Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 27
Tryggvi Blöndal, skipstjóri.
Friðrik Jónsson, 1. stýrimaður.
Guðm. Erlendsson, yfirvélstjóri.
M.s. Esja strandferóaskip í aldarfjórðnng
Vélstjórar eru nú, auk yfir-
vélstjóra, Jens Þórðarson 2. vél-
stjóri, Sigurður Guðmundsson 3.
vélstjóri og Jón Jóhannsson 4.
vélstjóri.
Bátsmaður er Stefán Sigur-
björnsson.
Ekki eru nokkur tök á að
telja upp, hverjir hafa verið á
m.s. Esju á þessum aldarfjórð-
ungi, frekar en gert hefur verið
hér að framan. En af núverandi
skipverjum hafa þessir tveir
menn verið lengst samfleytt:
Stefán Sigurbjörnsson háseti og
bátsmaður í 10 ár, og Böðvar
Steinþórsson matreiðslumaður
og bryti í 9 ár.
Ekki má ljúka við þessar lín-
ur, án þess að minnast á þær
miklu umræður, er uppi voru á
þeim tíma, um hvort selja ætti
gömlu Esju, og byggja hina
nýju, og hvort byggja ætti
strandferðaskip á þann hátt,
sem gert var. Ekki var laust við,
að öfundar væri að gæta ein-
hversstaðar, um að ríkisskip yrði
á undan öðrum aðila til að
byggja nýtízkulegt farþegaskip.
Ég held, að ekki sé á neinn hall-
að, þó sagt sé, að þakka megi
Pálma Loftssyni fyrrv. forstjóra
Böðvar Steinþórsson, bryti,
og Guðjóni F. Teitssyni þáver-
andi skrifstofustjóra öðrum
fremur, að úr byggingunni varð.
Lögðu þeir fram ýmsar áætlan-
ir og greinargerðir til yfirvald-
anna, og var ekki staðar numið
fyrr en þáverandi ráðherra,
Skúli Guðmundsson, og síðar
löggjafarvaldið höfðu gefið sitt
samþykki. Og þær áætlanir, sem
þessir menn gerðu, stóðust að
öllu leyti það tímabil, sem ætl-
ast var til. Engin orð lýsa því
mikla láni, að skipið skyldi koma
til landsins í upphafi síðari ó-
friðar, en allur frekari dráttur
hefði haft í för með sér mikið
ófremdarástand varðandi strand-
ferðaþjónustu, öll styrjaldarárin.
Sjómannablaðið Víkingurinn
þakkar m.s. Esju störf hennar
og þjónustu fyrir land og lýð á
þessum aldarfjórðungi, og árnar
henni, skipstjóra og áhöfn allri,
gæfu og gengis á ókomnum ár-
um.
böst.
VÍKINGUR
241