Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Side 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Side 3
Matthías Þórðarson, fyrrv- ritstj.: Asgeir Pétursson Skýrt frá undirbúningi hans að stofnun íslenzkrar nýlendu (útbú frá Akureyri) við Scoresby-sund á Grænlandi, veturinn 1917—18. Onnur grein II. kafli. Scoresby-sund. Ágrip af ferSaskýrslu kapt. C. Ryder 1891—92. 1 Landnámabók stendur, að fornmenn hafi talið „dægurs siglingu frá Kolbeinsey í norður til óbyggða á Grænlandi“ þar sem skemmst er. Þessi vegalengd samsvarar sólarhrings ferö, á venjulega hraðskreiðum mótorfiskibát, frá SiglufirÖi eða Eyjafiröi til Scoresby-sund á Grænlandi. Scoresby-sund er stór flói, er skerst inn í aust- urströnd Grænlands á 70—72° n. br., um 40 km á breidd. þar sem hann er breiðastur. Við eyju eina innarlega í miðjum flóanum, sem kölluð er Milnersland, greinist flóinn í tvennt, og úr báð- um örmum hans ganga nokkrir firðir inn í meg- inlandið, Gæsafjöröur og Fönuf jörður í vestur og Hallinlit í norö-vestur. Tveir aðrir stórir firðjr ,Eyjafjöröur og Rauðifjöröur standa einn- ig í sambandi við Hallinlit. Scoresby-sund frá mynni og inn í fjarðarbotn er talið vera um 300 km. á lengd, og mun flatarmál fjarða, eyja og umhverfis óefað mega telja engu minna en hálft fsland. Nafnið Scoresby-sund hefur flóinn og landið umhverfis fengið eftir skotskum hvalveiða- manni, Scoresby að nafni, er á árunum 1820 dvaldi við fjörðinn nokkra mánuði, rannsakaði landið umhverfis og skrifaði skýrslu um ferð- ina. Nathorst, sænskur vísindamaður, kannaði Scoresby-sund 1890. Næsta ár, 1891, gjörðu Danir út leiðangur til rannsókna þar undir stjórn kapt. C. Ryders, foringja í sjóhernum. Ryder dvaldi þar rúmlega eitt ár og gerði ýmsar mælingar og rannsóknir. Suðausturhluti Grænlands er mikið til há- Jendi, og ganga snarbrött hrikaleg fjöll víðast Ví KIN G U R í sjó fram. Þó er við Scoresby-sund allmikið undirlendi norðanvert við flóann, sem kallast Liverpool strönd, Jameson land og Scoresby iand. Jameson land og Scoresby land eru stórir landflákar. Inni í f jörðunum við svokallað Miln- ers land ganga fjöllin víðast þverhnípt fram í sjó, en skriðjöklar niður í fjarðarbotna. Við rannsóknir þeirra Nothorst og Ryders kom í ljós, að einhvern tíma fyrir löngu síðan höfðu verið mannabústaðir í Scoresby-sund. Þeir fundu þar rústir eftir 7 bæjarhverfi með 7 og 8 bæjarrústum í hverju. Þessar rústir töldu þeir afargamlar leifar eftir Grænlendinga, er einhvern tíma hefðu dvalið þar. Jafnvel fyrir mörg hundruð árum. Svo menn fái dálitla hugmynd um hvei’nig umhorfs er í Scoresbysund einkum um sumar- iímann, er fróðlegt að kynna sér ferðasögu kapt. Ryders, og set ég hér stutt ágrip. Skip það, er notað var til fararinnar, var norskt selveiðiskip, seglskip með hjákparvél 300 smál. að stærð kallað „Hekla“. Danska stjórnin annaðist öll útgjöld við leiðangurinn. Skipið hafði 12 manna áhöfn. Áhöld, visttir og útbún- aður var áætlað til 18 mánaða burtveru. 1 miðjum júlímánuði 1891 lagði Hekla á stað frá Björgvin og fékk góða ferð, þar til hún kom inn í ísinn við Austurgrænland. Þá seinkaði ferðinni vegna mótvinda, þoku og ísreks. Vetur- inn áður hafði verið harður og ísalög því meiri en venjulega.,En loks tókst Heklu að ná Scores- by-sund hinn 1. ágúst. Straks og komið var í fjarðarmynnið birti i'yrir sjónum. Sól skein í heiði og stráði geislum sínum yfir snjóhvíta jökultinda, fannir, fjöll og græna dali. Logn var og hiti og fannst skip- verjum næsta ótrúleg umskifti. 135

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.