Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Page 12
í dag, það er stórstraumur, og rjúki hann hastar- lega upp á norðan, sem ég satt að segja held, þá veiztu hvernig hann er fyrir Blakknum. Þarna kemur Viggó Bensason á „Hafrænunni“, og Bjart- ur Torfason á „Blikanum". Þeir ætla ekki að láta fjara út undan sér núna“. „Og enn koma bátar fyrir Vatnseyraroddann, hverjir fara þar?“ spyr ég. „Það er Árni Gunnar fyrstur, Jón Þórðarson, svo er það Kambanarnir eða Gummi Þórðarson“. „Varstu jafn glöggur á að þekkja stóru skipin eins og litlu bátana?“ „Já, því það er mikið auð- veldara að þekkja þau. Þeim þótti ég minnsta kosti glöggur að þekkja varðskipin, þegar ég var á „Ráninni“. Réttu mér kaffiflöskuna mína, Gauji! Þetta var svo skammarlega lítið sem strákurinn gaf mér í morgun“, kallar nú Árni til framskips- manna, og Guðjón kom með kaffið. Eftir að við höfðum keyrt í einn tíma og 20 mínútur var vélin stöðvuð og færum rennt í sjó, og vorum þá eftir „Flöskuhlíðarhorninu“. Sig- urður var fyrstur í botninn og dró strax einn hvítan og fallegan fisk, en hann var húkkaður, sá skratti. Svo komu hér færin í botninn hvert af öðru en enginn varð var. „Heldurðu að hann fáist núna á Kollsvíkinni?" spyr Siggi Árna. „Það þætti mér trúlegt, minnsta kosti í niður- sláttinn á suðurfallinu“, svarar Árni og fer að draga inn færið sitt. Við fengum skipun um að hafa upp færin. Það átti að kippa, en það var ekki síðasti kippurinn þennan dag. Alltaf var verið að færa sig úr stað, en sá guli var alls stað- ar nauðatregur, og virtist það eins hjá öllum bát- unum, sem allir voru ennþá í flóanum, á víð og dreif. Nú var komið fram um hádegi og suðurfall. Aðeins fór að bera á norðansjó, þegar suðurfall- inu tók, þótti öllum það ills viti. Enn var þó logn. Bátana rak nú suður yfir flóann og voru sumir komnir allt suður á móts við Blakk. For- mennirnir virtust hafa Kollsvíkina í huga, og allir hafa þeir sennilega velt fyrir sér sömu spurning- unni: Ríkur hann hastarlega upp með norðan? Enginn virtist þó fyllilega vera búinn að gera upp við sig svarið. En hvað var það þá sem aftr- aði þeim svo mjög frá þessum fengsælu miðum. Jú, það var þessi slæma torfæra á sjóleið smá- báta frá Patreksfirði og út á „víkur“, Blakknes- röstin. Flestir eða allir formennirnir höfðu þar komizt í krappan dans við dætur Ægis og stund- um sloppið nauðuglega með því kannske að fleygja aftur í Ægi nokkru af afla þeim, er þeir með ær- inni fyrirhöfn höfðu sótt í greipar hans. Nú var röstin slétt og lygn eins og hafið í kring. En á mjög skömmum tíma gat hún skipt um ham og orðið þessum litlu fleytum hættuleg, þótt stjórn- endur þeirra beittu allri sinni leikni til að halda þeim á floti. Tveir af þeim formönnum er þarna voru, voru sérstaklega vel kunnugir á Kollsvík, landtöku sem öðru, þeir Ámi Dagbjartsson, sem verið hafði mörg ár formaður þar, og Guðbjartur Torfason, sem fæddur var og uppalinn í Kolls- vík og hafði stundað þaðan sjó frá barnæsku, en var nú fluttur til Patreksfjarðar. Hinir formenn- irnir voru allkunnir fiskimiðum á Kollsvík, og þekktu þar helztu boða og grynni, svo sem Djúp- boða, Arnarboða, Leiðarboða og Þembu, sem allt eru blindsker á fiskislóð og brjóta ef um stór-' sjó er að ræða. En þeir voru alls ókunnir brim- lendingunni í Kollsvík og öðrum ,,útvíkum“. Þeir vissu því vel, hvað þeir voru að gera, þegar þeir streittust við að láta þann gula ekki lokka sig í tvísýnu út á Kollsvík. Formaður minn var far- inn að verða nokkuð brúnaþungur, sá guli hafði verið honum erfiður í dag. Hann dró letilega upp færið sitt, lét lóðið detta á plittinn, sló af sér vettlingum niður á þóftuna, þar sem þeir myndu liggja í umkomuleysi þar til formanni þóknaðist aftur að rétta þeim hendur sínar. Hann skirpti út úr sér þvældri tóbakstuggu, fór með hægri hendina niður í buxnavasann, dró upp rjólstubb og beit af. „Heldurðu að það sé ekki rétt, Sigurður, að við skryppum suður á víkina um niðursláttinn? Hann kannske rjúki ekki svo fljótt upp“. „Ég held að það sé ekki um annað að gera eða þá að koma sér í land“, sagði Sigurður og fór að draga inn færið. „Hafið ykkur upp, strákar, og settu í gang“, sagði Árni og stakk sveifinni í stýrið. Vélin fór í gang, og báturinn rann af stað. Við fengum okkur nestisbita meðan vélin og straumurinn dreif bátinn suður á víkina. Fleiri bátar voru nú komn- ir á suðurleið, svo sem Guðbjartur Torfason, Jó- hann Magnússon, Friðþjófur Þorsteinsson og Viggó Bensason. Þung undiralda frá norði’i fór að gera vart við sig öðru hvoru, svo báturinn jók skriðinn til muna, er hún kom undir, en svo var eins og hann sigi aftur í, er aldan gekk fram- undan. Enn var hvítalogn, en þokumistur að fær- ast upp í „Kópinn“. Flestir bátanna fóru nokk- uð langt suður á víkina, en við stoppuðum nyrst á víkinni, þar sem sandurinn byrjar. Færum var rennt í sjó og strax var fiskur á hverju bandi og allir kepptust við dráttinn. Nú skulum við um stund yfirgefa bátana á víkinni, sem allir eru í nógum fiski, og bregða okkur upp í Kollsvíkurlendingu, sem venjulega er kölluð „Verið“, og sjá hvað þar er að gerast. Kollsvíkin takmarkast af Blakknum að norðan, en Breiðnum að sunnan. Ströndin sveigist lítils hátt- ar inn á milli þessara fjalla og heitir þar Kolls- vík. Þar fyrir framan eru hin fiskisælu Kolls- víkurmið, sem er sandræma fyrir allri víkinni með þeim boðum og grynnum, sem áður eru talin; dýpi um 12 faðmar. Skammt fyrir sunnan Blakk- inn er aðallendingin, „Verið“. Víðar má þó lenda. Fjaran er sendin, en hleinar um fjöruborð. Lend- ingin er fyrir opnu hafi og því ótrygg, sérstak- lega í norðurátt. Aðallega er um tvær leiðir að

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.