Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Qupperneq 5
heima lengi. Eiga þau einn annan son, sem verður
stýrimaður á hinum nýja togara Norðfirðinga.
Pétur var hinn mesti efnismaður. Hann var 1.
stýrimaður á Goðanesi, en skipstjórinn á skipinu,
Ólafur Aðalsteinsson frá Grenivík, var í landi.
Bjargaðist á síðasta augnabliki
Axel Óskarsson loftskeytamaður var einn þeirra
skipverja er eftir voru í Goðanesinu er það brotn-
aði og sökk, og var mjög hætt kominn. Hefur
hann skýrt þannig frá björgun sinni:
„Þegar ég hafði
lokið síðasta kall-
inu, fór ég úr
loftskeytaklefanum
fram á stjórnpall-
inn og sá Guðmund
Sigurðsson standa
bakborðsmegin við
dyrnar út á brúar-
vænginn. Sá ég
þá að Guðmundur
stakk sér út um
dyrnar og yfir brú-
arvænginn og í sjó-
inn. Hann var með
bjarghring um sig.
Þegar ég kom að
bakborðsdyrunum
stóð straumurinn
inn í stýrishúsið og
sjór upp í mitti.
Hafði ég ekki handfestu og kastaði straumurinn
mér aftur á bak og lenti ég á dýptarmælisskápn-
um, sem festur er á framhlið brúarinnar milli
3. og 4. glugga, og stöðvaðist þar. Gerði ég mér
nú grein fyrir að heppilegra mundi reynast að
komast út um bakborðsdyrnar heldur en glugg-
ana eða stjórnborðsdyrnar. Náði ég taki með
vinstri hendi á dyrakarminum. Var straumurinn
inn í brúna svo mikill að fyllti út í dyrnar. Tókst
mér þó að stinga höfðinu í strauminn og koma
hægri fæti út fyrir dyrnar og upp á brúarvæng-
inn. Einhvern veginn tókst mér að koma höfð-
inu út fyrir dyrnar og efri hluta líkamans, þannig
að meðan straumurinn var inn í stýrishúsið sog-
aðist neðri hluti líkamans inn í stýrishúsið.
Straumurinn fór nú að minnka og þegar jafn-
vægi hafði náðst fannst mér ég sjá ljósglætu fyr-
ir ofan mig og byrjaði að synda upp, en ég var
í björgunarvesti og barst allhratt upp. Skaut mér
upp í gegnum þykkt olíulag. Ég sá ekki neitt til
að byrja með. Næst kom alda og kastaði mér til
í sjónum og lenti ég á braki án þess þó að meiða
mig. Þá synti ég af stað í átt til ljósa, sem ég
sá á björgunarskipum. Var þarna brak allt í kring-
um mig, ég kallaði nöfn nokkurra skipsfélaga
minna, en hvorki sá til þeirra né heyrði. Synti
ég þá áfram, en bóman á formastri flaksins kom
upp úr sjónum 2—3 m frá mér og breytti ég
því stefnu til að komast fram hjá henni. Því næst
tók ég aftur stefnu á ljós björgunarskipanna,
þræddi fyrir brak í sjónum og komst svo nálægt
að ég greindi skipsskrokkinn þrátt fyrir bjarm-
ann af kastljósunum og heyrði mál manna á skip-
inu, sem reyndist vera Hrókur. Sá ég trillubát
leggja af stað frá Hrók og koma í áttina til mín.
Var ég nú tekinn um borð í trillubátinn".
Sjóréttur var haldinn útaf strandi b/v Goða-
ness í Neskaupstað dagana 5.—7. janúar.
Kom þar m. a. fram í sambandi við björgun
skipverja af frásögn Halldórs Halldórssonar 1.
stýrimanns, að skipverjar reyndu strax að koma
út björgunarbátunum, en bakborðsbáturinn brotn-
aði strax, en hinum tókst að koma á sjóinn, en
skipverjar misstu hann frá sér meðan verið var
að koma honum til hléborða.
Er skipið fór að síga að aftan gaf skipstjóri
fyrirmæli um að allir skyldu flýta sér fram á
stjórnpall. Sluppu allir sem á bátadekkinu voru
og mátti þó ekki tæpara standa. Eftir það höfð-
ust allir við í brúnni, kortaklefa og loftskeyta-
klefa þar til öruggt fluglínusamband við fær-
eyskt skip og björgun gat hafist.
Munu 10 menn hafa farið í björgunarstólinn
fyrsta klukkutímann. Skipstjóri batt alla í stól-
inn. Þegar 18. maður var um það bil kominn út
í björgunarskipið, brotnaði Goðanes um hádekkið
og afturhlutinn fór að síga hraðar. Björgunar-
tóllinn kom samt aftur og átti að setja tvo menn
í hann, Sigurrík Ormsson og Finnboga Finnboga-
son. Sá síðarnefndi flaut úr stólnum aftur, en Sig-
urríkur varð fastur með annan fótinn í stólnum
og hélt hann utan um Halldór stýrimann, sem
haldið hafði við stólinn og sleppti ekki takinu.
Voru þeir þannig dregnir yfir að björgunarskip-
inu.
Það síðasta, sem 1. stýrimaður sá, var að skip-
stjórinn hjálpaði Finnboga aftur upp á brúar-
vænginn, en Guðmundur Sigurðsson og Axel Ósk-
arsson voru inni í brúnni. Gaf Guðmundur merki
með vasaljósi, að draga mætti björgunarstólinn
yfir, en slík merkjagjöf var viðhöfð meðan á
björgun stóð. Eftir þetta hvarf afturhluti skips-
ins sjónum Halldórs stýrimanns.
Guðmundur Sigurðsson 3. vélstjóri skýrði frá
því að það síðasta sem hann hafi séð til skipstjór-
ans hafi verið er honum (skipstjóra) og Finn-
boga skolaði út af brúarvængnum. Ekki gat hann
séð að skipstjórinn hefði neitt flot sér til bjargar,
en áður sá hann að hann hafði belg hjá sér, þó
ekki bundinn við sig.
5