Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 7
Suðurskautsskúmur breiðir út vængina og glennir upp ginið í árásarham. Litur skúmsins er frá dökkbrúnum til ljósbr. Vængjahaf fuglsins er 4'/2 fet, hann vegur um þrjú pund. Ljósmyndin var tekin við Wilkesstöðina á strönd suðurskauts- landsins. Fyrsti fuglinn var þannig litað- ur rauður í Wilkesstöðinni, sem er bandarísk. Var hann endur- heimtur af Sovétmönnum. Fyrstu kynni mín af Suður- skautsskúmnum urðu 1939, 1940 og 1941. Þá var ég fuglafræð- ingur í leiðangri Richards E. Byrds, sem kannaði Palmer- skagasvæðið á Suðurskautsland- inu og seinna sem vísindaleið- togi Wilkesstöðvarinnar 1956, 1957 og 1958. Ég tók þátt í hin- um alþjóðlegu rannsóknum, sem gerðar voru á skúmnum og gat þá gert mér grein fyrir lifnað- arháttum hans að nokkru leyti. Á skrokkinn er Suðurskauts- skúmurinn aðallega dökkbrúnn og brúnleitur, en aðal flugfjaðr- irnar með hvítu í. Unginn er grár eins og grjótið í kringum hann, er liturinn honum nokkur vörn gegn ungaætum, sem ein- göngu eru hans eigin tegundar þ.e. skúmar, aðra ræningja þarf hann ekki að óttast. Suðurskautsskúmurinn rænir eggjum og ungum annarra skúma og er það engin furða, þar sem landið er harðneskju- legt og fæðusnautt. ■— Ulviðri verða þó jafnvel enn fleiri ung- um að bana. Ungadauði er því mjög mikill, einkum þar sem tveir ungar eru í sama hreiðri. í 40 hreiðrum, sem voru undir stöðugu eftirliti komust 42 ung- ar úr eggjum, en af þeim lifðu 34 ungar lengur en 4 vikur. — Hreiður skúmsins er aðeins smá dæld, sem hann gerir í jörðina. í þeim tilgangi að kanna mikil- vægi litarins fyrir ungana, litaði ég nokkra unga með sterkum á- berandi rauðum og gulum lit. Aðeins helmingur hinna lituðu unga héldu lífi. Á sama tíma sluppu flestir ungar, sem héldu sínum eðlilega lit í þessu ná- grenni við morðárásir skúma. Þótt Suðurskautsskúmurinnverji eigið hreiður sitt, af mikilli hörku, þá sýnir hann eggjum og ungum annarra skúma enga vægð. Þegar vetur er á Suður- skautslandinu hefst skúmurinn við á ísnum úti fyrir ströndinni VlKINGUR og aflar sér fæðu úr sjónum. Er þar einkum um smádýr og átu (red krill) að ræða. Þetta er einnig aðalfæða hvalanna á þess- um slóðum. I október skömmu eftir að Adélie-mörgæsirnar hefja vorferð sína inn á Suður- skautslandið, fylgja skúmarnir á eftir. Þegar Weddel-selirnir fara að kæpa,, láta skúmarnir ekki á sér standa til að háma í sig. hildirnar. Snemma í nóvem- ber, þegar mörgæsirnar fara að verpa, verða eggin 0g seinna ungarnir helzta fæða skúmanna. Þegar haustið kemur á Suður- skautslandinu, fara mörgæsirnar þaðan og fáum vikum seinna kringum miðjan apríl fara skúm- arnir einnig til veturvistar sinn- ar úti fyrir ströndinni. Varp- stöðvar skúmanna og einnig Adélie-mörgæsanna eru innan 25 gráðu fjarlægðar frá Suður- skautssvæðinu, á svæði, þar sem meðalhitinn heitasta mánuð árs- ins er aðeins 32 gráður á Fahr- enheit. Skúmarnir verpa venju- lega mjög nærri mörgæsunum, meira en 95 prósent af hreiðr- um skúmanna hafa fundizt við jaðar varpstöðvar mörgæsanna. Hver skúmhjón helga sér svæði, sem er minnst 50 metrar í þver- mál, inn á þetta svæði er öllum óviðkomandi bannað að koma. — Hjónin gera síðan nokkrar grunnar dældir í jörðina, ein dældin er að lokum valin fyrir hreiður, sennilega ræður kven- fuglinn valinu, að því búnu hefst varpið venjulega í þriðju viku nóvember, um 80 prósent skúm- manna verpa venjulega tveimur eggjum. Hjónin liggja á eggjun- um til skiptis. Kvenfuglinn ligg- ur þó á eggjunum um þrisvar sinnum lengur enn karlfuglinn, sem aðallega heldur uppi vörn- um fyrir hreiðrið. Útungunar- tími eggjanna er um það bil 30 dagar. Eins og hjá öðrum fuglum eru efnaskiptin í skúmnum hröð, en blóðhitinn er hærri enn í nokkr- um öðrum fugli á Suðurskauts- svæðinu. Hann er að meðaltali 106,1 stig á Fahrenheit. Eggin eru aðeins stærri en stór hænu- egg. Óvenjuleg aðferð var notuð til að mæla hitastig á eggjunum, sem skúmurinn ungar út. Raf- eindahitamæli var komið fyrir í eggi, hann útvarpaði síðan stöð- ugum tilkynningum um hitastig- ið í egginu. Þetta áhald sendi frá sér radíómerki, en tíðleiki merkjanna fór eftir hitanum í egginu. örlítil göt voru gerð í enda eggsins, það tæmt og skor- 221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.