Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Síða 20
■r
i
SlLDVEIÐITILRAUNIR
Hinn í. nóvember 1956 fór togarinn Neptúnus
frá Reykjavík og hafði 5 mismunandi gerðir síld-
arvarpna meðferðis. Skyldu veiðitilraunir gerðar
með vörpur þessar, og hafði sjávarútvegsmála-
ráðuneytið leigt skipið fyrir hönd ríkisstjórnar
fsiands í 15 daga til tilraunanna. Síðan var leigu-
tíminn framlengdur um 2 daga.
Bjarni Ingimarsson, skipstjóri, stjórnaði veiði
tilraununum, sem gerðar voru í samráði við Fiski-
deild Atvinnudeildar Háskólans og fylgdist Jakob
JakoSsson, fiskifræðingur með þeim fyrir hönd
Fiskideildar. Jafnframt gerði hann athuganir á
afla og sjávarhita veiðisvæðisins.
Svo óheppilega vildi til, að nærri samfelldur
óveðrakafli var þann tíma, sem tilraunirnar voru
gerðar, t. d. fóru reknetabátarnir aðeins þrjá
róðra á þessu tímabili. Verður því að gæta mestu
varfærni, þegar ályktanir eru dregnar af veiði-
tilraununum, sem flestar voru gerðar við erfið-
ustu skilyrði, þ. e. í stormi og þungum sjó.
V eiðitilraunirnar.
Tvær varpnanna voru botnvörpur, en þær voru
ekkert notaðar, þar sem síldin hélt sig ekki nægi-
lega mikið á botni.
Hinar þrjár voru flotvörpur, en aðeins tvær
voru notaðar, en þó einkum önnur þeirra, þar
sem hún var sterkust allra varpnanna.
Minni flotvarpan, sem notuð var, var gerð fyrir
nokkrum árum eftir fyrirsögn Bjarna skipstjóra
sjálfs. Stærri varpan var gerð að ráði Vésteins
Guðmundssonar verkfræðings, Gunnars Böðvars-
sonar verkfræðings og skipstjóranna Hannesar
Pálssonar og Hallgríms Guðmundssonar, að til-
hlutan Sjávarútvegsmálaráðuneytisins, og var hún
hnýtt í Bretlandi. Hún er stórriðin nylon-varpa
(51/2—7j/2 möskvi á alin). Aftari hluti belgsins
/ar fóðraður með smáriðnu hampneti líkt og not-
að er í herpinætur. Pokarnir í báðum vörpunum
voru úr venjulegu mjög smáriðnu pokaneti.
Til hægðarauka verður minni varpan hér á
eftir kölluð Bjarnavarpa, en hin stærri nylon-
varpa.
Alls var togað 41 sinni, 9 sinnum með Bjarna-
vörpu og 32 sinnum með nylonvörpunni. — Afli
■ar oftast tregur, mest fengust 54 körfur (ca.
18 tunnur) af síld í leiðangrinum. Auk þess feng-
ust 5 smálestir af ufsa, og stöku sinnum slæddist
nokkuð af spærlingi í vörpuna. Aðrar fiskteg-
undir fengust ekki að fáeinum þorskum, ýsum
og körfum undanskildum. Stytzt var togað í 10
mín., en lengst í 80 mín.; oftast var togað um
30 mín. í senn. — Lóðningar voru mjög misjafn-
lega miklar og á ýmsu dýpi. Fyrrihluta tímans
fengust lóðningar aðallega 6—8 sjóm. NV af Eld-
ey, en hinn 4. des. varð vart við mjög miklar lóðn-
ingar í Grindavíkursjó á takmörkuðu svæði. Þeirra
varð þó aðeins vart eina nótt, fundust ekki dag-
inn eftir en lítils háttar næsta dag, eins og síðar
verður getið.
Sjálfritandi þrýstimælir var hafður með í för-
inni. Var ætlunin að festa hann við hlerana og
vörpurnar til skiptis og finna þar með dýpi það,
sem veiðarfærið var dregið á — miðað við ákveðna
víralengd og toghraða skipsins. Því miður var
mælir þessi í óstarfhæfu ástandi, er hann kom
um borð og tók viðgerð hans Aðalstein Gunnars-
son, loftskeytamann, alllangan tíma. Varð mæl-
inum af þeim sökum og einnig vegna veðurs ekki
viðkomið, fyrr en næst síðasta dag tilraunanna.
Dýpi hleranna var því lengst af ákveðið með því
að mæla hornið milli víranna og sjávarflatar, en
hins vegar varð þá að geta sér til um dýpi varpn-
anna sjálfra.
Skal nú getið þeirra tilrauna, er gerðar voru
með hvora vörpu um sig:
(I) Bjarnavarpa.
í fyrstu var víra- og hleraútbúnaður hafður
eins og venja er á flotvörpum þeim, er notaðar
eru við þorskveiðar á vetrum, þ. e. einungis vír-
arnir frá fótreipinu (,,grandararnir“) voru tengd-
ir í hlerana; höfuðlínuvírarnir voru hins vegar
miklu lengri og lágu framhjá hlerunum upp í
togvírana. Þetta fyrirkomulag hefur reynzt nauð-
synlegt til að fá nægilega lóðrétta opnun á hin-
um tiltölulega djúpu flotvörpum. Eftir nokkrar
árangurslausar tilraunir var aukahlerum komið
fyrir á höfuðlínuvírunum næst vörpunni. Átakið
á þeim reyndist of mikið, því að kengir þeirra
réttust upp í fyrsta toginu, en hlerarnir brotn-
uðu í tvennt í næsta togi, þegar traustir kengir
höfðu verið smíðaðir á þá. Var þá reynt að hafa
toghlerana algerlega neðan við vörpuna líkt og
20