Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Side 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Side 17
KTINNI og sagðist mundi koma eins og vant var — og hún efndi það. ★ Háskólakennari nokkur, sem oft var nokkuð viðutan, hafði dvalizt uppi í sveit og var að fara heimleiðis úr sumarfríi. Þegar hann var seztur í járnbrautar- vagninn og lestin komin af stað, fór hann að velta fyrir sér, hvort hann hefði ekkert skilið eftir. Hann tók upp vasabók sína, athugaði hana spjaldanna á milli og leitaði þar af sér allan grun. — Þegar hann kom á járnbrautarstöðina, kom dóttir hans fagnandi á móti honum, en þegar hún sá, að hann var einn síns liðs, sagði hún: „Pabbi! Hvar er hún mamma?" Þá vaknaði gamli maðurinn eins og af svefni og sagði: „Ja, þetta fann ég' á mér, að ég hefði gleymt einhverju í sveitinni, þó að ég kæmi ekki fyrir mig hvað það var!“ ★ Carlo Sforza greifi, sem um langt skeið var land- flótta vegna andstöðu sinnar við fasista, hetfur skýrt frá því að skáldið d’Annunzio hafi fundið upp fasista- kveðjuna fyrir Mussolini, en þá kveðju stældi Hitler siðar handa sínum mönnum. En Sforza bætir því við, áð í Rómaborg til forna hafi þessi kveðja að vísu þekkzt, en engir hafi notað hana, nema þrælar. Frjálsir menn kvöddust með handabandi, svo sem enn er siður. ★ Katharine Hepburn og John Barrymore léku saman í kvikmynd og kom illa saman. Þegar myndinni var lokið, sagði ungfrú Hepburn við Barrymore: „Guði sé lof fyrir að ég þarf aldrei að leika með þér aftur“. i>Eg veit ekki til að þú hafir leikið með mér, dúfan mín“, svaraði Barrymore. ★ Hvernig í ósköpunum getið þér rekið þessa búð, spurði farandsali smákaupmann. ■— Sérðu náungann þarna? spurði kaupmaðurinn. Hann vinnur hjá mér, og ég gét ekki borgað honum kaupið hans. Eftir tvö ár fær hann búðina upp í kaupið. — Og hvað svo? spurði farandsalinn. Svo vinn ég hjá honum í tvö ár, og þá eignast ég búðina aftur. ★ Jón var piparsveinn og auðugur búri. Átti hann all- wiargt sauðfé, sem hann hirti sjálfur. Eins og venja er til stíaði hann sundur hrútum og gimbrum. Einn hrúturinn tók upp á því, að vippa sér yfir milligerð- ma og lembdi flestar gimbrarnar. Varð Jóni mikið u® þetta, er hann vissi og hélt áminningarræðu yfir hrútskinninu og kvað fast að því við hrútinn, að þetta mætti hann aldrei gera oftar. Að lokinni áminningunni Þarna koma fyrstu leigjendurnir með búslóðina! gaf Jón hrútnum væna tuggu af ilmandi heyi, en lét milligerðina eiga sig eins og áður var. En ekki skipaðizt hrútsi við áminninguna eða atlæt- ið; heldur hélt áfram uppteknum hætti að skemmta sér með gimbrunum, en Jón tók þessu eins og sannur heimspekingur og mælti við'hrútinn: Þú getur ekkert að þessu gert, skömmin; þú ert svo fjörugur vegna þess hvað ég vel þér bitartn og sopann. ★ Jón skáld Jónatansson kom eitt sinn í Vigur til séra Sigurðar alþm. Stefánssonar og orðaði við prest að gott væri nú að fá í staupinu. En prestur kvað það dýrt, því nú væri á því hár tollur. Þá kvað Jón: Nú er tollur öllu á íta þrengir sporum það óhollum þakka má þinga gengjum vorum. Og í staupinu fékk hann áreiðanlega, því klerkur var risnumaður mikill. ★ Maður nokkur var að halda ræðu á götu úti og fór illum orðum um íra og allt sem írskt var. „Sýnið- mér íra“, sagði hann, „og ég skal sýna ykkur raggeit". Stór og sterklegur maður gekk til hans og sagði með írskum hreimi: „Jæja, ég er íri“. „Og ég er raggeit“, sagði hinn og tók á sprett. ★ „Þú segist hafa villzt, litli minn. Hvers vegna hélztu þér ekki í piisið hennar mömmu þinnar?" „Ég náði ekki“. ★ „Dóttir yðar er búin að lofa því að giftast mér“. „Það er gagnslaust að leita samúðar hjá mér; þér hljótið að hafa vitað, að eitthvað mundi hljótast af því, að þú hafðir hangið hér fimm kvöld í hverri viku“. ★ Sjúklingur var að útskrifast úr geðveikrahæli, og yfirlæknirinn vildi gjarnan vita, hvað hann hyggðist fyrir. Hann svarar: „Ég hefi verið hæstaj-éttarlögmað- ur og gæti því fengið atvinnu á lögfræðiskrifstofu. Svo hef ég verið löggiltur endurskoðandi og ætti að geta fengið vinnu hjá verzlun. Ef illa fer, get ég alltaf verið sendisveinn eða rukkari". „Gott er nú það“, svar- aði lælcnir, og sjúklingurinn ætlaði út. En þá nam hann staðai', setti aðra höndina á mjöðm sér, en 'rétti hina upp og fram og sagði: „Svo get ég alltaf orðið teketill“. V I K I N G U R 263

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.