Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Qupperneq 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Qupperneq 17
í Neskaupstað Mannhæðarhá skjólborð eru frá hvalbak aftur á móts við togvindu og hlífir það skipverjum fyrir ágjöf, þegar verið er við vinnu á þilfari. Meðfram gangi er slá til að geyma á hin stóru og þungu vörpuflotholt, sem eru úr járni. Sitja þau þar kyrr, þótt veltingur sé á siglingu og brjóta þá ekki upp steypu við öldustökk í gang- inum, eins og oft vill verða þegar flotholtin, eða „bobbingarnir", eins og það heitir um borð í togara, berjast laus í ganginum. Mikilvæg.t öryggisatri&i. Ein af mikilvægustu breytingunum sem á þessu skipi eru frá þeim eldri er innbyggður gangur í vélarreisn, sem nær frá stjórnpalli og aftur eftir skipinu, og þurfa því skipverjar sem fara milli borðsalsins eða skipverjaklefa afturí ekki að fara út á dekk eða út í ganginn, eins og á hinum eldri skipum. Gangur þessi er því, auk þess að vera til mikilla þæginda, stórkostelgur öryggisútbún- aður í skipinu, þar eð ferðir skipverja í göng- unum hafa oft reynzt að vera hinar hættulegustu. Gangur þessi er að allra sjómanna dómi stór- kostleg framför frá því sem verið hefur. Eins og áður segir er skipið búið gíróáttavita með sjálfstýrisútbúnaði og er eini íslenzki togar- inn sem búinn er þeim tækjum. Tæki þessi eru til mikilla bóta og talið er að þau geti m. a. í langsiglingum sparað allmikið í olíukostnaði. Þá er í skipinu símakerfi með 8 línum, og sérstakt smatæki frammi í skipinu og annað aftur í borð- sal, auk síma hjá helztu yfirmönnum skipsins. 1 eldhúsi er rafmagnseldavél og rafmagnspott- ur, en horfið frá gömlu olíukyndingarvélinni sem er í eldi'i togurunum. Magnús Hermannsson 2. vélstj., Hjörtur Kristjansson, 1. vélstj. og Gunnar Bjarnason 3. vélstj. Frá vinstri: Herbert Benjamínsson bátsm., Birgir Sigurðs- son 1. stýrim., Magnús Gíslason skipstj. og GuSmundur Jónsson 2. stýrim. Skipið er búið tveim alúmíníum björgunarbát- um, sem komið er fyrir á þann hátt að miklu auðveldara á að vera að koma bátunum í sjóinn en verið hefur á eldri skipum. Þá er skipið búið gúmbj örgunarbátum. Ýmsar fleiri breytingar hafa verið gerðar á þessu skipi frá því sem var á eldri togurunum, má m. a. nefna það að togrúllur eru útbúnar með kúlulegum í stað hinnar einföldu fóðringarað- ferðar sem verið hefur. Vönduö smíði. Það er einróma álit þeirra sem skoðað hafa togarann að allur frágangur á smíði skipsins sé hinn bezti og meira í hann lagt en áður hefur þekkzt hér á ísl. togurum. Leynir það sér ekbi að þýzka skipasmíðastöðin, er mikinn áhuga hafði á því að fá að byggja togara fyrir fslendinga, hefur lagt sig fram um að gera verkið sem bezt úr garði, og sýna þar með fslendingum handbragð sitt og að Þjóðverjar smíði ekki lakari skip en Englendingar. Mikilvægt eftirlit. Strax í upphafi skipakaupanna var skipaeftir- lit Gísla Jónssonar og Erlings Þorkelssonar ráðið ;il að hafa eftirlit með smíði skipsins og vera ‘'Jorðfirðingum til ráðuneytis um allt er skipa- taupin varðaði. Eins og áður er sagt fóru þeir Ýísli Jónsson og Erlingur Þorkelsson út til Þýzka- lands og sömdu þar með Norðfirðingum um smíði skipsins. Það eru orð þeirra Norðfirðinga að þeir Gísli og Erlingur hafi staðið með miklum ágæt- um í sínu starfi og gætt hagsmuna kaupenda á þann hátt sem bezt verður á kosið, enda er skipa- íftirlit þeirra gjörkunnugt togarabyggingum af mikilli reynslu. Mun Erlingur Þörkelsson vera sá íslendingur, sem mesta kunnugleika hefur á vélum og útbúnaði ísl. togara, enda var hann úti í Bretlandi sem eftirlitsmaður með smíðí nýsköp- unartogaranna 32 á sínum tíma og síðar. 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.