Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Page 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Page 31
1/12. Saltfiskútflutningur Norð- manna hefur aukizt um 30% frá því sem var í fyrra. — Japanskir kafarar hafa undanfarnar vikur fundið 410 sokkna skipsskrokka í höfnum Manila og Cebu. — Eisenhower Bandaríkja- forseti hefur neitað að heimila tolla- hækkanir á fiskflökum, sem aðallega eru flutt inn til Bandaríkjanna frá Iíanada, íslandi og Noregi. — Banda- ríkin hafa sent laganefnd Sameinuðu þjóðanna orðsendingu þess efnis, að þau álíti meiri útfærslu landhelginnar en um þrjár mílur skerðingu á frelsi hafsins. — Nýlega datt maður útbyrðis af sænsku skipi, sem statt var á Kyrrahafi, og var honum bjargað 9 klst. síðar. — Gamalt, bandarískt or- ustuskip, Mississippi, hefur verið selt sem brotajárn fyrir Vi milljón dollara. — Næstu 5 árin munu sænskar skipa- smíðastöðvar verða uppteknar við smíði þeirra skipa, sem á stokkunum eru, eða þegar er samið um smíði á, og vekur það atliygli, að þrír fjórðu hlutar þeirra skipa, sem um er samið, eru olíufltuningaskip, og þar af um 30% fyrir sænsk útgerðarfyrirtæki. — Samkvæmt skýrslu, sem Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna, FAO, hefur gefið út, hefur afla- magn fiskveiðiflota heims aukizt um 40% á árunum 1948 til 1955, eða úr 19.400.000 smálestum í 27.700.000 rúm- lestir. • 4/1. Tveir franskir stúdentar hafa í nær tvær vikur í nauðum staddir á klettanös í Mont Blanc falli, en eru nú taldir af og hefur björgunartil- raunum verið hætt. • 8/1. SAS-flugfélagið hefur flugferð- ir á nýrri leið yfir norðurheimsskautið til Tokyo. Síðastliðið ár jókst starf- semi SAS að mun, eða um rúmlega 60%. — Danskir vísindamenn á rann- sóknarskipinu Galathea hafa fundið óþekkt dýr af ætt, sem talin var út- dauð fyrir 30 milljónum ára. Skipið er nú í rannsóknarleiðangri við strend- ur Ameriíku og þar kom dýr þetta í vörpu, sem send var niður í 3500 metra dýpi. . • 11/1. Grænlenzka landsráðið hefur farið þess á leit við Grænlandsmála- ráðuneytið í Iíaupmannahöfn, að end- urskoðaður verði samningur, sem gerð- ur var milli Iandsstjórnarinnar og fær- eyskra útgerðarfyrirtækja m fiskveið- ar við austurströnd Grænlands. — Samkvæmt opinbtlrum skýrslum fram- leiddu Iíanadamenn árið 1955 25% af öllum saltfiski lieimsins. — Norðmenn munu nú eiga annan stærsta olíuskipa- flota heims. Á árinu sem leið fóru Norðmenn fram úr Bandaríkjunum hvað stærð þessa flota snertir. • 12/1. Fyrirtækið „Shetland Fish Ltd.“ byrjaði siðastliðið sumar sölu á nýjum háf á fiskmarkaði í London, og úr lifur háfsins vinnur þetta fyrir- tæki mjög verðmæta meðalaoílu, sem inniheldur mjög mikið af bætiefnum. • 13/1. Norska síldarleitarskipið G. O. Sars hefur fundið miklar síldartorfur skammt undan ströndum Noregs og er síldveiðiflotinn nú að búa sig á veiðar. • Fyrir nokkru leigðu Loftleiðir skrif- stofuhúsnæði við South Audley Street 45 í London og höfðu þar s.l. mánu- dag boð inni í því tilefni. Er þetta miðsvæðis í London og þeim sökum vel í sveit sett. Er þar sýningargluggi góður, skrifstofur tvær á fyrstu hæð og salur í kjallara. Ferðir til og frá London hyggst félagið taka upp í maí- mánuði næstkomandi og er ætlunin að fljúga þangað einu sinni í viku. • 28/1. í fyrradag drukknaði færeysk- ur sjómaður af vélbát frá Ólafsvík. Hét hann Janus Jensen og var stýri- maður á vélbátnum Þórði Ólafssyni. Slysið skeði í fiskiróðri og var legið yfir línu. Janus var 36 ára að aldri og lætur eftir sig fjölskyldu. ALMENNINGUR TRYGGIR HJÁ „ALMENNUM" * TRYGGING ER NAUÐSYN! ALMENNAR TRYGGINGAR H.F. Austurstræti 10 — Reykjavík Útvegsbanki íslands h.f. REYKJAVÍK Ásamt útibúum á Akureyri, ísafirði, Seyðisfirði, Vestmannaeyjum. * Annast öll venjuleg banka- viðskipti innanlands og utan. Vextir lagðir við höfuðstól tvisvar á ári. ♦ Ábyrgð ríkissjóðs er á öllu sparisjóðsfé bankans og úti- búum hans. ÍSLENDINGAR! Pyrir stríðið fluttum vér út að meðaltali árlega 250—300 þús. tunnur síldar til Norðurlanda. Auk þess framleiddu þessar þjóðir annað eins til neyzlu af íslenzkri síld. * Lærið af reynslu þessara þjóða og borðið meiri síld. * Islenzk síld inn á hvert heimili. SÍLDARÚTVEGSNEFND SJ05TIGVFL 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.