Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Síða 18
Framhald af bls. 147
og setti víra í skipið, en varð of seinn fyrir*
vegna mótmæla frá mr. Eden, og tók Þór vír^
ana til sín aftur, vegna hættu á að þeir sand-
köstuðust, en smækkandi straumur í hönd.
Er nú skipinu haldið þurru. Dittað var að öll-
um þéttingum, grafin fleiri akkeri niður í sand-
inn, festavírar styrktir og reynt að rétta skip-
ið af.
Boltaðir voru sverir plankar fyrir lúkarsdyr,
er búnar voru að brotna inn 3svar sinnum. Stöð-
ugt stríð var við að halda þéttum lestaropum,*
og var búið að nota feikn af segldúk við það,
þar til húðir voru sendar frá Reykjavík, en þær
héldu að mestu það sem eftir var. Unnið var
einnig við að hreinsa til í vélarúminu, en það
var allt útatað í tjöruolíu, eins og reyndar allfc
skipið, og olli það miklum óþægindum við alla
vinnu og þá tala ég ekki um hreinlætið. Sem
sagt, það var farið að líta mikið betur út hjá
okkur, menn voru vongóðir og í góðu skapi, en
sú dýrð stóð ekki lengi.
Laugardaginn 31. er komið var niður á
strandstað, eldsnemma um morguninn var logn,
en komið var brim. Skipið búið að slíta fram-
vírinn er var nýlegur togvír, og aftur orðið
flatt fyrir sjó, vélarúm og káeta orðið fullt af
sjó; þar með var hreinlætið úr sögunni og skap-
ið lækkaði um nokkrar gráður. Var nú dælfc
megninu af sjónum úr báðum stöðum, framJ
vírinn settur saman og 2 togvírar í viðbót settir
framaf skipinu, talía var sett á einn þeirra og
seinna voru settar talíur á báða hliðarvíra og
var það til mikilla bóta. 1
Á páskadagsmorgun er komizt varð um borði
(stöðugt varð að fara um borð og frá borði í
björgunarstól) var hurð fyrir kappa á bátaþil-
fari brotin inn og vélarúm, káeta og „keis“ allfc
bókstaflega fullt upp í topp. Var nú höfð sama
aðferð og við lúkarsdyrnar að boltaðir voru
sverir plankar fyrir kappaopið. Vel væri vert
að geta manna þeirra sérstaklega, sem unnu það
verk, þó það sé ekki gert hér til að gera ekki
upp á milli manna, en það voru 2 bændur ún
Meðallandinu er stóðu bundnir á snarbröttu og
Lengst af varð að fara á milli skips og lands í björgunar-
stól. Ef þraukað var lengi um borð, varð stundum að hafa
snör handtök við tildráttarlínuna, ef sá, sem í stólnum
var, átti ekki að fá á sig skvettu.
liálu bátaþilfarinu, ýmist þurrum fótum eða
bókstaflega á kafi í sjó, ég veit ekki hvað lengi,
nema hurðin var smíðuð og boltuð föst og reynd^
íst svo að segja alveg þétt. Er nú farið að huga
að „keisnum“, er var farinn að láta ískyggilega
mikið undan. Var tekið það ráð að leggja 3
planka innan á ,,keisinn“ lóðrétt og stífa þá af
yfir í næsta járnþil á móti og sumstaðar þvert
yfir „keisinn" og var það mikill styrkur. Dælt
var út mest öllum sjónum. Nokkuð var farið að
draga úr briminu um kvöldið.
Lokið var við að taka í land radar, loftskeyta-
stöð og önnur tæki, en að því hafði verið unnið
að undanförnu jafnframt öðru, og var það all-
mikið verk. Næsta dag var enn kominn mikill
sjór í skipið, vélarúm og káeta milli hálfs og
íulls. Þótti mér sýnt að allmikill leki væri í
skipinu neðan þilja og var nú reynt að finna
hann. Tókst það eftir mjög mikla fyrirhöfn.
fannst mikill leki niðri í opnum tank undir ká-
etugólfi, en þar var fullt af kjölfestujárni er
var mjög seinlegt og erfitt að ná upp. Reyndist
iekinn vera niður við kjalarhæl. Var hellt þar
niður miklu af sterkri sementssteypu og járni og
varð alveg þétt.
Framhald.
■Júlíus Havsteen, sýslumaður,
varð sjötugur hinn 13. júlí. Afmælisgrein um
þennan mæta mann mun birtast í september-
blaði Víkings.
ff/ lands og sjávar.
^Hélcisalan'í
HAFNARHÚSINU - SÍMI S4Q1
15D
V í K I N G U R