Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Qupperneq 8
Skúmur á flugi sýnir hið mikla vængja- haf sitt. Ljósmyndina tók William J. L. Sladen frá Johns Hopkinsháskóla, sem ásamt greinarhöfundi stjórnaði fuglamerkingunum. ið varlega í sundur um miðjuna, tækinu komið fyrir í hinu tóma skurni, helmingarnir límdir sam- an og eggið látið aftur í hreiðr- ið. Merkin voru talin með vissu millibili í 9 daga. — Tilraun- in sýndi meðalhita í skúmeggi 96,6 stig, hámarkshita 103,5 stig, lágmarkshita 87,0 stig, en með- alhiti í mörgæsareggi reyndist vera 92,7 stig, allar mælingarn- ar miðaðar við Fahrenheit. Egg voru flutt til og höfð voru skipti á eggjum í skúmhreiðrum. Þeg- ar egg var flutt um eitt fet út fyrir hreiðrið, tók álegufuglinn það venjulega og lét það aftur í hreiðrið, þegar þriðja egginu var bætt við hin tvö, sem fyrir voru í hreiðrinu reyndi fuglinn tíðast að unga því út með eigin eggjum. Þegar höfð voru skipti á eggi skúms og mörgæsareggi, sem er hvítt og stærra, lagðist fuglinn á það án þess að taka eftir muninum að því er virtist. Ýmsar tilraunir voru gerðar með nýklakta skúmsunga til þess að sjá hver viðbrögð for- eldranna yrðu. Ég þrýsti rauð- um jurtalit inn í annað eggið af tveim, sem voru í sama hreiðri, til þess að unginn yrði rauður, þegar hann kæmi úr egginu. Þegar ungarnir voru komnir úr báðum eggjunum, lét ég gráa ungan í hreiður, þar sem einn ungi var fyrir. Foreldrar hins 222 síðastnefnda önnuðust báða ung- ana með mestu umhyggju. Dag- inn eftir tók ég báða þessa unga og lét rauða ungann í þeirra stað. Fósturforeldarnir ólu hann upp eins og ekkert hefði í skor- izt, þar til hann gat flogið. Ungafæðan, sem skúmshjónin safna, æla þau upp úr sér á jörðina, þar sem ungarnir taka við henni. Rannsóknir á unga- fæðunni sína að hún er einkum fiskar, áta, mörgæsakjöt og stöku sinnum skúmsauga. Athuganir á merktum fuglum sýna, að skúm- urinn fer oft langt — átta míl- ur og ef til vill miklu lengra í leit að fæðu handa ungunum. — Hjónin eru samtaka í því að stela eggjum úr mörgæsahreiðr- um. Annar fuglinn lokkar mör- gæsina burt frá hreiðrinu, en hinn fuglinn stelur egginu á meðan,, síðan heggur hann gat á skurnið, hjónin setjast síðan við gatið á egginu til skiptis og gæða sér á innihaldinu. — Það kann að þykja furðulegt að Adéle-mörgæsin skuli haldast við þrátt fyrir stöðugar árásir skúma, en fjöldi mörgæsa er miklu meiri en skúma. Ýmislegt þykir benda til, að skúmarnir styrki raunverulega mörgæsa- stofninn með því að ráðast eink- um á lasburða ungviði og út- rýma því. Skúmarnir verða var- ir við kjöt í talsverðri fjarlægð. Edward A. Wilson, fuglafræð- ingur í leiðangri Scotts 1911 og 1912 sagði, að þeir hefðu orðið að drepa sleðahund. Daginn eft- var var skúmur kominn í hunds- skrokkinn. Þó var 170 mílna vegalengd þangað, sem skúmur var vanur að halda sig við auð- an sjó. Ég varð fyrir svipaðri reynslu í sleðaferð 1940, — dauður hundur dró fljótt að sér skúm, þó við værum 100 míl- ur frá auðum sjó. Wilson var þeirrar skoðunar að óvenjuleg lyktnæmi skúms væri hér að verki. Ég er á annarri skoðun. Athuganir mínar benda til að fuglinn sé gæddur alveg óvenju- legri (uncanny) sjón, sem geri honum fært að verða kjötsins var. Eitt sinn létum við alveg nýtt kjöt í gegnsæan plastpoka og létum hann liggja á jörðinni, engin lykt komst í gegnum plast- ið, en skúmar, sem þama voru á flugi, sáu pokann, rifu hann upp og átu kjötið. Ef kjötið var falið á þann hátt, að þakið var yfir það með lausamjöll, þannig að það sást ekki, þá flugu skúm- ar yfir það pg urðu þess ekki varir, þótt lyktin af því fyndist í gegnum snjóinn. Vörn skúmsins á hreiðrinu er sá þáttur í hegðun hans, sem mest ber á. Ég fékk mörg tæki- færi til að veita þessu athygli, á sama stendur, hvort skúmshjón- in eiga ungann í hreiðrinu eða hann er umskiptingur. — Þau verja hreiðrið af mestu hörku,, það sem þau verja er svæð- ið, sem þau hafa helgað sér. Skúmhjónin ofsækja án af- láts alla þá, sem inn á þetta landsvæði koma. Skúmarnir gera steypiárásir úr 100 til 150 feta hæð, oft alveg niður að árásar- markinu í ógnunarskyni, án þess að snerta það, en oft greiða þeir högg með vængjum eða löppum. Ég fékk oftsinnis höfuðhögg. Loks fékk ég mér langa fjöður og festi hana við húfuna. Eftir það létu skúmarnir sér nægja að berja fjöðrina, en höggin dundu ekki lengur á höfði mér. Hinar nærgöngulu árásir skúma Skúmur heldur á mörgæsareggi í gogg- inum án þess að brjóta það. Þessi teikn- ing sýnir eðlilega stærð, hún er gerð eftir ljósmynd, sem Herbert G. Pontéug tók árið 1911, þegar hann var í leiðangri Roberts Falcons Scotts. VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.