Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Qupperneq 24
Þjóðverjinn, sem slapp úx fangelsi FRAMHALDSSAGA Yfirliðsforinginn Franz yon Werra, var einn af þekkt- ustu hernaðarflugmönnum Þjóðverja í seinni heimstyrj- öldinni, fyrir dirfsku. En þegar hann hafði ákveðið að flýja úr varðhaidi, eftir að hann hafði verið tekinn fast- ur af Englendingum, varð hann þeim mun hættulegri heldur en þegar hann var á flugi á morðvél sinni frÉ Þýzkalandi inn yfir England. Því að Englendingar vissu, að hann hafði kynnzt svo mörgu hjá þeim, og með skarp- skyggni og ófyrirleitni þeirri sem hann bjó yfir, myndi hann geta valdið þeim ófyrirsjáanlegu tjóni. Þeir gerðu því allt til þess að vaka vel yfir honum, en samt tókst honum að strjúka. Ensku rithöfundarnir Kendal Burt og James Leasor hafa kynnt sér enskar og þýzkar heimildir um flótta hans og birt í heildarsögu, er hér birtist útdráttur úr. Milli tveggja þögulla enskra hermanna gekk Fran? von Werra eftir þröngum göngum í húsnæði herráðs RAF í Cockfoster. Von Werra var vísað inn í snoturt herbergi. Á eikarborði í miðju herbergi lýsti af sterku ljósi hringlampa, en að öðru leyti var dimmt í her- berginu. Við skrifborðið sat grannholda RAF-flug- foringi alvarlegur í yfirbragði. Hann kynnti sig á þýzku. Nafn mitt er Hawkes flugsveitarforingi. Fáið yður sæti, herra yfirforingi. Fanginn skellti saman hælunum og hneigði sig reig- ingslega. Um leið og hann settist veitti hann athygli silfurbúnum göngustaf, sem stillt var upp við skrif- borðið. Það minnti hann á grínmyndir úr þýzkum blöðum af enskum liðsforingjum. Hr. yfirforingi, tók Englendingurinn til máls. Þér hafið skotið niður 13 enskar flugvélar og eyðilagt 5 eða 6 á jörðu. Allsæmilegt! Hann sagði þetta kæru- leysislega með vott af háði í röddinni. Sem ein af hinum smærri „fallbyssum" frá fyrri heimsstyrjöld er það sérstakur heiður fyrir mig, að kynnast einni af þeim stóru frá þeirri síðari. Mér þykir það leitt, svaraði von Werra í svipuðum tón, en ég minnist ekki nafns yðar úr skýrslum þeim, er ég hef kynnt mér af mikilli ánægju um sögu Royal Flying Corps. En þó mér veitist nú sá heiður að kynn- ast yður, vil ég jafnt láta yður vita, að ég mun undir “ngum kringumstæðum gefa yður hernaðarlegar upp- lýsingar sem þér vilduð óska eftir. Hann þagnaði augnablik, en hélt svo áfram með ósvífnum raddblæ. En hvers konar heimskingi er ég eiginlega, hr. flugliðsforingi. Það voruð þér sem skut- uð niður vél mína, eða er það ekki rétt? Englendingurinn svaraði ekki. I sama mund byrjuðu loftvarnaflautur að arga sín ámátlegu hljóð, ein af annarri, eins og þær ætluðu ýið æra alla Lundúnaborg. von Werra brosti ánægju- iega. Enn á ný þýzkar sprengjuflugvélar yfir London. Það var 7. sept. 1940 og orrustan um England var að ná hámarki sínu. Hawkes stóð snögglega upp af stólnum, slökkti ljós- ið og greip göngustafinn og gekk út að glugganum. Þrátt fyrir hávaða loftvarnaflautanna heyrði von Werra að Englendingurinn haltraði á tréfæti. Afsakið, herra flugliðsforingi, mér þykir mjög leitt, en ég vissi ekki . . . Hann fékk ekkert svar. Hawkes hafði dregið glugga- tjöldin frá og horfði yfir hina myrkvuðu Lundúna- borg. Loftvarnaflauturnar þögnuðu smátt og smátt. Haw- kes dró gluggatjöldin rækilega fyrir, gekk aftur að borðinu og kveikti á lampanum og sneri skerminum, svo Ijósið féll beint í andlit von Werra. Segið mér þó í trúnaði, hr. flugforingi, sagði Eng- lendingurinn eins og við sjáifan sig, hver af vinum yðar við höfuðstöðvar nr. 2 í 3. árásardeild á nú að sjá um Simba, ljónsungann yðar, meðan þér eruð í burtu. Ef til vill félagi yðar „Sanni“? von Werra hnykkti við. Það voru aðeins þrír dag- ar síðan hann var tekinn til fanga. Hann hafði aðeins upplýst nafn sitt, stöðu og herdeildarnúmer. En samt þekkti þessi brezki foringi herdeild hans og vissi einnig nafnið á Ijónsunganum hans og gælunafn bezta vinar hans. Og þetta var ekki uppgerð. Hann virtist öllu þaulkunnugur og hafði meira að segja minnzt á barónstitilinn, sem von Werra hafði gaman af að skreyta sig með heima í Þýzkalandi þó það væru stolnar f jaðrir. í tvær klukkustundir samfleytt hélt Englendingur- inn áfram að yfirheyra fangann og hæða hann fyrir stórmennskulega framkomu hans. Ég verð að láta í ljós aðdáun mína á yður, herra flugforingi fyrir hinn hárfína smekk yðar á gildi auglýsinganna. Hann dró fram á borðið þéttritaða skýrslu, sem var afrit af ræðu, er von Werra hafði haldið í þýzkt útvarp, þar sem hann lýsti því, er hann hafði skotið niður fimm Hurricane-flugvélar og eyðilagt fjórar á jörð- unni — allt í sömu ferðinni inn yfir England. Það voru að vísu engin vitni með í förinni, en þrátt fyrir 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.