inni hrikalegu. Bara að við kæmumst í hlé,
hugsuðum við. Örlög okkar eru undir því kom-
in. Enginn sagði neitt. f hvert skifti sem bát-
urinn kom upp á ölduhryggina, rýndum við út
á sjóinn hléborðsmegin, eftir því hvort við sæj-
um brot á einhverju af hinum óþekktu rifum
eða þá þessa ægilegu strönd. Rúmsjór eða breytt-
vindstaða var inntak okkar heitu bæna.
Hér þýddi ekki neinn nákvæmur útreikning-
ur, við værum jafnnær í slíkum ofsa. Haf-
straumar og sjávarföll hjálpuðust að. Það eina,
sem við vissum, var það, að okkur bar stöðugt
nær ströndinni. Við létum hala til kl. 2 e. h. Þá
sáum. við undan hlébógnum gegnum sortann,
þegar aðeins rofaði til, að hjó fyrir tveimur
skörðóttum, snarbröttum hömrum, með snjó-
sköflum. Við vorum alveg að reka í land á þess-
um hættulega og ókannaða hluta strandarinnar,
254
V I K I N □ U R