Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Qupperneq 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Qupperneq 11
Hefði það skeð í fárviðrinu, hefði siglan þver- kubbazt og þá hefði enginn mannlegur máttur getað bjargað okkur. En forsjónin hefur áreið- anlega leitt okkur verndarhendi. Rétt eftir morgunverðinn sigldum við milli tveggja höfða. Það voru 6 sjómílur milli þeirra, og um hádegi gátum við séð í norðurátt tvo stóra jökla, sem gáfu okkur fyrirheit um flotís. Við létum horfa um stund í fjarðarmynnið, og sáum þá að þar var ekkert afdrep eða skjól, og að við mundum ekki ná þangað fyrir myrkur. Við breyttum því stefnunni á King Haakon Sound. Um hádegið gekk hann í austrið og hvessti á móti okkur út sundið. Fallið bar okkur suður. Við tókum niður seglin, og við Breen lögðum út árar og reyndum að róa, Vincet og Macarty hvíldu okkur, af og til, stutta stund í einu. Að- staðan var ekki góð, vegna útbúnaðar bátsins, og ómögulegt var að róa til lengdar. Við dróg- um ekki, og er við sáum að við vorum að berast óhugnanlega nærri brotinu, settum við seglið upp aftur og beittum upp í vindinn. Við gerðum engar kröfur til miðdegisverðar, okkur langaði aðeins í vatn. 1 fjóra tíma beitt- um við upp í og slöguðum á víxl, en svo gáf- umst við upp á því. Þótt báturinn væri með góðri seglfestu, tók honum ekki svo nærri vindi, að hann ynni á. Við lögðum út árar aftur og rérum undir, og með því að róa aðeins á kul- borða verkuðum við á móti afdriftinni. Vegna þessa þúrfti heldur ekki að leggja eins á stýrið, svo báturinn náði meiri ferð. Með þessum erf- iðleikum og áreynslu þokuðumst við þó stöðugt nær og nær þessum einkennilega löguðu klöpp- um og hólmum, sem voru eins og varnargirðing fyrir % hluta af sundinu. Við sáum að landið við sundið var fremur lágt og hálendið, sem sást fjær, var skorið djúpum skörðum. Við vor- um að bollaleggja, hvort við gætum komizt fót- gangandi þvert yfir South Georgia. Ekki höfð- um við enn náð í neinn ísmola til að deyfa þorsta okkar, vindurinn fór vaxandi, og það leit svo út, að við mættum neyðast til þess einu sinni enn að láta reka undan og halda sjó yfir nóttina á hafinu. Seint um eftirmiðdaginn komum við svo grunnt, að við komumst að þangi, sem teygði sig frá grynningu eins skersins. f versta tilfelli hefðum við getað 'bundið bátinn í það með því að sameina nokkrar af þessum ólseigu flygsum, nota marga spotta og taka víða í þangið. Darwin komst að raun um það, að þessi þangtegund teygir sig upp á yfirborðið á 100 faðma dýpi. Ég hef oft séð það á 80—90 faðma dýpi. Það er 600 fet, eða 100 fetum lengra en hæsta tré heimsins. Kvöldið var að nálgast og það var augljóst, að við gátum ekki komizt í sundið og lent þetta kvöld, nema vindur breyttist okkur í hag. Við sáum þá í gegnum rökkrið, sem var að færast yfir, að sunnar, bak við höfða, var sem vogur skæri sig inn í landið. Það.gátu verið möguleik- ar fyrir lendingarstað þar, því að sunnan haf- aldan brotnaði á höfðanum. Við sigldum þar til við vorum framundan vogmynninu, þá snérum við og létum renna áfram um 300 metra og athuguðum nákvæmlega klettaskorur og afdrep þar sem möguleikar gætu verið fyrir lendingu, en hvergi var slíku að fagna. Við vorum nú við vogmynnið og lögðum út árar til að halda bátnum kyrrum. Við beittum upp í vindinn á bakborðsbóg og komumst framhjá skerjunum, sem voru beggja .vegna í mynninu. En svo þröngt var sundið, að árarnar veiddu þarann á bæði borð. Þegar inn í voginn kom felldum við seglin og rérum nálega 60 metra milli hamranna, sem gnæfðu yfir okkur í 80 feta hæð og umgirtu þennan litla vog. Við lentum við stórgrýti í fjör- unni, og var þá orðið aldimmt. Það var í suð- vestapverðum vognum, sem við lögðum bátnum að hleinunum. Þó að nokkur súgur væri, stukk- um við í land og fundum óðar poll með renn- andi uppsprettuvatni. Þar krupum við niður og svöluðum þorstanum af áfergju. Sir Ernest á- kvað, að við skyldum taka allt úr bátnum, svo að við gætum bjargað honum upp úr sjó. Hann klifraði upp á tíu feta háan bergstall stjórn- borðmegin við bátinn, og þangað fleygðum við til hans kaðli, sem hann festi þar, og svo var endinn bundinn í bátinn. Við að vinna þetta verk varð-Sir Ernest fyrir slysi, vegna þess hve dofinn hann var og stirður, því hann hrap- aði niður, en til allrar hamingju urðu meiðslin ekki alvarleg. Skuturinn á bátnum barðist við hleinarnar, svo að stýrið fór af krókunum, flaut í burtu og týndist í myrkrinu. Erfiðleikar okkar voru miklir og það var ógnar áreynsla fyrir okkur að koma upp öllu- um farviði og öðru hafurtaski, eins og við vor- um fyrirkallaðir. Ég mun lengi muna þá stund, sem við vorum að bjarga því, sem bátnum fylgdi. Þarna skriðum við með erfiðleikum um strigadúk inn, sem spenntur var yfir bátinn, en Macarty og Vincent báru allt frá og vörðu það fyrir brim- slettunum. Mc Neish hélt bátnum. Við vorum stöðugt að detta, það var að kenna okkar sollnu og dofnu fótum, eftir hreyfingarleysið í bátnum. Kl. 8 þetta kvöld höfðum við þó lokið verkinu. Loks höfðum við tíma til að matast; meðan sumir suðu „hoosh“ passaði ég bátinn, ég tog- aði í fangalínuna og setti hana fasta um steina V I K I N G U R 257

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.