Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Síða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Síða 18
Vilhjálmur Jón Sveinsson VÍð segl og árar Ýmislegi um sjómennsku Skaglirðinga á liðnum fímum íslenzkir alþýðumenn hafa löngum kunnað vel þá list, að segja skýrt og greinilega frá viðburðum og at- vinnuháttum. Endurminningar þeirra eru ekki óveru- legur þáttur í islenzkum bókmenntum, auk þess sem þær hafa að geyma margvíslegar upplýsingar um þjóð- hætti, sem nú eru að mestu eða ötíu leyti undir lok liðnir. Einn hinna mörgu fróðleiksmanna úr alþýðu- stétt er Vilhjálmur Jón Sveinsson. Hefur Uann ritað einkar fróðlega pistla fyrir Sjómannablaðið Viking, um útgerð og sjómennsku Skagfirðinga á liðnum tím- um. Upphaf þeirra pistla h'efst nú hér í ritinu. Vilhjálmur Jón $veinsson er fæddur í Hólakoti á Reykjaströnd 2U. maí 1867, og er því orðinn Att- ræður. Hann lærði undir latínuskólann og hugðist ganga menntaveginn, en um þær mundir dó faðir hans, og var þá girt fyrir frekara nám. Varð Vilhjálmur að hjálpa móður sinni við að koma upp yngri systkinum sínum. Vilhjálmur átti heima á Reykjaströnd til 29 ára áldurs, stundaði veiðiskap við Drangey og víðar á sumrum, en barnakennslu á vetrum. Hann kvæntist Mariu, dóttur Sveins Jónatanssonar á Hrauni á Skaga. Eftir að Villijálmur kvæntist, bjó hann 30 ár á Þang- skála á Skaga. Eignaðist hann 10 börn og komust 9 þeirra til fullorðinsára. Arið 1929 varð Vilhjálmur ekkjumaður og fluttist það ár að Bergþórshvoli á Rang- árvöllum, til séra Jóns Skagans sonar síns. Hefur hann verið hjá honum síðan, fyrst á Bergþórshvoli en nú í Reykjavík. Vilhjálmur kann gjörla slcil á öllu því, er að skag- firzkri sjómennsku lýtur. Hann réri sjálfur 25 vetrar- vertíðir á liákarlaskipum. 10 vorvertíðir og jafnmargar haustvertiðir hefur hann róið um dagana, og stundað margvíslega veiði. Ritst.j. I. kafli. Um hákarlaveiðar á Skagafirði. Um og' eftir miðja nítjándu öld voru lagvaðir mikið notaðir við hákarlaveiðar. Þeir voru þannig útbúnir: hérum bil sjö álna ás var hafður til þess að halda hákarlasóknunum IVz—2 faðma frá botni. Sterkir .járn- hólkar voru settir um báða enda, en sterkir kengir, er sóknarkeðjan var tengd við, voru reknir í endana. Sig- urnagli var í sóknunum svo þær gætu snúist. Stjórinn í botninum var þannig útbúinn, að sterkar fjalir voru hakaðar saman, og hér um bil 100 kg. steinn var settur innan í, og var þessi útbúnaður kallaður',,kraka“, og báru tveir menn hana vanalega til skips. Hákarlaöngl- arnir voru vanalega kallaðir „sóknir", enda voru þær sterkar, og hafðar svo beittar, sem hægt var. Hak var aftan á sókninni, svo beitan sigi ekki ofan í buginn, og var hakið á móts við oddinn. Tveir sverir klumpar voru negldir sinn hvoru megin á ásinn, og var sagað innan úr þeim, svo þeir mynduðu rauf til að hleypa legufærinu milli ássins og klampans. — Þeir voru negldir á miðjan ásinn, svo ásinn hallaðist ekki í sjónum. Þegar lagvaðurinn var lagður í hvert sinn, var legufærið dregið í gegnum raufina milli áss- ins og klampans, og var svo mátað IV2—til 2 faðma milli krökunnar og ássins. Að því loknu var legufærið rammlega bundið um ásinn. Hákarlasóknirnar voru vanalega beittar með reyktu hrossakjöti og söltuðu selspiki. Vanda varð beituna sem bezt, svo von væri um veiðiárangur. í hvert sinn er kom að því að leggja lagvaðinn, var krökunni fyrst varpað fyrir borð, tengdri við ásinn með fyrgreindu millibili. Krakan dró svo ás- inn niður, unz hún var sigin í botninn. Til þess að halda legufærinu (stjórafærinu) uppi voru hafðir upp- blásnir hákarlsbelgirj sem voru rammlega útbúnir með sterkum trébotni, og sáust þeip mjög langt til. Þegar kom svo að því að vitja um, var stundum hákarl étinn af annari sókninni, en oft stór hákarl á hinni, en væru hákarlar á báðum sóknum, þá fór að verða allerfitt að draga upp lagvaðinn á smáum skipum, þar sem ekki var hægt að hala upp á talíum. Þá drógu alltaf tveir, þannig, að annar tók alltaf ofanfyrir hendurnar á hin- um, svo drátturinn stansaði ekki, og var það kallað „að hrifsa“. Þegar hákarl veiddist á lagvaðinn, þá sagði hann til í hvert sinn, að hákarlinn hlyti að vera inni í firðinum, var þá sóknunum krækt upp og lagzt með vaðarhöld við lagvaðsstjórafærið. Lagvaðirnir voru vanalega lagðir á grunnmiðum. •— Eftir 1880 hurfu lagvaðir algerlega úr sögunni. Á át.j- ándu öldinni var oft mikið veitt af hákarli þegar hafís var mikill. Voru þá höggnar vakir í hann á grunni. Þetta veitti oft Skagfirðingum og Húnvetningum mikið bjarg- ræði og verðmæti, því alltaf var gott verð á hákarls- lýsi, eftir verðlagi á annari vöru. Til þess að tryggja það, að hákarlinn héldist við inni, var grútartunnu hleypt niður, þar sem lagvaðurinn var lagður og stund- um annari tunnu með úldnum innýflum úr hrossum, svo lyktin yrði sem sterkust. Mörg göt voru boruð á tunn- urnar, svo smitað gæti út um þær. Alis réri ég 25 vetr- arvertíðir í hákarl, bæði af Reykjaströndinni og Skag- anum. Þeii', sem aðallega stunduðu hákarlaveiðar á Reykjaströndinni, og ég man eftir, voru Sveinn Gísla- son faðir minn og Þorleifur Jónsson á Reykjum. Á Skaganum var Sveinn Jónatansson á Hrauni með allra mestu sjósóknurum og aflamaður þar eftir; sérstaklega 264 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.