Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Page 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Page 1
SJOMAIMIMABLAÐIÐ UIKIH6UR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS XIX. árg., 1.—2. tbl. Reykjavík, jan.—febr. 1957 F.F.S.Í. 2 0 ÁRA BROT ÚR ÞRÓUNARSÖGU SAMTAKANNA Fyrsta hugmyndin um stofnun sambands sjó- manna mun hafa komið frá Vélstjórafélagi ís- lands. Var það Sigurjón Kristjánsson, er bar fram hugmyndina. Lá málið síðan niðri þar til árið 1931 og 1933 er Þorgr. Sveinsson skipstjóri tók málið upp að nýju. Ekki nærri öll þau félög, sem nú eru í sambandinu, höfðu þá verið stofn- uð. Félögin eru smátt og smátt að myndast, fé- lagsþroskinn var að skjóta frjóöngum víðs vegar um landið. Þau félög er voru þegar stofnuð héldu hugmyndinni vakandi, voru að velta henni fyrir sér, þar til stofnfundur var haldinn 8. des. 1936. Fyrsta stjórn sambandsins var þá valin, skip- uðu hana þessir menn: Hallgr. Jónsson vélstjóri, form., Guðbj. Ólafsson, hafnsögum., Sigurjón Ein- arsson, skipstjóri, Þorgr. Sveinsson, skipstjóri, Konráð Gíslason, kompásasmiður. Sambandið fékk heitið Farmanna- og fiski- mannasamband Islands. Sat þessi stjórn til fyrsta þings sambandsins, er var háð dagana 6.—10. júní 1937. Á öðrum stjórnarfundi sambandsins, er var haldinn 18. febr. 1937, var rætt um endurskoðað uppkast að lögum sambandsins. Skipstjórafélag Islands hafði lagt fram athugasemdir við laga- frumvarpið, var fundi um málið framhaldið 19. febr. Er lokið hafði verið athugun laganna var því lýst yfir af fulltrúa Skipstjórafél. íslands, Ásg. Sigurðssyni, að það gengi í sambandið og yrði þar með eitt af stofnfélögum samtakanna. Fyrsta málaskrá samtakanna á hinu fyrsta þingi var þannig: 1. Þingsetning. 2. Kosning fundarstjóra, ritara og vara- manna. 3. Val kjörbréfanefndar. 4. Upptaka væntanlegra félaga. 5. Kosið í nefndir: Dagskrárnefnd, Fjárhagsnefnd, Atvinnu- og launamálanefnd, Laga- og menntamálanefnd, Sjávarútvegsnefnd, Allsherjarnefnd. 6. Lög sambandsins. 7. Skólamál. 8. Siglingalögin. 9. Launakjör yfirmanna á fiskiflotanum. 10. Öryggi sjófarenda. 11. Útgáfa blaðs eða tímarits fyrir sjómenn. 12. Viðhald skipa og viðgerðir á skipum hérlendis. 13. Um ávöxtun félagssjóða. 14. Breyt- ingar á alþýðutryggingum. 15. Stjórnarkjör. 16. Endur- bætur á síldarverksmiðjum ríkisins. 17. Fjármál sam- bandsins o. fl. 18. Þingslit. Fyrsta stjórn sambandsins, er valin var á fyrsta þingi, var þannig skipuð: Ásg. Sigurðsson, for- seti, Þorst. Árnason, varaforseti, Magnús Guð- bjartsson, gjaldkeri, Konráð Gíslason, ritari, með- stjórnendur Guðbj. Ólafsson, Sigurjón Einarsson, Júlíus Ólafsson. Þessi félög voru stofnfélög sambandsins: Skip- stjórafél. Aldan, Rvík, Skipstjórafél. Ægir, Rvík, Skipstjórafél. Reykjavíkur, Skipstjórafél. Kári, Hafnarfirði, Skipstjórafél. Ægir, Siglufirði, Skip- stjórafél. íslands. Áttu öll þessi félög fulltrúa á hinu fyrsta þingi. Síðar bættust önnur í hópinn. Þau eru þessi: Hafþór, Akranesi, Skipstjórafél. Norðlendinga, Ak., Skipstjórafél. Bylgjan, Isaf., Skipstjórafél. Verðandi, Vestmannaeyjum, Dröfn, Fáskrúðsfirði, Þjálfi, Norðfirði, Grótta, Rvík, Loftskmfél. Islands, Mótorvélstjórafél. íslands, Skipstjórafél. Vísir, Keflavík. Á fundi sambands- stjórnar hinn 19/6 1939 var samþ. að gefa út fyrsta blaðið af Víkingnum, blaði samtakanna, hefur það komið út síðan mánaðarlega, fyrst í litlu upplagi, en hefir verið vaxandi og varð mest um 7 þús. eintök. Tuttugu ár eru nú liðin síðan sumt af því er hér hefur verið minnzt á, gjörðist, er það að vísu ekki langur tími af lífi stétta- eða þjóða, þótt þetta árabil sé allvendegur hluti af manndóms- ævi einstaklinga. Eftir að sambandið var stofnað var strax farið að hafa afskipti af hinum ýmsu málum, er varða sjómennsku, menntun sjómanna og öryggi á sjó, meðal margs annars, sem allt að sjálfsögðu kem- ur mjög við atvinnusögu þjóðarinnar og varðar alla þjóðina. Verður aðeins drepið á nokkur mál til minnis. Strax á fyrsta ári var hafin barátta fyrir endurskoðun laga um eftirlit með skipum. Þá beitti sambandið sér fyrir endurskoðun á lög- um um atvinnu við siglingar 1938. Var það gjört 1 LANDSBÓKASAFN 211298

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.