Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Qupperneq 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Qupperneq 22
legt er að afla með rannsóknum á sýnishornum þeim, er að jafnaði eru tekin af afla rekneta- bátanna, því að net þeirra eru of stórriðin fyrir smærri síldina. Þrátt fyrir hin erfiðustu veðurskilyrði verður að teljast, að mjög mikilvæg reynsla hafi feng- izt með tilraunum þessum, er vel gæti orðið til þess að valda straumhvörfum í síldveiðum þjóð- arinnar. Skylt er að þakka Bjarna Ingimarssyni og skipshöfn hans fyrir frábæran dugnað og hug- kvæmni, sem aldrei brást þrátt fyrir margvís- leg vonbrigði og erfiðleika vegna hamfara nátt- úruaflanna. Tel ég sjálfsagt að fela sama manni stjórn framhaldstilrauna, er gera ætti við fyrsta tækifæri og eigi síðar en á næsta hausti. Nauðsynlegt er að láta gera nýja nylon-vörpu með tilliti til nýfenginnar reynslu, því að margir gallar komu í ljós við notkun nylonvörpunnar. Þess má að lokum geta, að togarinn Neptúnus fór í stutta veiði- og tilraunaferð með nylonvörp- una eftir að leigutími stjórnarvaldanna var út- runninn. Hafði vörpunni verið breytt nokkuð í landi og ný og traustari fóðring sett í hinn stór- riðna belg. Vegna veðurs varð þó ekkert úr veiði- tilraunum. Rétt þykir að geta þess, að veiðitilraun þessi var gerð að tillögu milliþinganefndar í sjávarútvegsmálum, sem kosin var á síðasta Alþingi til þess að athuga um tækni- legar og viðskiptalegar umbætur í sjávarútveginum. For- maður nefndarinnar er Gísli Jónsson, fyrrv. alþingismaður. Sjávarútvegsmálaráðuneytið og Fiskimálasjóður báru kostnaðinn af tilraununum, sinn helminginn hvor. Ritstj. Sextug; ur Ingimar Finnbjörns- son útgm. í Hnífs- dal varð sextugur 4. jan. sl. Hann er einn af hinum mörgu vel- unnurum Víkingsins og ekki sá sízti, því hann hefur annast Ingimar Finnbjömsson útgm. útsölu Víkingsins í Hnífsdal frá upp- hafi. Er það einsdæmi og ekki hvað sízt vegna þess að hann hefur verið hlaðinn ábyrgðarmikl- um trúnaðarstörfum og sýnir það, hversu trygg- lyndur maður Ingimar er við málstað sjómanna, enda var hann formaður og mikill sjógarpur þar vestra í mörg ár. Um leið og Víkingurinn þakkar Ingimar langt og gott samstarf óskar hann hon- um allra heilla í framtíðinni. Ýfirlýsing frá stjórn F.F.S.Í. Jafnframt því að stjórn F. F. S. í. vill lýsa samúð og aðdáun á hinni ungversku hetjuþjóð í hörmungum hennar og neyð, lýsir F. F. S. í. því sem skoðun sinni, að allar þjóðir, sem sýni of- beldi beri að fordæma mjög harðlega. Hún bendir á þá móðgun, sem í ofbeldinu felst, við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Nýjasta dæmi þessu til sönnunar er kúgun sú, er Rússar beita nú ungversku þjóðina. Vill stjórn- in ennfremur lýsa því sem skoðun sinni, að allar tilraunir til að leggja að jöfnu það þjóðarmorð, sem nú er verið að fremja í Ungverjalandi, og það sem gerðist við Súez, nái engri átt, því það sé algjörlega ósambærilegt. Með þessu teljum við að hinn alþjóðlegi kommúnismi hafi sýnt sitt sanna eðli og beinir stjórn F. F. S. í. því til allra góðra manna, að taka höndum saman, um að vera vel á verði gegn ásælni hans. Sérstaklega ber að gæta þess vel, að flækjast ekki í efnahags- lega fjötra þessa kúgunarveldis, og varar stjórn F. F. S. í. því við stórum lántökum af íslend- inga hálfu fyrir austan járntjald. Þá skorar stjórn F. F. S. f. eindregið á rétta aðila að tryggja varnir íslands, og hafa í huga að veikar varnir geta verið verri en engar, því hið stórkostlega hættuástand, sem nú ríkir í heiminum gerir það að verkum að verja verður fsland eins og önnur þjóðlönd. Reykjavík, 14. des. 1956. Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands. A Bandaríkjastjórn ætlar framvegis að smíða aðeins kafbáta með kjarn- orkuvélum. Hefur yfirmaður nýbyggingardeildar Bandaríkja- flotans skýrt frá þessu, svo og því, að enginn kaf- bátur með venjulegum vélum sé nú í smíðum í land- inu. Stærsta herskipið, sem er í smíðum vestan hafs er 85 000 lesta flugstöðvarskip, sem knúið verður kjarnorkuvélum. — Það mun kosta a. m. k. fjórðung úr milljarði dollara (4—5 milljarða ísl. króna), og verða 30—40% dýrara en flugstöðvarskipið Forrestall, sem er stærsta herskip, er Bandaríkin hafa smiðað fram að þessu. Á blaðamannafundi, þar sem skýrt var frá þessum atriðum, var spurt um það, hvort sólarorka kæmi til athugunar til að knýja skip. Lét þá talsmaður flotans svo um mælt, að „næsta mikilvæga skrefið" væri að hagnýta sólarorkuna á þenna hátt. Hefur flotinn mikinn áhuga fyrir tilraunum á þessu sviði. LEIÐRÉTTING í jólahefti Víkings urðu tvær misprentanir í kvæðinu Pourquoi Pas? eftir Vilhjám frá Skáholti. í fimmta er- indi, þriðju Ijóðlínu stendur: „Haföldur stórar síga“, les hniga. í sjötta erindi, sjöttu ljóðlínu stendur: „/ köldu djúpi“, les: í djúpi köldu. Eru höfundur og lesendur beðnir afsökunar á þessu. 22

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.