Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 12
að því að koma bátnum undan sjó. Við tókum allt, sem ekki var naglfast, úr honum, til að létta hann. Flóðmunur er aðeins 3 fet, og þegar há- flóð var drógum við bátinn eins hátt og við gátum. Við höfðum ekki nægilega mikið af kaðli •til þess að búa til talíu, svo við notuðum bæði siglutrén og varasigluna í staðinn fyrir hlunna. Hnullungsgrjótið í fjörunni gerði okkur óleik. Um hádegi höfðum við yfirunnið mestu erfið- leikana og tókum okkur góða hvíld og fengum okkur að borða, en svo byrjuðum við aftur. Þar > sem fjörumölin var sléttari, notuðum við siglu- trén sem kefli. Þar sem meiri halli var, bárum við bátinn á stöfnum, þar til hann var kominn upp á fjörukamb. Hefðum við verið vel fyrir- kallaðir, hefðum við lokið þessu verki á einni klukkustund, en undir þessum kringumstæðum vorum við myrkranna á milli. Sir Ernest ákvað að við skyldum ekki hætta á að fara á bátnum kringum South Georgia til austurstrandarinn- ar, eins og hann var brotinn og á sig kominn. Eftir að við höfðum gengið yfir South Georgia, sendi Sir Ernest bát okkar, „James Caird“, til Liverpool í Englandi. Um vorið 1920 flutti ég hann til London á flutningsvagni, sem tengdur var við farþega- lest. Com. Stenhouse, vinur minn, skipstjóri á e/s Aurora, aðstoðaði mig. Sir Ernest lánaði Middlesex sjúkrahúsi bátinn, en stúdentar það- an óku honum um stræti Lundúnaborgar og söfnuðu með fé fyrir sjúkrahúsið. Síðan var báturinn fluttur á Albert Hall, þar sem Sir Ernest hélt fyrirlestur fyrir sjúkrahúsið og safnaði fé í sama tilgangi. Seinna hjálpaði ég honum til þess að færa bátinn til Selfridge byggingarinnar, og var hann þar til sýnis á þakinu fyrir smáþóknun, og var því fé safnað í sama tilgangi. Loks lét Mr. Rowett flytja hann til Dulwich, hins gamla skóla þeirra Sir Ernest, og þar eii hann enn. Birgir Thoroddsen þýddi. SmæGki í fjörunni. Þrátt fyrir allt mitt erfiði, gat ég ekki hindrað það, að báturinn lemdist við grjót- ið í fjörinni. Við vorum of slæptir, til þess að geta varið hann fyrir nybbunum, og við var búið að hann þá og þegar brotnaði. Síðar kom í ljós, að sumir plankarnir höfðu skafizt upp á blettum og voru orðnir pappaþunnir. Þegar við höfðum notið okkar ljúffenga náttverðar, sem var „hoosh“ soðið á prímus, lagði Crean í rann- sóknarleiðangur. Kom hann aftur með þær gleðifregnir, að hann hefði fundið helli. Það hljómaði í eyrum okkar eins og við ættum von á þurrum, rúmgóðum dvalarstað eftir sjóvolkið, kuldann og vosbúðina í bátnum. Þegar til kom, reyndist þessi hellir aðeins hvolf inn í bergið, þar sem 15 feta ísdrönglar héngu yfir höfðum okkar og gátu fallið niður og stungið okkur í gegn. Þegar við sáum skútann, varð minna úr hrifningunni. Við höfðum hálfvegis misst vald á fótum okk- ar og hrösuðum eða duttum, því fæturnir voru bæði dofnir, sárir og viðkvæmir, auk þess voru kalsár í skinninu. Svona stauluðumst við áfram með svefnpokana okkar og þau föt, sem þurrust voru. Þetta hefur verið aumkunarleg skipshöfn, að minnsta kosti tveir okkar voru aðframkomn- ir. Sir Ernest sagði mér síðar, að hann væri sannfærður um, að þeir hefðu ekki lifað af, ef við hefðum þurft að halda sjó á bátnum einn sólarhring til. Við vorum ekki sorgmæddir, heldur litum við með bjartsýni til hins ókomna, glaðir yfir að geta enn einu sinni lagst til hvíld- ar á landi. Við skriðum í gegnvota svefnpokana, völdum okkur þurran stað í fjörumölinni, þó ekki væri sléttur, og reyndum að liggja svo þétt, sem unt var, til þess að hlýrra yrði. Klukkan var 10 að kvöldi. Sir Ernest tók fyrstu vakt við að passa bátinn, með sinni venjulegu ósér- hlífni. Hann stóð 3 tíma í staðinn fyrir einn klukkutíma. Stuttu eftir að Crean hafði tekið við vakt, heyrðum við hljóð. Þegar að var gætt, hafði báturinn dregið á stað stærðar hnullung, sem fangalínan var bundin í, brimið hafði auk- izt. Crean hékk í spottanum og stóð í mitti í brotinu. Við hröðuðum okkur á kaðalinn, og eftir nokkurt þóf gátum við brýnt bátnum svo að hægt var að halda honum. Þessi leikur hafði borizt með fjörunni, því sogið og skakkafallið togaði á móti okkur, þar til við vorum aðeins 20 metra frá skútanum. Þar var miklu betri staður fyrir bátinn. Kl. var orðin 2 um nóttina, og nú var ekki að tala um meiri svefn. Þegar stór aðsog komu, héldum við 3 í bátinn, til þess að reyna að toga á móti útsoginu. Um dögun löguðum við heitan mjólkurdrykk og sjóðandi „hoosh“. Eftir máltíðina gerðum við gangskör Brezkur flugmaður varð að nauðlenda í Belgíu, og skutu nunnur yfir hann skjólshúsi í klaustri sínu. Létu þær honum í té nunnubúning og sögðu honum að raka sig oft á dag og láta lítið á sér bera, en þær skyldu koma honum til Englands fyrr eða síðar. Gekk nú vel um hríð, en dag nokkurn sá hann und- urfallega nunnu í eldhúsinu, og gat hann þá ekki á sér setið að faðma hana að sér. En honum brá, þegar hann fékk vel úti látið kjaftshögg og nunnan svaraði bassaröddu: „Reyndu að hafa þig hægan, kunningi. Ég hef verið hérna síðan á Dunkirktímanum, karl minn“. 25B V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.