Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Síða 10
rúmi, — dásamlegt tilhugalíf með töfrandi æv- intýraleikjum, nefnir Constantin-Weyer það, — til þess að örva hormónaframleiðsluna. Kviður kvenfisksins bólgnar út, er eggin taka skyndi- lega að þrýzta á, karlfiskurinn gefur frá sér einn eða tvo dropa af sæðisvökva úr sæðispípum sín- um, og þá vefja þau sporðunum saman; hann opnar til hálfs eins konar vasa, og hún verpir þar eggjum sínum, sem hann þarf síðan að frjóvga og annast um. Þótt menn muni líklega stórhneykslast, er þeir heyra um siðferði dragonettunnar, verðum við að játa, að meðal mannanna er þvílíkt lauslæti alls ekki óþekkt. En hún leyfir hvaða karlfiski sem er, svo framarlega sem hann reynist sæmilegur elskhugi, að „fara út“ með sér og synda við hlið sér með eyrugga sinn samanslunginn hennar, — „rétt eins og maður og kona halda undir arm hvors annars á „spássértúrum", — eins og próf. Bertin útskýrði. Aðrir karlfiskar sveima í kringum hina hamingjusælu elskendur og bíða þess að röð- in komi að þeim að fá hlutdeild í hamingjunni. Vísindarit ættu ekld að vera ,,þurr“. Því er víðs fjarri að vísindamenn og náttúru- fræðingar viti, enn sem komið er, allt um hjú- skaparhætti fiskanna, eins og Constantin-Weyer viðurkennir. Og raunverulega eru þeir fróðleiks- molar, sem mönnum hefur tekizt að viða að sér aðeins brot af öllum hugsanlegum fróðleik um líf og hætti fiskanna almennt. En þetta stutta yfirlit um einn kafla þessarar mjög svo skemmti- legu bókar mun nægja til að fullvissa lesandann um, að höfundur hefur ekki við samningu bókar sinnar einskorðað sig við strangvísindalega fram- setningu á efni því, er hann hefur tekið til með- ferðar, og ósvikinn áhugi hans á lífi sjávardýr- anna ieynir sér ekki. Þótt bókin sé fyrst og fremst skrifuð fyrir nátt- úrufræðinga og veiðimenn, er hún rituð í svo ferskum og líflegum stíl, ólíkt mörgum vís- indaritum, að al- menningur mun eiga auðvelt með að lesa hana sér til skemmtunar. Flest- um mun við lestur hennar opnast nýr heimur, ,sem hingað til hefur að mestu leyti verið ókunnur mönnum, jafnvel þeim, sem taka lífs- viðurværi sitt af því að nýta auðæfi hans. Þýtt. BRIMLENDING Jæja! Komnar til að syngja fyrir mig, og er- uð þrjár, glæsilegt tríó það. Og hvað ætlið þið svo að segja, blessaðar? „Ólafur reið með björg- um fram“. „Nei, mínar kæru, það lag og ljóð á aldrei að syngja fyrir sjómenn, því þá er óðar komið rok“. „Já, þess vegna á að syngja það einmitt í dag“. Hva — hvaða bölvaður gauragangur er þetta þarna? „Ætlarðu ekki að vakna, dreng- ræfill, stoppaðu klukkuf jandann!“ Það var formaður minn, Árni Dag- bjartsson, sem talaði og ýtti við mér. Mig hafði verið að dreyma. Ég þreif vekjaraklukkuna af pjáturdiskin- um, er ég staðsetti hana venjulega á, til að fá hljóm hennar sem mestan, og skaut henni undir sæng mína, því tippi það er þagga skildi niður í henni, var brotið, einnig var af henni annar fóturinn og glerið, ræksnið sem var að gefa til kynna að kl. væri 6 að morgni hafði fengið þessi áföll, af því að hún lenti ekki alltaf undir sæng minni, er hún hóf söng sinn, heldur á ómýkri stað. „Ætlarðu ekki að hafa þig í að kveikja á prímusnum, drengur; það er naum- ast að þú hefur sofnað“, kvað aftur við í for- manninum. „Já, hann hvessir í dag, Árni minn“, sagði ég um leið og ég strauk stírurnar úr aug- unum. Svo fór ég að átta mig á veruleikanum. „Af hverju heldurðu það?“ spyr Árni. „Af því að mig var að dreyma stelpur, þær voru þrjár. Bölvuð klukkan að vekja mig, þetta leit vel út“. „Ef hann gerði nú alltaf rok þegar þig dreymir um kvenfólk, Doddi minn, þá væri ekki mikið um sjóferðir frá Kvígindisdal“, sagði Árni um leið og hann reis upp í rúminu, opnaði gluggann, stakk höfðinu út og spýtti í löngum boga út á mölina fyrir neðan. Ég hafði nú kveikt á prím- usnum, sem stóð á kassa við rúm mitt og sett ket- iþnn yfir. Kaffikannan stóð einnig á kassanum, svo og annað er til kaffidrykkju þurfti. Árni lok- aði glugganum, leit á barómetið, sló á það með tveim fingrum hægri handar, ók sér svolítið, en stakk sér svo undir sængina, meðan hitnaði á katlinum. Það gerði ég einnig. „Hvernig lízt þér á hann?“ spyr ég syfjulega. „Það er bezta veður Þórður Jónsson útvegsm.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.