Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Síða 28
SMASAGA BJORN □ L. PÁLSSDN Oðaskot Ástin getur stundum orðið nokkuð heit við fyrstu sýn. Og sumir hafa ekki trú á þeirri ást. Eg heyrði gamla fólkið oft fordæma slíkt. Nú á dög- um hleypur þetta saman eins og fénaður, sagði það vandlaetandi. Já, öðruvísi mér áður brá, en sjálfsagt hefur það haft nokkuð til síns máls. Pabbi minn kallaði það jafnvel óðaskot, þegar Sveinn, sem lengi var búinn að vera vinnumaður hjá honum, trúlofaðist •— eða réttara sagt opinberaði trúlofun sína með vinnukonu einni aðfluttri, Elsu að nafni, sem búin var að vera á heimili foreldra minna í röska þrjátíu mánuði. — Þegar á þetta er litið, þá hugsa ég, að hann hefði sagt eitthvað, ef hann hefði vitað það, sem ég vissi um þau, rúmum mánuði eftir að Elsa kom. En ég sagði aldrei frá því, sökum þess að Elsa var svo góð við mig og bað mig ekki að þegja, en gat þess svona, að ég væri sá þagmælskasti strákur, sem hún þekkti. Og Sveinn átti ekki kjafthátt skilinn af mér. Hann lét margt eftir mér og hafði oft þagað um ýmis- legt, sem kom sér betur fyrir mig að ekki komst í hámæli. Svo var hann smiður góður og lánaði mér oft verkfærin sín og skammaði mig ekki, þótt ég skemmdi í þeim bitið. Lét jafnvel þau orð falla að ég gæti orðið tindhagur og naglfær og mér þótti skjallið gott. — En það var ekki af Elsu og Sveini, sem ég ætla að segja ykkur núna. Nei, það var saga um reglulegt óðaskot. Það var tuttugasta ágúst, ykkur má standa á sama um ártalið. Ég var að fara suður í skólann, brúnn og hress eftir sumarið. Samferða mér varð stelpa, sem hafði verið í kaupavinnu hjá foreldrum mínum um sláttinn. Strákarnir í kring voru flestir bálskotnir í henni og litu engum vinaraugum til mín, þegar ég lagði af stað með dúkkuna. Það var heldur ekki miklu fyrir að fara með vinsemdina. Ég átti ekki upp á há- borðið hjá nágrönnunum, og það var mest að þakka ótta þeim og virðingu, sem borin var fyrir föður mín- upi í byggðarlaginu, að ekki var reynt að klekkja á mér meira en gert var, því að ódæll var ég. Þó fannst mér ósjaldan á stelpunum, að þeim fyndist ég oft hafður fyrir rangri sök. Þær höfðu nú stundum á réttu að standa, en svo fór þó um síðir, að ég missti víst tiltrú þeirra flestra eða allra nema Ljótar. Aumingja litlu, fallegu Lóló, sem hefur reynst mér bezt allra. En þið verðið að afsaka, ég get víst aldrei haldið mér við efnið. Það er víst bezt að hlaupa yfir kaflann um kveðjurnar heima, og byrja frásögnina þegar skipið skríður frá landi. — Pabbi karlinn og Lóló fylgdu mér til skips. Ég reið Faxa mínum en lánaði Lóló Kára. Mér þykir nefnilega vænst um Kára af öllum hestum, og langvænst um Lóló af öllum stelpum. Og nú veifa ég til Lólóar með klútnum mínum. Pabbi karlinn tekur kannske eitthvað af því til sín og yglir sig, svipbrigði hans eru sem sé öfug við flestra ann- arra. Lóló hefur verið svo hugulsöm að hafa Kára minn blessaðan með sér fram að bryggjunni. Hún finn- ur nefnilega alltaf upp á því, sem mér finnst ánægju- legast. Við Lóló erum dálítið feimin hvort við annað, þegar aðrir sjá til, og ekki sízt ef það er nú pabbi, og þess vegna kysstumst við marga kossa, áður en við lögðum af stað að heiman. Það er gott að kyssa Lóló. Ég veifa, og Lóló veifar með hinn handlegginn um hálsinn á Kára. Bannfétis dallurinn skríður út fjörð- inn, og loks get ég ekki greint Lóló lengur. Beztu vin- irnir mínir meðal manna og dýra eru nú horfnir sjón- um mínum. Auming'ja stelpan, enginn saknar mín meira en hún. Ég vildi svo gjarnan hafa getað tekið hana með mér. Hver vegna mátti ekki Lóló köma í skólann líka? Hún var þó miklu greindari en flestar stelpurnar í mínum bekk. Átti hún að gjalda þess, að pabbi hennar var fátækur og manna hennar dáin? Ég veit að Lóló langaði til þess að læra, og ég saknaði hennar mikið, þegar við vorum búin í barnaskólanum. Það hefði verið gott að geta flúið til hennar með vandræði sín fyrir sunnan. En þá bara skrifaði ég henni, í bréfunum fól- ust mín skriftamál. Helzt hélt það mér í skefjum, þegar ég var öðruvísi en prúðum skólapilti ber að vera, að hugsa til Lólóar og vita að henni myndi sárna þetta, ef hún vissi, og hún vissi það alltaf seinna, því að ég sagði henni allt mögulegt, líka þegar ég var með stelp- um eða drakk mig fullan. Ég var ákaflega upptekinn af því að hugsa um Lóló á meðan skipið öslaði út fjörðinn. Ég raknaði ekki við mér, fyrr en stelpan, kaupakonan, sem ég gat um áðan, var búin að tosa lengi í handlegginn á mér. Það er naumast að þú ert utan við þig, sagði hún. Ha? — Ég var ekki almennilega klár á því hvar ég var. — Mér fannst ég endilega sjá Lóló ennþá, enda þótt fjörðurinn væri lokaður sjónum mínum, langt útfyrir staðinn, sem hún var á. Já, þú lítur ekki einu sinni við mér. Nú leit ég á Snúllu litlu, eða hvern fjárann sem hún var kölluð. Hún gaut til mín ástaraugum, og ég tók svona sæmilega utanum hana, því að ég var farinn að hafa hvolpavit á kvenfólki. Snúlla litla var plásslaus, en ég hafði koju á fyrsta farrými. — Við settumst inn í reykskálann, fengum 274 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.