Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Síða 14
Gunnar V. Gíslason: Björgun brezka togarans „St. Crispin“ Miðvikudaginn 14. marz 1956 strandaði brezki togarinn St. Crispin á Meðallandsfjöru skammt fyrir austan Kúðaós. Það þykir alltaf nokkrum tíðindum sæta er skip stranda og er jafnan fylgst með því af áhuga, af fjölda fólks, þó sér- staklega af Slysavarnafélaginu og deildum þess, svo og Landhelgisgæzlunni og varðskipunum. Kl. 15.00 heyrði loftskeytastöð landhelgis- gæzlunnar í enskum togara, er bar á milli Vest- mannaeyja og St. Crispin, tilkynningu frá St. Crispin þess efnis að hann væri að stranda um 20 sjómílur fyrir austan Portland. Litlu seinna barzt önnur tilkynning um að skipið væri í mik- illi hættu og þarfnaðist skjótrar aðstoðar. Var nú brugðið við og flugvél gæzlunnar send á vettvang og var hún komin á strandstaðinn kl. 17.30. Einnig var varðskipið Ægir, er var statt við Vestmannaeyjar sent á strandstaðinn. Er flugvélin kom yfir togarann var hann í brimgarðinum æði langt frá landi og valt hroða- lega, einnig sást að menn og bílar voru komnir á strandstaðinn. 1 bíti morguninn eftir eða kl. 05.30 voru menn frá landhelgisgæzlunni sendir á strandstaðinn, og voru þeir komnir þangað kl. 14.00 og þótti fljót ferð í þeirri færð, á vegum sem þá var. Var þá skipið enn nokkuð langt frá landi og gengu yfir það brotsjóarnir um flóð, en hægt að kom- ast út í það í björgunarstól um fjöru. Skips- höfn togarans, er hafði verið bjargað í land, var að búa sig undir að fara til Reykjavíkur. Mætt- ur var á strandstaðnum Geir Zoega yngri, til að ráðstafa skipbrotsmönnum svo og góssi þeirra og skipinu sjálfu, og fól hann Gísla Tómassyni bónda á Melhól að binda skipið og bjarga dóti skipverja og þar með lyklavöldin. Föstudaginn 16. var annar maðurinn frá gæzlunni, Árni Valdimarsson, kallaður til Reykjavíkur, en und- irrituðum falið að vera áfram á strandstaðnum og sjá hverju fram yndi. Gísli Tómasson og menn hans unnu nú að því að festa skipinu, en stöðugt var óhagstætt veður, hvass SA og mikið brim. Á sunnudaginn kl. 18.00 gerðist smá atburð- ur, sem kannske er vert að geta, þó að hann komi lítið við björgun skipsins. í sandbleytu og settu bílinn fastan svo þeir urðu að ganga langan veg niður í sand aftur og vildu fá „truck“ til að draga sig upp úr. „Truckinn“ fengu þeir ekki, en einhverja úrlausn munu þeir hafa fengið með verkfæri til að ná sér upp úr, og upp úr komust þeir og heim um síðir, þreyttir og hrjáðir og þótti för þeirra ekki frækileg, og var þeim að sögn óspart strítt á ferð þessari. Þetta var nú útúrdúr. Mánudaginn 19. kom trúnaðarmaður enska vátryggingafélagsins Capt. Bandwood, gömul stríðshetja, var hann búinn að vera skipherra í báðum heimsstyrjöldunum á stórum herskip- um með um 1000 manna áhöfn, enda bar hann það með sér að hann hefði einhverntíma sagt j'yrir verkum, hann var samt ekki feiminn, þeg- ar til kom, að rétta hönd til hvers sem var. Með capteininum var Geir Zoega eldri, og hefði ég helzt viljað kalla hann capteininn, ef ekki hefði verið annar capteinn fyrir, vegna þess hve hann er vel heima í öllu því, sem lýtur Nokkrir ungir menn úr allfjarlægu byggðar- lagi höfðu tekið sig saman um að fara niður í sand. Komu þeir um nótt að Melhól, vöktu þar upp og báðu um leiðsögumann niður á strand- stað, var þeim látinn hann í té. Var nú ekið niður á sand og gekk það vel. Er þangað kom vöktu þeir upp Gísla og félaga hans, er sváfu þar í tjaldi og vildu fá að komast um borð, en Gísli hvað þá mundu eiga lítið erindi. Gerðust þá aðkomumenn all uppvöðslusamir og heimt- uðu að þeir yrðu dregnir um borð, en Gísli skók lyklakippuna og hótaði þeim öllu því versta, ef þeir ekki hyrfu á brott hið skjótasta. Komu nú til fleiri menn af liði Gísla og voru þeir með ýmislegt í höndunum, svo sem tóma blikkbrúsa og gúmmíblöðrur og voru þeir all vígamannleg- ir, svo hinum ungu kempum leizt ekki á og hurfu frá við svo búið. Á heimleiðinni lentu þeir 146 VÍKIN G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.