Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Side 2
Asgeir Sigurösson skipstjóri,
forseti F.F.S.Í. í 20 ár.
til þess að auka á
menntun sjómanna
og átti einnig að
verða til þess að úti-
loka undanþágur.
Menntunin hefur
vissulega verið bætt,
en undanþágurnar
hafa enn haldið
áfram og því er ver-
ið að endurskoða lög-
in að nýju.
f sambandi við
bætta menntun var
höfuðmálið að fá nýj-
an og fullkominn
skóla fyrir allar sér-
greinar sjómanna-
stéttarinnar. Var
bornsteinninn lagður
að hinum nýja skóla
á 'Sjómannadaginn á
fullveldisárinu 1944.
Gjörði það fyrsti forseti hins fullvalda ríkis,
herra Sveinn Björnsson. Var það mikill
dagur og góður áfangi á leið til meira menn-
ingarlífs fyrir íslenzku þjóðina. f byggingarnefnd
sjómannaskólans hafa ávallt starfað tveir menn
frá samtökunum, þeir Ásg. Sigurðsson og Þor-
steinn Árnason, auk fulltrúa frá Sjómannafélagi
Rvíkur. Var það Sigurjón Á. Ólafsson, á með-
an hans naut við.
Samtökin hafa og látið til sín taka lagfæringu
á skatta- og tollamálum vegna sjómanna og sjáv-
arútvegs. Þá má og nefna byggingu og rekstur
fiskiðjuvera, síldarverksmiðja, verbúða o. fl. Hafa
afskipti af þessum málum á stundum verið all-
mikil, þótt aðrir verði taldir upphafsmenn mál-
anna.
Áframhaldandi og langvinn barátta fyrir nýj-
um og fullkomnum tækjum við sjómannaskólann
og fyrir lúkningu byggingarinnar og lagfæringu
á umhverfi skólans. Að vísu miðar þessu öllu
áfram, en er þó eigi lokið, vegna þess að eigi er
veitt nægilegt fé til þessa.
Strax á fyrstu þingum samtakanna var hafin
barátta fyrir auknum og bættum skipastól lands-
manna og hefur ávallt verið stutt að þeim mál-
um eftir megni. Þá hefur og krafan um bættar
og nýjar hafnir verið ein af höfuðmálum sam-
takanna, til öryggis og atvinnubóta, til eflingar
sjávarútvegi.
Þá hafa og samtökin mjög stutt að bættu vita-
kerfi iandsins og átt fulltrúa í vitamálanefnd og
haft hið bezta samstarf við vitamálastjóra og vita-
málanefnd. Þeir menn sem starfa fyrir samtökin
í byggingarnefnd Sjómannaskólans og Vitamála-
nefnd, vinna þessi störf sem þegnskaparstörf við
stéttina og þjóðina og þiggja ekki laun fyrir.
Samtökin hafa og haft með höndum samninga-
gerð og leiðbeiningarstarf fyrir sambandsfélögin
í sambandi við rétt sjómanna á ýmsum sviðum.
Þá hafa menn frá samtökunum lagt á sig mikið
starf í sambandi við Sjómannadaginn og þau
mannúðarmál, sem unnið er að í sambandi við
hann, svo sem dvalarheimilið o. fl.
Samtökin hafa mjög látið til sín taka stækkun
landhelginnar og bætta landhelgisgæzlu. Hafa
samtökin stutt að þessum málum með blaðaskrif-
um, samþykktum og áskorunum. Hefur samvinn-
an um þessi mál verið góð við ráðandi menn í
ríkisstjórn. Sjávarútvegsmálaráðh. hefur lengst
af verið á þessu tímabili Ólafur Thors.
Blaðinu hefur á stundum mjög verið beitt í
málefnum sjómanna og öllum öryggis- og menn-
ingarmálum, sem snerta þeirra starf.
Það væri hægt að halda lengi áfram að telja
það sem samtökin hafa látið til sín taka og reynt
að hafa áhrif á stéttinni og þjóð vorri til heilla,
en hér verður látið staðar numið með hliðsjón af
því að mörgum mun finnast þetta heldur þurr
lestur.
Það þótti þó rétt að drepa á nokkur þau stærstu
mál, er samtökin hafa beitt sér fyrir, eins og
venja er annarra við slík tímamót. Hvað sem
öðru líður, þá er það víst að ef samtökin væru
ekki til, þá væru ekki eins markvissar aðgerðir
í þeim málum ýmsum, sem hér hefur verið drepið
á, enda varla þess von þar eð þau eru sum þess
eðlis, að þar geta sjómenn bezt dæmt um og að
betur sjá augu en auga. Allir verða að viður-
kenna, að sérþekking á hverju sviði er nauðsyn-
leg og hana hafa samtök vor látið í té í ríkum
mæli og í fjölmörgum málum, af fúsu geði og án
nokkurs endurgjalds annars en þess, að gott er
þjóðhollt starf, gott er að stuðla að þörfum mál-
um og búa í haginn fyrir fi-amtíðina og þær kyn-
slóðir er taka við af okkur.
Ég vil leyfa mér að þakka fyrir hönd sjómann-
I sambandi við badta menntun var höfuðmálið að fá nýj-
an og fullkominn skóla fyrir allar sérgreinar sjómanna-
stéttarinnar.
2