Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Blaðsíða 19
BL ÓÐÞR ÝSTINGUR
★
EFTIR DAMON RUNYON
Það er sennilega hálftólf á miðvikudag-skvöldi og ég
stend á horninu á Pertugastaogáttundastræti og Sjö-
undugötu, hugsandi um blóðþrýsting minn, sem er mál-
efni, um hvert ég hafi ekki hugsað mikið til þessa.
I sannleika sagt, ég heyri aldrei getið um blóðþrýst-
ing minn fyrr en síðdegis þennan miðvikudag, þegar ég
fer að hitta Breman doksa út af maganum í mér, og
hann setur tilfæringar á handlegginn á mér og segir
^nér, að blóðþrýstingurinn í mér sé hærri en kryppa á
ketti, og mér sé hollast að gæta þess vel, hvað ég éti
og forðast æsingu, ellegar ég geti hrokkið upp af þegar
sízt vari.
„Taugaóstyrkur maður eins og þú með blóðþrýsting
álíka háan og spaðaás, verður að lifa rólegu lífi“, segir
Breman doksi.
„Tíkall takk“, segir hann.
Jæja, ég stend þarna og hugsa sem svo, að það verði
ekki mjög erfitt að forðast æsingu eins og allt er í pott-
inn búið í þessari borg nú í svipinn, og ég óska að
hafa tíkallinn aftur til að veðja á Sólargeisla í fjórða
hlaupinu í Pimlikó næsta dag, þegar ég lít allt í einu
upp og hver stendur þá frammi fyrir mér nema Kalli
Rosti.
Hafi ég nokkra hugmynd um að Kalli Rosti sé að
nálgast mig, getur þú farið og veðjað öllu kaffi á Jövu
um það, að ég muni verða einhvers staðar annars staðar
með sama, því Kalli Rosti er þess konar náungi, sem
ég kæri mig ekki um að hafa neitt saman við að sælda.
í sannleika sagt, ég óska engrar hlutdeildar í honum.
Auk þess óskar ekki neinn í þessari borg að hafa neina
hlutdeild í Kalla Rosta, því hann er harður nagli. Sann-
leikurinn er sá, að það er enginn harðari nagli nein-
staðar í heiminum. Hann er stór og breiður náungi,
með tvær stórar hendur og heilmikið af slæmum til-
hneigingum, og honum finnst ekkert um að slá menn
niður og ganga á ásjónum þeirra, ef honum býður svo
við að horfa.
I sannleika sagt, þessi Kalli Rosti er það, sem kallað
er górilla, af því hann er kunnur að því að bera oft á
sér byssu í buxnavasanum og skjóta stundum fólk dautt
eins og dyranagla með henni, ef honum líkar ekki
hvernig það hefur hattinn á höfðinu — og Kalli Rosti
er afar vandlátur um hatta. Allar líkur eru til þess,
að Kalli Rosti skjóti margan manninn í þessari borg,
og þá sem hann skýtur ekki, stingur hann með hníf,
VÍKINGUR
og eina ástæðan til þess, að hann er ekki í fangelsi, er
sú, að hann er nýkominn þaðan, og yfirvöldin hafa ekki
tíma til að hugsa upp eitthvað til að stinga honum inn
fyrir á ný.
En hvað um það, ég veit ekki fyrr, að Kalli Rosti
sé í nágrenninu, en ég heyri hann segja: „Jæja, jæja,
svo er nú það“. Síðan þrífur hann í kragann á mér,
svo mér þýðir ekkert að hugsa til að taka til fótanna,
enda þótt ég óski þess innilega.
„Halló, Rosti“, segi ég afar glaðlega. „Hvernig geng-
ur?“
„Allt meinhægt", segir Rosti. „Ég er feginn að sjá
þig, því ég er að svipast eftir félagsskap. Ég er þrjá
daga yfir í Fíladelfíu í viðskiptaerindum".
„Ég vona fastlega, að þér hafi gengið vel í Fílu,
Rosti", segi ég, en fréttin gerir mig afar taugaóstyrk-
an, því ég er mikið fyrir að lesa blöðin og mér, er sæmi-
lega ljóst, hvernig viðskiptum Rosta í Fílu er háttað.
Það er ekki nema einn dagur síðan ég les smáklausu
frá Fílu um það, hvernig Svarti Siggi, sem er mikill
stórlax í áfengisverzluninni þar, er sallaður niður rétt
við sínar eigin húsdyr.
Auðvitað veit ég ekki, að Kalli sé sá aðili, sem sallar
niður Svarta Sigga, en Kalli Rosti er í Fílu, þegar
Siggi er sallaður, og ég get lagt saman tvo og tvo eins
og hver annar. Það er alveg eins og ef bankarán er
framið í Cleveland, Ohio, og Kalli Rosti er í Cleveland,
Ohio, eða í nágrenninu. Svo ég er afar taugaóstyrkur,
og tel víst, að blóðþrýstingurinn hækki með hverri
sekúndu.
„Hvað hefur þú mikið á þér?“ segir Kalli Rosti. „Ég
er staurblankur".
„Ég hef ekki nema túkall, Rosti“, segi ég. „Ég borga
lækni tíkall £ dag fyrir að finna, að blóðþrýstingurinn
í mér er afar slæmur. En auðvitað er þér velkomið það,
sem ég á“.
„Jæja, túkall er ekki neitt fyrir heldri menn eins og
þig og mig“, segir Rosti. „Förum til Natans Detroit i
teningakast og vinnum peninga".
Nú auðvitað langar mig ekkert til að fara í teninga-
kastið hjá Natan Detroit, og ef mig langar þangað,
langar mig ekki að fara með Kalla Rosta, því maður
er stundum dæmdur eftir þeim félagsskap, sem hann er
í, einkum í námunda við teningakast, og það er hætt
við, að Kalli Rosti sé talinn' slæmur félagsskapur. Og
151