Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 59
eða heilar. Ljósabúnaður fagur. I öðru tveggja herbergja, sem við fáum til umráða, stendur lágt rauðlakkerað borð á miðju gólfi og umhverfis það eru mjúkar sessur. Til þess að breytingin frá vestrænum sið til austræns siðar verði ekki of ör, býður Genyoh > Soda okkur grænt te við borð úti á svölum, sem snúa að garð- inum. eftir það förum við úr j skónum í anddyrinu og göngum inn í herbergið. Fjórar stúlkur stjana mjög þægilega kringum okkur. — Og þegar sezt er að borðum, koma í ljós 8 aðrar stúlkur til viðbótar, einnig klæddar kimonos, til að þjóna okkur sex karlmönnum við borð- ið. Við setjumst á sessurnar við borðið og stúlkurnar hagræða okkur og setja mjúka púða við bak okkar. Á borðinu stendur svörtlakkeruð skál með súpu í, reyktar sardínur í bláhvítum glerskálum, reyktur áll með soyabaunum, nokkrar sneiðar af suski (hrár fiskur), grænmeti og annað góðgæti að ógleymdum sake upphitaður í nákvæmlega 42° og kalt öl. Genyoh Soda vill að vel fari um okkur og hvernig er hægt að hafa það betra með tvær þjón- ustustúlkur á mann. Ég bragða á matnum og stúlkan réttir að, ég drekk af ölinu og stúlkan fyll- ir glasið jafnóðum. Mig langar í súpu og súpuskálin kemur um- yrðalaust. Matarprjónarnir eru teknir fram, en þá er allt gleymt, sem áður var reynt að læra í meðferð þeirra og stúlkurnar taka strax til við að kenna okk- ur notkun þeirra. — Yfir mann kemur hin undarlegasta værð. Stúlkurnar eru eins og yndisleg- ar álfkonur og unaðslegt er það, þegar þær leggja litlu hendurn- ar sínar á axlir okkar og bjóða meira góðgæti. — Samtal okkar verður innilegra og persónu- legra. Stúlkurnar gleyma sér og verða opinskárri og tala meira um sjálfa sig, en skyndilega gef- VÍKINGUR Við matborðið í félagskap fagurra geisa. ur yfirmaður þessara 12 geisa merki um það, að stúlkurnar eigi að skipta um gesti, finnst honum þá sambandið orðið of innilegt og slítur því með því að láta þær annast annan gest. — Þegar stúlkurnar koma svo aft- ur að þjónusta mann er erfiðara að ná hinu fyrra góða sambandi. Aðalrétturinn nefnist sukiyaki og hann borðum við við annað borð. Þessi réttur er skorinn niður í þunnar sneiðar og steikt- ur í pönnu, sem stendur á borð- inu yfir gasloga. Við þetta borð fáum við hina sömu þægilegu fyrirgreiðslu geisanna. Skyndi- lega er skothurð í einum veggn- um dregin frá, og inn koma 3 geisur. Þær eru klæddar kimon- on, með mikla hárgreiðslu, blóm í hári og stóra litfagra kamba. Ein geisan heldur á 13 strengjuðu hljóðfæri, koto-lyran. Hún sezt niður með fæturna undir sér. Önnur geisan tekur sér stöðu við hlið hennar, það er söngkona og sú þriðja dansar geisudansa á miðju gólfi. Músik- in virðist samin fyrir geisusam- kvæmi, söngurinn er fjörugur eins og dansinn og þessi klukku- stundar hljómskemmtun er lok- ið fyrr en varir. Við klöppum og reynum að fá meiri söng, en það fæst ekki. Stúlkurnar áttu að- eins að skemmta í eina stund og nú bíða gestir í öðrum herbergj- um komu þeirra. Eftir 4 klukku- stundir er þá geisufagnaðinum lokið og allar 12 stúlkurnar fylgja okkur að bifreiðinni, á leiðinni er hlegið og gert að gamni sínu. Síðan kveðjum við geisurnar og höldum burt. Næsta skipti förum við í minna tehús og þá erum við að- eins 3 saman. Þetta tehús er tal- ið sæma virðulegustu stéttum Japans og tekur heldur ekki við pöntunum á borðplássi nema frá eiginkonum Japana. Um kvöldið erum við einu gestir hússins. Eldri kona, sem er eigandi húss- ins stingur upp á því, að við fá- um okkur japanskt bað. Og við skríðum niður í heita vatnið og slöppum af. Eftir þaðið förum við ekki í fötin okkar heldur klæðumst Johuko, sem er bún- ingur fyrir karlmenn á sama hátt og kimono fyrir konur. Síð- an setjumst við að lágu borði. Geisurnar, sem annast okkur konunglega, skemmta með söng og hljóðfæraslætti og þær sitja allan tímann við borðið. And- stætt geisunum í Hannya-en te- húsinu drekka geisurnar hér með gestunum. Hér er gleðskap- 273
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.