Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 13
Saltfiskverkun. sem oftast voru uppi á þaki á hjöllunum, sem sjófang ogveið- arfæri voru geymd í. Ennfrem- ur var töluvert af rauðmagan- um skorinn í búting og saltaður og síðan reyktur og þótti hann yfirleitt ágætis ofanálegg og þykir enn. Við vorum yfirleitt ekki eins hrifnir af þessari vinnu eins og að gera að öðrum fiski, en marga fyllina fékk mað- ur af hrognkelsunum yfir vetr- armánuðina og þreifst vel af. Enn var það eitt, sem við vor- ur látnir gera, en það var að afla beitu. Var það fólgið í því að grafa upp sandmaðk á leirnumí fjörurtni og sömuleiðis að taka upp krækling úr svokölluðum kösum, sem komu bara upp út á lága sjónum. Ég ætla að skýra þetta nánar. Það var venja að farið var í beitifjöru oftast upp í Hvalfjörð og hlóðu þeir þar bátana af krækling á fjörunni. Þegar tiil Reykjavíkur kom, átti hver bátur svæði afmarkað með hnullungs grjóti, — venjulega hringlagað. 1 þetta svæði var svo kræklingurinn lagður og voru það kallaðar kasii’, ogeins og áður er getið mátti helzt ekki falla alveg út af þeim, því þá vildi skelin opna sig og þávarð skelfiskurinn ónýtur. Það var lögð rík áherzla á að það væri ekki hnuplað úr ann- arra manna kösum, og ég held að það hafi verið virt eins og lög væru. Þarna kom vinna, semvið vorum ekki allt of hrifnir af, en það var að skera úr eins og það var kallað. Það þurfti sérstakt lag til að ná fiskinum ókröbb- uðum úr skelinni, og svo var manni ansi kalt á fingrunum við þetta. En þeir höfðu ráð við því, gömlu mennirnir, að hlýja okk- ur. Þeir gáfu okkur sjálfbrætt lýsi ofan af lifrarköggunum, og ég er á því að það hafi verið gott, þótt það væri ekki lystugt, en kók fengum við ekki. Það var snemma farið að lofa okkur að sitja í, jafnvel áður en við gátum haldið árinni, en þetta kom fljótt, og við lærðum ára- VÍKINGUR lagið, sem var alveg nauðsyn- legt, ef eitthvert vit átti að vera í róðrinum, enda þótti það ekki beisinn sjómaður, sem ekki kunni áralagið. Öllum þessum lærdómi lauk svo með því að við vorum látnir fara að halda við stýrið undir seglum þegar gott var og fannst okkur þá sjómennskan fullkomn- uð og við orðnir menn með mönnum og lokaprófi náð. Ég er nú búinn að lýsa upp- vaxtarárum fjölmargra drengja í Reykjavík á þessum árum, en ég býst við að einn félagi minn úr þessum námskeiðum hefði komist betur frá þessari rit- smíð, heldur en ég, og er það Henrik Ottósson, sem var ná- granni minn og kunningi. Svona var það í höfuðborginni í þá tíð, en ég er Jíka fullviss um, að svona var það í öllum sjávar- plássum landsins. Það höfðu því allir svipað veganesti hvað kunn- áttu í sjóvinnu snerti, hvaðan sem þeir komu af landinu. Um þessar mundir fóru tog- arnar að ryðja sér til rúms, og gáfu margir strákarnir þeim hýrt auga, ekki meira sældar- brauð en vinnan um borð í þeim var, en það fengu samt færri en vildu pláss á þeim. Eitt er ég viss um, að það létti mörgum starfið þegar um borð í skipin kom sá skóli, sem strákar fengu í landi eins og áður er getið. Ég er nú að komast að aðal- efninu. Þessi námskeið í fjör- unni og heimahúsum eru horfin og allar aðstæður breyttar, en áfram verða strákar að fara til sjós, og mitt áJlit er að einhver kunnátta í sjóvinnu sé nauðsyn- leg. Það var því spor í alveg rétta átt þegar Borgaryfirvöld- in komu á stofn svokölluðum sjóvinnunámskeiðum. Þau eru bara ekki nógu víðtæk og þarf að sýna þessari kennslu meiri rækt til sjós og lands. Það er mitt álit að á þeim tíma, sem drengirnir stunda skólanámið yfir vetrarmánuðina, mætti skipta því í þrjú nám- skeið og yrði þeim þar kennt allt sem lýtur að bætingu, uppsetn- ingu veiðarfæra og splæsa bæði tóg og víra. — Það væri heldur ekki ómerkilegt að útlista fyrir drengjunum hvað þyrfti að var- azt tiil að forðast hættur, sem fylgja hvaða veiðiskap sem er. Hvað snertir námskeiðin á sjónum, álít ég að þau gætu einnig verið þrjú á tímabilinu 227

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.