Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Page 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1957, Page 32
Stórt fiskiðjuver í byggingu í Keflavík f Keflavík er að rísa af grunni flökunai'stöð, sem er sameign 6 hraðfrystihúsa þar og verður í henni flakaður allur fiskur, sem til frystihús- anna fer. Þar verða þrjár flökunarvélasamstæður af Bader-gerð, en þær eru taldar fullkomnastar allra flökunarvéla. Bader flökunarvélar af nýjustu gerð hafa verið í notkun í Vestmannaeyjum í eina eða tvær ver- tíðir og þykja kostir þeirra það miklir að talið er, að þær séu nauðsynlegar, þar sem fiskur er flakaður í stórum stíl og þótt stofnkostnaður við þær sé mikill, borga þær sig á tiltölulega skömm- um tíma vegna vinnusparnaðar og betri nýtingar á hráefninu. Huxley Ólafsson forstjóri hefur skýrt frá því í tímaritinu Faxa, að hann hefði kynnt sér vélar þessar í Þýzkalandi í fyrra og hefði frystihús- unum í Keflavík leikið hugur á að fá slíkar vélar. Það hefði því orðið úr við nánari athugun, að hagkvæmara myndi vera fyrir frystihúsin að hafa sameiginleg afnot af vélunum 1 stað þess, að hvert frystihús ætti sína vél. í flökunarstöðinni verða tvær vélar af stærstu gerð, Bader 99. Sú gerð flakar fisk 50 sm. að stærð til 120 sm., haussker, flakar og roðflettir 24 fiska á mínútu. Minni gerðin, Bader 338, er SJDMANNABLA-ÐIÐ VÍKINGUR ÚTGEFANDI: F. F. S. í. — Ritstjóri Halldór Jónsson. — Ritnefnd: Júlíus Ólafsson, Ingólfur Þórðarson, Geir Ólafsson, Henry Hálfdans- son, Hallgrímur Jónsson, Egill Jóhannsson, Birgir Thoroddsen, Theo- dór Gíslason, Páll Þorbjarnarson. — Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 60 kr. — Ritstjórn og afgreiðsla er í Fiskhöllinnl, Reykjavík. — Utanáskrift: ,,Víkingur“. Pósthólf 425. Reykjavík. Sími 5653. Prentað í ísafoldarprentsmiöju h.f. fyrir fisk 40 til 70 sm. og haussker, flakar og roð- flettir 40 fiska á mínútu. Á 8 klst. verða afköstin 40 tonn í stærri vélunum og svipað magn í þeirri minni. Áætluð heildarafköst á 8 tímum yrðu því 120 tonn eða 240 á tvískiptum vöktum. Við hvora stærri vélina þarf 5 menn, en þá minni 3 menn. Sparnaður í mannahaldi er talinn 12 til 15 menn fyrir hverja vél, auk þess sem vélarnar ganga nær fiskinum og flaka betur. Fyrirkomulagið verður þannig að gert er ráð fýrir, að frystihúsin láti flytja fiskinn óslægðan í flökunarstöðina. Þar er hann slægður og hvert frystihús fær sinn hluta af slógi, lifur og hrogn- um í hlutfalli við innlegg. Fiskinum frá hverju húsi er því ekki haldið út af fyrir sig nema neta- fiski og línufiski er ekki blandað saman. Síðan er flökunum ekið til frystihúsanna. * H.f. Eimskipafjelag Islands AÐALFIJIMDt R Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 1. júní 1957 og hefst kl. 1.3 0 e. h. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikn- inga til 31. des. 1956 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning f jögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 6. Umræðurt og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að vera borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félags- ins í Reykjavík, dagana 27.—29. maí næstk. Menn geta fengið eyðublöð á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrá- setningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 19. maí 1957. Reykjavík, 8. janúar 1957. STJÖRNIN. 32

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.