Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Side 24
Kveðjuorð
Andrés Sveinbjörnsson
hafnsögumaður
Hann fæddist 1. febrúar 1895 að Bíldsfelli í
Grafningi og lézt hinn 12. júlí 1955. Foreldrar
hans voru: Ólöf Andrésdóttir, nú komin yfir átt-
rætt og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, síðar bóndi
að Teigi í Fljótshlíð. Það er að bera í bakkafull-
an lækinn, er ég minnist frænda og samstarfs-
manns, svo vel hafa aðrir mér pennafærari
menn gert það.
En tvennt kemur til, í fyrsta lagi langar mig
að blað okkar sjómannanna, Víkingurinn, geymi
nafn hins mæta manns og svo í öðru lagi að blóð-
ið renni til skyldunnar. Þótt við Andrés heitinn
værum ekki náskyldir var svo margt sem við
áttum sameiginlegt. Skóli lífsreynzlunnar hafði
fært okkur sönnur á að lífið er enginn leikur,
þegar móðir með ung börn stendur ein og ó-
studd og óharðnaður drengur verður að gera
eins og hann getur til þess að skapa björg í bú.
Fyrstu kynni mín af ættingjum Andrésar var
er ég á barnsaldri var sendur til ömmu hans
Guðbjargar Árnadóttur á litlu Háeyri á Eyrár-
bakka til þess að læra að prjóna. Gudda Árna,
eins og við börnin kölluðum hina öldnu ágætis-
konu, hafði verið um skeið í þjónustu langafa
míns Þorleifs Kolbeinssonar frá Háeyri. Fyrir
frábæra þjónustu hafði Þorleifur gefið Guð-
björgu jörð í Árnessýslu og átti afnotagjald
jarðarinnar að vera nokkurskonar lífeyrir handa
henni. '
Næst . kynntist ég móðir Andrésar, Ólöfu
Andrésdóttur, og fannst mér hún alltaf minna
mig á móður sína Guðbjörgu, sama tryggðin,
festan og góðvildin.
Árið 1941 urðum við Andrés heitinn sam-
starfsmenn. Þau kynni er við samstarf okkar
myndaðist varð æ nánara og betra eftir því sem
árin liðu.
Alltaf var eitthvað traust og gott að vera í
návist Andrésar. Á gleðistundum var hann
hrókur alls fagnaðar og söngmaður góður. öll-
um mannúðarmálum hafði hann tíma og vilja
til þess að greiða atkvæði sitt. Hann var sannur
jafnaðarmaður í hug og hjarta, vildi öllum rétta
hjálparhönd sem bágt áttu. Andrés var hlé-
drægur í eðli sínu og lifði ekki lífinu til þess að
sækjast eftir metorðum. Fáa menn hefi ég
þekkt, sem betur hafa hugsað um móður sína til
hinztu stundar, en hann. Fyrir það ásamt svo
mörgu góðu, sem við samstarfsmenn hans við
Reykjavíkurhöfn og ótal aðrir, sem nutu að-
stoðar hans og leiðsagnar í hartnær 3 áratugi
veit ég að hann fær endurgoldið í ríki réttlætis,
þar sem fyrst og fremst er litið á hjartalagið
og þjónustu við aðra. Enn finnst mér, og svo
mun fleirum finnast, að vinur og félagi okkar
Andrés sé aðeins í burtu um stundai'sakir að
veita þeim leiðsögn, sem ókunnir eru í umdæmi
Faxaflóa, og þannig hugsa ég mér viðskilnaðinn
þar til við mætumst á landamærum lífs og
dauða og hann kemur öruggur, traustur og
hjálpfús að lseiðbeina ókunnugum leiðina að fót-
156
VÍKINGUR