Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Side 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Side 7
Frakklandi og Belgíu. I samvinnu við Rumold, son sinn, bætti hann í hana Evrópukortinu frá 1554. Við þetta bætti hann kortum af Ítalíu, Grikklandi, Krít o. fl. Önnur kort í þessa bók fullgerði Rumold, sonur hans. Mercator var nú tekinn að eldast. Árið 1590 fékk hann slag, sem reið honum þó ekki að fullu, en hann náði sér aldrei eftir það, sem ekki var heldur við að bú- ast um jafn aldraðan mann. Þann 5. des. 1594 andaðist Gerardus Mercator og var grafinn í Duisburg; fór vel á því, þar ól hann lengi aldur sinn. Hann vann mannkyni öllu mikið gagn með þrotlausu starfi um langa ævi við vísindalegar landfræðirannsóknir og korta- gerð. Hann hjálpaði til við að létta oki hinna Ptolemysku kenninga af vísindalegri hugsun. Snilli hans kemur skýrt í ljós í kortunum, sem hann var höfundur að. Allir siglingafróðir menn eru heima í Mercatorkortunum, en ekki eru allir menn sigiingafróðir. Stutt lýsing á helztu eigin- leikum þeirra fer hér á eftir. Mercatorkortið er stærðfræðileg aflögun af yf- irborði jarðar. Iiið kúlulaga yfirborð jarðar er gert að sléttum fleti. Breiddarbaugarnir á jörðinni eru samsíða hringlínur. Á kortinu eru þeir beinar samsíða línur. Lengdarbaugarnir eru hálfir stór- baugar á jörðinni, sem nálgast hver annan eftir því sem nær dregur jarðskautunum og ganga að lokum gegnum þau. Á kortinu eru lengdarbaug- arnir beinar samsíða línur, sem mynda rétt horn með breiddarbaugunum. Við Miðjarðarbaug er ekki um neina aflögun í kortinu að ræða. Aflög- un kortsins kemur til skjalanna strax og Mið- jarðarbaug sleppir og fer vaxandi eftir því sem fjær dregur honum. Ekki er hægt að láta Mer- catorkort ná alla leið til jarðskautanna. Þar verð- ur aflögun kortsins allt of mikil og það ónothæft. Galdurinn við Mercatorkortið er meðal annars sá að hlutfallið milli breiddarbaugsmínútna og lengdarbaugsmínútna er alls staðar hið sama í kortinu og á samsvarandi stað á jörðinni. Miðað við hina takinörkuðu þekkingu manna á jörðinni á 16. öld er Mercatorkortið merkilegt afrek. Fleiri gerðir korta hafa verið fundnar upp síðan. Þrátt fyrir það eru sjómenn hvarvetna um heim þéirr- ar skoðunar að framlag Mercators í kortagerð sé það þýðingarmesta. Þýtt úr ensku: Grímur Þorkelsson. Doiíufiskarar ÞaS var um miðnætti og það voru vaktaskipti um borð í skipinu okkar, fjórmöstruðu s'konnortunni „Arg- us“, sem var á leið frá Lissabon til Grand banka við Nýfundnaland 2000 sjómílur í burtu. Úfinn og órakað- ur Portúgali gekk til lúkarsdyranna og kallaði niður til hinna sofandi: Oh. Lofið þið drottinn og tilbiðjið hann ávallt. Blessað sé skip okkar og öll áhöfn þess. Fljótlega bröltu skuggalegar verur út á dekkið. Nýr rormaður kom afturá, tók ofan húfuna og mælti: „Lofaður sé drottinn og Jesú frelsari", síðan tók hann við stýrinu, til að stýra „Argusi“ gegnum ógnandi marznóttina. Mér fannst erfitt að trúa því, að það væri árið 1950, því það var eins og bergmál frá ferðum Col- umbusar í hinum guðræknislegu siðum um borð í Argusi. Menn okkar voru þátttakendur í fyrirtæki, sem staðið hafði algjörlega óbreytt gegnum aldirnar. Þeir voru doríumenn; menn, sem fóru með doríum um þorskamið, aleinir á opnum árabátum. Eins og sjó- mönnum Columbusar var trúin þeirra eina hjálp. Á síðustu tímum hefur þróun í fiskveiðum stórlega fjarlægzt doríuveiðiaðferðina. Nú kemba kraftamiklir togarar sjóinn með afkastamiklum botnvörpum. En Portúgalarnir, þeir hjá „Guild of Codfish Shipowner" stofnsett árið 1500, nota ennþá hinar gömlu aðferðir. Yfir svæði af Grandbankanum og Davis Short banka nærri Grænlandi, þar sem hinn hrjúfi harði botn myndi rifa botnvörpur togaranna, finna þessir fiskimenn þorskinn. Það er efnahagsleg nauðsyn, því 5000 fjöl- skyldur í 50 portúgölskum bæjum eiga velferð sína undir að svo sé. Argus var eitt hinna 63 skipa, sem Porúgalar gera út á 6 mánaða sumarvertíð. Þó hann væri að vísu seglskip, var hann nýtizku skip. Undir þiljum var stór dieselvél ásamt hjálparvélum til ljósa, upphit- unar, ennfremur knúðu þær kæliklefa, akkerisvindu og dælur. Einnig hafði skipið bergmálsdýptarmæli, svo og talstöð, til að halda sambandi við hin skipin í flotanum. — Hátalarakerfi flutti útvarpsdagskrána um hvern krók og kima, svo allir gátu hlustað á út- varp. Jafnvel með slíkum þægindum er þessi grófa sjó- sókn sennilega sú erfiðasta í okkar nýtízku veröld. Útbúnaði doríumannanna var staflað á þilfarið. 60 litlum doríum, sem hver um sig var um 14 fet á lengd, þóftu og stýrislausar. Þær virtust eins og stækkuð mynd af því, sem smádrengir smíða í bað- herbergisflotann sinn. — Það var lygilegt, að menn skyldu bjóða sjálfu Atlantshafinu birginn á svona fleytum. „Argus“ náði til Grand Banka í maí, og veiðarnar hófust á gráum, köldum degi. Um leið og fór að skima af degi, söfnuðust doríukarlarnir í biðröð, til að fá afhenta beitu, en hún var geymd undir lás í frysti- klefanum. Beitan var dýrmæt, því skipverjum var greitt eftir aflahlut. (Hér er sennilega átt við, að beitan sé dregin frá hlut hvers og eins). Þegar lokið var við að beita línuna og búið að koma henni fyrir voru þær hífðar útbyrðis. Doríu- .7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.