Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Side 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Side 27
7/5. Danska sjómannasambandið hefur ákveðið að greiða í afborgun- um einnar milljón króna sekt, sem það verður að greiða vegna ólöglegs verkfalls. — Nýlega komu 16 þing- menn úr Æðsta ráði Sovétríkjanna til Stokkhólms. Munu þeir dvelja þrjár vikur í Svíþjóð í boði sænska þingsins. • Lögreglan í Ivaupmannahöfn telur sig komna á slóð smyglaraflokks, sem stundað hafi stórfellt gullsmygl til Norðurlanda undanfarin ár. — Nýlega varð mesti bruni, sem orðið hefur við höfnina í Sidney í Ástralíu síðan stríðinu lauk. • 14/5. Æ gilegt flugslys varð í Quebec í Kanada. Fórust þar eða er saknað yfir 50 manns, er þrýsti- lofsflugvél hrapaði til jarðar. • 16/5. Mollet, forsætisráðherra Frakklands og Pineau, utanríkisráð- herra, fara í opinbera heimsókn til Moskva. — Samkomulag hcfur náð/t um fiskveiðisamning milli Sovét- ríkjanna og Japans. — Stjórn Sovét- ríkjanna hefur ákveðið að fækka í herafla sínum um 1,2 millj. manna fyrir 1. maí 1957. • 18/5. Ríkisstjórnir Sovétríkjanna og Frakklands hafa gert með sér samning um verzlun og menningar- skipti milli landanna. • 23/5. Þess er nú minnst í Noregi og víða um heim að fimmtíu ár eru liðin frá dauða Henriks Ibsen. Minn- ingavikan var opnuð með hátíðlegri athöfn í ráðhúsi Olsóarborgar. — Mendes France, varaforsætisráð- herra Frakka, sagði af sér í gær. Er hann óánægður með stefnu Mollet-stjórnarinnar í Algiermálinu. V í K I N G U R — Ivnútur prins, bróðir Danakon- ungs, opnaði í gær hina alþjóðlegu fiskiðnaðarsýningu í Ivaupmanna- höfn. Fjórtán þjóðir taka þátt í sýn- ingunni, þ. á. m. íslendingar. • 25/5. Nýlega er látinn í Tangier í Norður-Afríku hinn heimsfrægi sænski sakfræðingur Harry Söder- man. Söderman var 54 ára, er hann lézt. — Um 200 manns hafa Iátizt af kóleru í Kalkútta. Pestin hefur herjað um hálfan mánuð. í Darwin í Ástralíu hefur fundizt stærsti „moli“ af bikblendi (pitchblende), sem sögur fara af, en hann vó eina smálest. Búizt er við að úr honum muni verða unnið úraníum. • 30/g. Ráðagerðir eru nú um að stofnsetja fríhöfn eða umskipunar- höfn á vesturströnd Grænlands og í sumar munu kanadisk eða bandarísk skip rannsaka möguleika á þessu. — Skýrt hefur verið frá því, að V. M. Molotoff, utanríkisráðherra Rússa, hafi beðizt Iausnar og Shepiloff, rit- stjóri „Pravda“, hafi tekið við starfi bans. 8/6. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að lækka fjárveitingu til efnahagsaðstoðar við erlend ríki um 1000 millj. dollara. — Franskir fornleifafræðingar hafa fundið menj- ar flokks manna, sem uppi var fyrir um 100 þúsund árum og talið er að sé tengiliður milli Neanderthals- mannsins og Cro-Magnonmannsins. • 13/6. Ofsarigningar hafa valdið miklum flóðum á ýmsum stöðum í Noregi og hafa flóðin valdið miklu tjóni. — Síðasta brezka herliðið hverfur á brott frá Egyptalandi eftir 74 ára óslitna setu á egypzkri grund. — Mikið járnbrautarslys varð ná- lægt borginni Reims í Norðaustur- Frakklandi, er hraðlestin milli París- ar og Lúxemborg fór þar út af spor- inu. — Nítján brezkir hermenn biðu bana af völdum skógarelda á Kýpur, en átján fengu alvarleg brunasár og önnur meiðsli. • 20/6. Farþegaflugvél frá Venezu- ela fórst og munu allir, sem i henni voru, 74 manns, hafa farizt. • 22/6. Skemmtisnekkju, er var að koma með fólk frá trúarhátíð, hvolfdi all-langt frá landi undan norður- strönd Jövu og fórust 73 manns, þar á meðal margt kvenna og barna. • 27/6. Laganefnd S.Þ., sem á að semja tillögur um nýjar alþjóðlegar siglingareglur, þ. á. m. landhelgis- reglur, kom saman á fund í Genf nýlega. — Frelsisráð Norður-Afríku, sem aðsetur hefur í Kario, hefur skorað á stjórnir Egyptalands, Italíu og Júgóslavíu að hafa milligöngu um málamiðlun í Alsír. — Til alvarlegra óeirða kom í iðnaðarborginni Poznan í Póllandi. Þúsundir verkamanna fóru í fylkingu um borgina, söfnuð- ust saman á torgunum. Þeir báru skjöld, sem letrað var á: Vér heimt- um meira brauð. Veltu þeir um spor- vögnum og bifreiðum og rifu í sund- ur rússneska fána. Kaupstefna hefur verið i borginni frá því 17. þ. m. og mikill fjöldi útlendra kaupsýslu- manna, og hafa fregnir borizt með þeim um óeirðirnar. • 28/6. Blaðamenn frá 8 meðlima- rikjum N.-Atlantshafsbandalagsins komu til Reykjavíkur. Munu þeir skoða landið og fiskiðnaðinn og ræða við ráðherra. — Eisenhower farinn af sjúkrahúsinu og heldur upp á 40 ára hjúskaparafmæli sitt næstu daga. — Portúgalar eru sagðir óðfúsir að fá bandarískar herstöðvar á Azor- eyjum, eftir að Alþingi samþykkti að segja upp herverndarsamningnum. Munu skilyrði þeirra verða, að Bandarikjamenn styðji kröfu þeirra um full yfirráð yfir nýlendunni Góa á Indlandsströnd. — ítalska lögregl- an á í höggi við geysifjölmennan glæpalýð, sem aðallega hefur eitur- smygl á starfskrá sinni, en einnig aðra glæpi. 159

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.