Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 63
Það var stillt og bjart síð-
sumarkvöld, þegar Anna Elísa-
bet skreið hátíðlega niður
Temsá fyrir eigin seglum, í
stað þess að eyða aurum í drátt-
arbát. Áhöfnin var önnum kaf-
in á þilfari, en skipstjóri og
meðeigandi — lítill naggur með
háar hugmyndir um eigin vits-
muni og mikilvægi — stóð við
stýrið og rabbaði við stýrimann.
Hann hafði eytt síðustu viku í
góðu yfirlæti meðal ættingja
uppi í sveit, og hlustaði nú náð-
arsamlegast á skýrslu stýri-
mannsins.
„Svo er enn eitt,“ sagði stýri-
maður. ,,Ég vona að þú hafir
tekið eftir, hve ódrukkinn Dick
gamli er í kvöld.“
„Ég hef haldið í við hann af
ásettu ráði,“ sagði skipstjóri, á-
nægður á svip.
„Það er ekki það,“ sagði stýri-
maður.. „Það mun gleðja þig að
heyra, að hann og Sam hafa lát-
ið hina tvo frelsa sig, svo og öll
skipshöfnin, nema kokkurinn,
sem enn er kaþólskur, er nú í
Hjálpræðishernum.“
„Hjálpræðishernum!“ át skip-
stjóri eftir í furðutón. „Hvað
ertu að þvæla, Bob!“
„Það er dagsatt, þú mátt bera
mig fyrir því. Hvernig það hef-
ur mátt ske,. veit ég ekki, en ég
veit bara að enginn þeirra hef-
ur smakkað deigan dropa í fimm
daga. — Þeir hafa allir fengið
rauða kraga, og mér er sagt, að
Dick gamli sé hörkumikill pré-
dikari. Hann er eldheitur bar-
áttumaður, og hinir fylgja hon-
um eins og lömb.“
„Áfengið hefur lamað í hon-
um heilann," segir skipstjóri
spekingslega eftir alllanga um-
hugsun. „Jæja, mér er sama,
meðan þeir hegða sér skikkan-
lega.“
VÍKINGUR
Hann hélt sér saman, uns þeir
voru komnir á sjó út með öll
segl uppi, en þá fór forvitninað
kitla hann, svo hann kallaði á
Dick til að rabba við hann.
„Hvað er þetta, sem ég heyri,
að þú sért genginn í Herinn?"
spurði hann.
„Það er öldungis satt,“ sagði
Dick. „Ég er svo sæll, þú getur
ekki ímyndað þér það — við er-
um það allir."
„Dýrð sé guði!“ sagði annar
háseti uppnuminni röddu.
„Þetta er eins og mislingar,"
sagði skipstjóri kuldalega. —
„Fjórir smitaðir í einu!“
„Það er eins og mislingar,"
sagði gamli maðurinn með á-
herzlu, „og ég vona að þú smit-
ist sjálfur, heiftarlega.“
„Hallelúja! kvað við frá hin-
um hásetanum. — „Hann skal
smitast.“
„Ekki þennan hávaða, Jói!“
kallaði skipstjóri hvasst.„Hvern-
ig vogarðu að reka upp svona
„Hann er æstur, skipstjóri,“
sagði Dick. „Það er elska í
hjai-ta hans til þín, sem gerir.“
„Látum hann bera þá elsku í
hljóði," sagði skipstjóri afund-
inn.
„Ó, það var einmitt það, sem
við getum ekki,“ sagði Dick há-
stemmdri rödd, sem skipstjóri á-
leit réttilega, að vera myndi
prédikunaftónn hans.
„Við getum það ekki — og af
hverju getum við það ekki? Af
því við erum sælir, og við vilj-
um, að þú verðir einnig sæll. —
Við viljum láta þig finna sæl-
una með okkur. Ó, kæri vinur.“
„Þetta er nóg,“ sagði æðstráð-
andi Ann Elísabet hvasst.
„Farðu ekki að kalla mig
„kæra vin.“ Farðu framí! Farðu
framí undireins!“
Gamli maðurinn hristi höfuð-
ið dapurlega og hlý’ddi, og skip-
stjóri snéri sér vandræðalegur
að stýrimanni, sem stóð við
stýrið og lét í ljós þá föstu á-
kvörðun að stöðva með sama
slíka hegðun um borð í skipi
sínu.
„Þú getur það ekki,“ sagði
stýrimaður ákveðinn.
„Get ekki?“ sagði skipstjóri
gramur.
„Ekki að tala um,“ sagði hinn.
„Þeir eru allir haldnir af þessu,
og því meir sem þú reynir að
hrella þá, því verri verða þeir.
Taktu eftir orðum mínum, bezt
að láta þá eiga sig.“
„Ég ætla að bíða dálítið og
athuga þá,“ sagði hinn, „en ég
hef alltaf verið skipstjóri á mínu
skipi, og skal alltaf verða.“
Næstu tuttugu og fjóra tím-
ana drottnaði hann einn, óum-
deilanlega, en á sunnudags-
morgni eftir árbítinn, þegar
hann var við stýrið, en hásetar
niðri, kom stýrimaður, sem far-
ið hafði fram í, glottandi út und-
ir eyru.
„Hvað er nú?“ spurði skip-
stjóri og leit á hann með nokk-
urri vanþóknun.
„Þeir eru allir fram í með
rauðu kragana á sér,“ sagði
stýrimaður og glotti enn meir
en áður, „og þeir eru að halda
einskonar ráðstefnu um glataða
sauðinn, og bezta ráðið til að
hræra hans forherta hjarta.“
„Glataða sauðinn!“ át skip-
stjóri eftir kæruleysislega, en
forðaðist þó augnatillit hans.
Vatn og brauð
rokur um borð í skipi?“
EFTIR W W. JACOBS
277