Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Síða 14
að sjá bát, þótt nærri væri, nema svo hittist á að báðir væru uppi á öldufaldi samtímis. Þannig gekk siglingin. Árni var í essinu sínu og spýtti af mikilli leikni og ánægju út í græn- golandi öldurnar, þegar hann hafði snúið þær af sér. Við áttum nokkurn spöl eftir ófarinn að Blakknum, þegar stórt og víðáttumikið grunnbrot kom æðandi á móti okkur. „Hver dj. .. ., það er grunnbrot á Þembunni. Þetta er alger ófæra, eða hvað sýnist þér, Sigurður?" Um leið og Árni sagði þetta, vék hann bátnum, og með snarræði tókst honum að mestu að forðast brotið. „Það sýnist með öllu ófært fyrir Blakk nú, enda erum við hér á versta tíma norðurfallsupptakanna, en fárra kosta er völ“, sagði Sigurður um leið og hann dældi sjó úr bátnum. „Einn er þó sá kost- ur fyrir hendi er ég mun taka, en það er að lenda í Kollsvík“, segir Árni. „Heldurðu að það sé ekki löngu ófært þar?“ spyr Sigurður. „Það kann að vera, en þangað fer ég, ef mér tekst að snúa“. „Það kann að vera að það sé á þínu færi að lenda þar“, sagði Sigurður um leið og hann hætti að dæla, báturinn var þurrausinn í bili. „Mér þykir ekkert verra að drepa okkur þar en annars stað- ar“. Árni hló við um leið og hann sagði þetta síð- asta. Nú var andæft, og beðið lags að snúa. „Þú verður fljótur að gefa fulla ferð, strákur, þegar ég segi þér og hafðu lapparskrattann á stillin- um“. Ég gerði svo sem fyrir mig var lagt. „Fulla ferð“, og til áréttingar var ýtt harkalega á öxl mér. Bátnum var snúið leiftursnöggt, en hann var samt ekki orðinn fyllilega réttur, er stór sjór reið undif. Báturinn reis að aftan og hallaðist mikið í bak, svo við lá að hann tæki sjó um bátsrúmið, svo tók hann geysilegt hlaup. Græn- golandi veggir hlóðust upp fyrir borðstokkinn, allt frá miðskipa og aftur úr. 1 fyrstu var tví- sýnt, hvort Árna tækist að rétta bátinn eða hon- um hvolfdi þarna. Er sjórinn var kominn fram um miðskipa réttist báturinn og seig aftur í und- ir næstu báru, sem virtist ætla að hvolfast yfir. Þá var dregið úr ferðinni og lensað með hægri ferð. „Hafið þið séð nokkurn bát, strákar ?“ spyr Árni aftur. Jú, við töldum okkur hafa séð bát Jóhanns uppi á öldufaldi alllangt í burtu. „Ég vildi að enginn þeirra færi að elta mig upp í Kollsvík", sagði Árni eins og við sjálfan sig. Og svo spýtt’ ’ann þessi sægarpur og sagði við Sig- urð: „Ég held það sé öruggara að þú verðir við vélina, Siggi, þegar til landtökunnar kemur, ég veit ekki nema það komi fát á strákinn og hann geri einhverja vitleysu". En nú var ég fljótur til svars: „Ef ég fæ ekki að stjóma vélinni við land- tökuna, þá skal ég aldrei snerta á henni framar". Þeir hlóu báðir, Árni og Sigurður, því ég sagði þetta með þjósti miklum. En svo birsti Árni sig og sagði: „En ég drep þig, ef þú lætur hana stoppa“. „Heldurðu að þú þurfir þess, Árni minn, Framh. í næsta blaði. RITSTJÓRASKIPTI Með þessu blaði verða ritstjóraskipti við Víking- inn, undirritaður, hættir ritstjórninni, en við tekur Halldór Jónsson, sem les- endur Víkingsins kannast við, þar sem hann hefur áður verið ritstjóri blaðs- ins, á árunum 19Jj2—’U5. Orsakir þess að ég hætti nú starfi við blaðið eru eing.öngu annir við önnur tímafrek störf. Samstarf við útgáfustjórn, ritstjórn og afgreiðslu blaðsins hef- ur ávallt verið hin ánægju- legasta og þakka ég þeim aðilum samvinnuna í nærfellt þrjú ár. Blaði, sem er jafn stórt og Víkingurinn, er nauðsynlegt að hafa sem fjölbreytilegast efni, en slíkt er aðeins hægt með góðri samvinnu við hinn fjölmenna lesendahóp. Eru því allar greinar um málefni sjómanna og allt þeim viðkomandi vel þegnar héreftir sem hingað til. Lesendum og. öðrum velunnurum blaðsins þakka ég tryggð og velvild, ekki sízt þeim sem stutt hafa mig í starfinu með því að senda blaðinu ágætar greinar og annað efni, sem borizt hafa á þessu tímabili. Vil ég biðja þá að láta nýja rit- stjórann njóta sama stuðnings og velvildar i starfi sem mér hefur hlotnazt. Sjötugur Sigurður Guðnason skipstjóri í Hafnar- firði varð sjötugur 4. jan. sl. Hann var lengi skútuskipstjóri og átti mikilli farsæld að fagna í starfi. Fyrir nokkrum ár- um birti Víkingurinn Sigurður Guötkisou sJczpst]. nokkrar myndir af seglskútum, sem Sig- urður hafði smíðað og bera hagleik hans vitni, enda þótt hann hafi misst 4 fingur á hægri hendi við slys. Sigurður hefur verið innheimtumaður Víkingsins mörg undanfarin ár og leyst það starf af hendi með sömu prýði og skyldurækni og öll þau störf sem hann hefur haft með höndum. Óskum við, sem að þessu blaði stöndum, honum innilega til hamingju með afmælið. 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.